Fór heim í fýlu og verður refsað Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2024 13:30 Naby Keita hefur afar lítið spilað með Werder Bremen eftir komuna frá Liverpool í fyrrasumar, enda mikið glímt við meiðsli. Getty/Max Ellerbrake Naby Keita, hinn 29 ára gamli miðjumaður Werder Bremen, á yfir höfði sér refsingu frá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leikinn við Leverkusen í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026. Þýski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Keita fór í fýlu eftir að hafa fengið að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Werder Bremen í leiknum, og í yfirlýsingu sem hann hefur nú sent frá sér biðst hann ekki afsökunar á framferði sínu. „Eftir að Naby komst að því í gær að hann yrði ekki í byrjunarliðinu þá ákvað hann að fara ekki um borð í rútuna heldur fara heim,“ sagði Clemens Fritz, yfirmaður knattspyrnumála hjá Werder Bremen, fyrir leikinn í gær. Leverkusen vann leikinn 5-0 og tryggði sér þýska meistaratitilinn. Keita kom til Werder Bremen frá Liverpool fyrir þessa leiktíð en hefur mikið glímt við meiðsli og aðeins spilað fimm deildarleiki, þar af einn í byrjunarliði. „Við munum ræða við hann og umboðsmann hans um afleiðingarnar og hvernig við höldum áfram eftir þetta,“ sagði Fritz. Werder director Fritz: Naby Keita found out that he would not be playing vs Leverkusen from the start, he decided not to get on the bus and to go home . We'll talk to Keita and his agent about the consequences and how to proceed . pic.twitter.com/YPj6KDmKJv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2024 Ole Werner, þjálfari Werder Bremen, bætti við: „Þetta angrar mig og mun hafa afleiðingar. Ég hef ekki rætt við hann enn en það mun gerast á næstu dögum.“ Segist aldrei hafa átt í agavandamálum Keita sendi frá sér skrif á Instagram í gær og kvaðst vilja skýra stöðuna, en útskýrði þó ekki af hverju hann fór ekki með liðinu í leikinn við Leverkusen. „Frá því að ég kom fyrst til þessa frábæra félags hef ég alltaf lagt mig allan fram og sýnt fagmennsku. Það eina sem ég hef viljað er að hjálpa félaginu og færa öllum stuðningsmönnunum gleði, sérstaklega þegar úrslitin hafa ekki verið eins og við myndum kjósa,“ skrifaði Keita og bætti við: „Frá upphafi ferilsins hef ég aldrei átt í neinum agavandamálum og alltaf reynt að vera fyrirmynd. Það kemur því ekki til greina að einhver eyðileggi þá mynd. Við stuðningsmennina segi ég: Ég vil að þið vitið að ég berst á hverri einustu æfingu til að gleðja ykkur allar helgar. Að æfa og leggja allt í sölurnar er það eina sem ég get gert. Áfram Werder!“ Samningur Keita við Werder Bremen gildir til ársins 2026.
Þýski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira