Þurfum við að tala um endó? Lilja Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2024 09:02 Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um endó. Þóra Karítas Árnadóttir leikstýrir myndinni. En af hverju þurfum við að tala um endó? Ástæðan er sú að það er gömul saga og ný að fólk með endómetríósu, í miklum meirihluta stelpur og konur, þurfi að ganga lengi og hart eftir því að fá greiningu við sjúkdómnum,eða í að meðaltali 7-10 ár. Á meðan beðið er eftir greiningu getur endómetríósa valdið óafturkræfum skaða á líffærum, skaða sem minnkar lífsgæði og eykur líkur á ófrjósemi. Markmið okkar í Endósamtökunum er að myndin opni augu almennings, heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls um það hversu víðtæk áhrif endómetríósa getur haft á líf fólks. Allt frá því að ég hóf að vinna fyrir samtökin árið 2017 hefur það verið á stefnuskránni að fræða börn og unglinga um sjúkdóminn. Sú fræðsla þarf að vera faglega unnin og gerð til þess að fræða, ekki hræða. Eitt aðalmarkmið fræðslumyndar um endómetríósu er að stytta greiningartíma. Greiningartími hlýtur að styttast ef meðvitund um sjúkdóminn í samfélaginu eykst og ef börn og unglingar átta sig á því að sárir túrverkir eru ekki eðlilegir. Það er ekki eðlilegt að falla í yfirlið eða æla vegna verkja. Það er óeðlilegt að íbúfen eða paratabs dugi ekki til þess að verkjastilla ungmenni þannig að það geti mætt í skóla eða sinnt félagslífi. Í haust stefna Endósamtökin að því að láta draum um fræðslu til barna og unglinga rætast. Með myndina í farteskinu eru okkur allir vegir færir og stefnum við á hringferð um landið. Þau fjölmörgu sem styrktu gerð myndarinnar og gerðu okkur kleift að láta drauminn um fræðslumynd rætast fá okkar bestu þakkir. Í þeirra hópi eru einstaklingar, listafólk sem gaf myndlist á listaverkauppboð, félagasamtök og ráðuneyti. Takk. Við þurfum að tala um endó: Fyrir barnið sem skilur ekkert hvað er að gerast í líkama sínum og upplifir sig eitt í heiminum. Fyrir unglinginn sem missir úr skóla og félagslífi. Fyrir foreldrana sem finna fyrir vanmætti. Fyrir þá sem glíma við ófrjósemi vegna endómetríósu. Fyrir foreldrið sem er of þreytt og verkjað til að sinna fjölskyldunni. Fyrir þá sem missa starfsgetuna og þurfa viðeigandi aðstoð. Fyrir hverja einustu manneskju með endó sem þráir skilning. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður Endósamtakanna.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun