Mátti sekta mann sem lagði á eigin lóð Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 22:11 Bílastæðasjóður mátti smella sektum á rúðu bíls mannsins. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis telur Bílastæðasjóð Reykjavíkur hafa mátt sekta mann vegna bifreiðar hans sem lagt var á hellulögðum fleti innan lóðarmarka fasteignar hans. Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga. Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Í áliti Umboðsmanns, sem birt var í dag, segir að ákvörðun Bílastæðasjóðs hafi verið byggð á ákvæði umferðarlaga þar sem mælt er fyrir um að ekki megi stöðva eða leggja skráningarskyldu ökutæki á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja. Kvörtun mannsins til Umboðsmanns hafi meðal annars lotið að því að ákvörðun Bílastæðasjóðs rúmaðist ekki innan gildissviðs umferðarlaga og samræmdist ekki ákvæðum laganna að öðru leyti. Lögin gildi líka inni á lóðum Í reifun á vef Umboðsmanns segir að hann hafi talið ákvæði umferðarlaga gilda um umferð ökutækja á lóðum, eftir því sem við ætti. Hann hafi talið að við úrlausn á því hvort ökutæki hefði verið stöðvað eða lagt í andstöðu við téð ákvæði umferðarlaga yrði að fara fram heildstætt og atviksbundið mat. Væri horft til markmiða og annarra ákvæða laganna væri ljóst að við það mat bæri meðal annars að horfa til þess hvort staða bifreiðarinnar ylli í reynd hættu eða óþarfa óþægindum fyrir aðra umferð. Þessu til viðbótar yrði að líta til þess að ákvörðun um álagningu stöðubrotsgjalds fæli í sér beitingu stjórnsýsluviðurlaga og væri þannig í eðli sínu íþyngjandi, en af því leiddi meðal annars að vafa um hvort háttsemi félli undir brotalýsingu ákvæðisins bæri að túlka aðila í hag. Við mat á því hvort bannregla ákvæðisins ætti við gæti því þurft að líta til þess hvort umbúnaður og frágangur við umferðarmannvirki gæfi nægilega skýrt til kynna afmörkun milli þeirra svæða sem ætluð væru fyrir umferð og stöðu bifreiða og þeirra svæða þar sem þeim mætti ekki leggja. Þá gæti að síðustu þurft að hafa í huga þá meginreglu að í eignarrétti fælist réttur eiganda til hvers konar umráða og ráðstöfunar hlutar að svo miklu leyti sem ekki væru gerðar gerðar á því sérstakar takmarkanir, svo sem með lögum. Mælti það gegn rýmkandi skýringu ákvæðisins á þá leið að það gæti tekið til svæða utan vegar af þeirri ástæðu einni að þau væru ekki sérstaklega skilgreind eða sérstaklega merkt sem bifreiðastæði af stjórnvöldum. Til þess fallin að valda óþægindum Umboðsmaður hafi talið það ekki geta ráðið úrslitum málsins hvort hinn hellulagði flötur hefði verið útbúinn í andstöðu við reglur um mannvirki, en af gögnum málsins yrði nægilega ráðið að flöturinn væri skýrlega aðgreindur frá bæði götu og gangstétt sem lægju upp að lóðinni. Hins vegar hafi hann ekki talið unnt að horfa fram hjá því að á götunni fyrir framan innkeyrslu að fletinum væri gert ráð fyrir bifreiðastæðum til almenningsnota. Þá yrði nægilega ráðið af gögnum málsins að ekki væri unnt að leggja ökutæki á hinum hellulagða fleti án þess að farið væri í gegnum þessa innkeyrslu og þar með bifreiðastæði til almenningsnota. Niðurstaða Umboðsmanns hafi verið að lagning bifreiðar á umræddum stað hefði verið til þess fallin að valda óþægindum fyrir aðra umferð, það er lagningu ökutækja á hægri vegarhelmingi fyrir framan innkeyrsluna að hinum hellulagða fleti. Að því virtu hafi hann talið sig ekki hafa forsendur til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Bílastæðasjóðs að bifreiðinni hefði í umrætt sinn verið lagt í andstöðu við fyrirmæli umferðarlaga.
Bílastæði Reykjavík Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira