Ætla prófa að refsa markvörðum með innköstum eða hornspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:30 Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, með boltann. Getty/Robbie Jay Barratt Reglugerðarsamband fótboltans, International Football Association Board, skammstafað IFAB, er alltaf að leita leiða til að útrýma leiktöfum úr fótboltanum. Nú eru nýjar hugmyndir að komast á næsta stig. Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024 Fótbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024
Fótbolti Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira