„Er eiginlega ennþá í sjokki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Katla Sveinbjörnsdóttir var hetja Víkinga í sigrinum á Val. Vísir/Arnar 18 ára gamall Kvennskælingur var hetjan þegar Víkingur vann óvæntan sigur á Val eftir vítakeppni í Meistarakeppni kvenna í fótbolta í gær. Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira