Er of mikill hiti í hleðslunni hjá þér? Ágúst Mogensen skrifar 18. apríl 2024 09:31 Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi. En samhliða fjölgun heimilis- og farartækja sem ganga fyrir rafhlöðum hafa brunar vegna hleðslu raftækja færst í aukanna. Þekktustu tækin eru símar, fartölvur og rafmagnshjól af ýmsu tagi. Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla, en árin á undan voru þeir að meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Dæmi eru um rafmagnselda sem rekja má til hleðslu fartölva og rafmagnstækja eins og hleðsluborvéla. Hér eru ótalin þau skipti sem fólk kemur að tækinu sínu eftir hleðslu þegar snúran er byrjuð að bráðna og heppni að ekki fór verr. Af þessum sökum er mikilvægt að ítreka mikilvæg forvarna og umgengnisreglna við hleðslu rafmagnstækja. Ofhitnun hleðslutækja Þó framfarir í tækni hafi gert hleðslu hraðari og skilvirkari, hafa þær einnig getið af sér nýjar áhættur ef varúðarráðstafanir eru ekki gerðar. Ein helsta hættan sem tengist hleðslu er hættan á ofhitnun. Þegar tæki er tengt við hleðslu dregur það rafmagn frá aflgjafanum til að endurnýja rafhlöðuna. Í þessu ferli er orku breytt í hita sem getur valdið því að tækið verður hlýtt viðkomu. Þó að einhver hitamyndun sé eðlileg, getur of mikil hitauppsöfnun leitt til ofhitnunar, sem aftur eykur hættu á eldi. Er skemmd á rafhlöðunni? Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Ertu að ofhlaða? Með ofhleðslu er átt við þegar rafmagnstæki er áfram tengt við hleðslutæki eftir að það hefur náð fullri hleðslu. Ofhleðsla eyðir ekki aðeins orku heldur myndar einnig óþarfa hita, sem veldur auknu álagi á rafhlöðu og innri íhluti. Í sumum tilfellum getur þetta leitt til niðurbrots rafhlöðunnar, bólgu og, í versta falli rafhlöðuelda. Skoðaðu gæði hleðslutækis Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Notkun á fölsuðum eða lággæða hleðslutækjum og snúrum sem uppfylla ekki öryggisstaðla ber að varast. Þessir ódýrt framleiddu fylgihlutir eru ef til vill ekki með rétta einangrun eða öryggi sem eykur líkurnar á rafmagnsbilunum og skammhlaupum. Verið gagnrýnin á allar hleðslusnúrur og takið sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur úr umferð. Gætum þess að spara ekki aurinn með því að henda krónunum. Veldu vel staðinn til að hlaða Raftæki er best að hlaða á föstu, óeldfimu undirlagi þar sem loftar um þau. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en við þurfum samt að fylgjast með ástandi þeirra af og til. Vörumst að hafa hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu. Best er að rafhlaupahjól og hleðslutæki standi á steingólfi eða álíka fleti. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Efnahvörf geta verið öflug og gosið úr liþíum rafhlöðu eins og lítilli flugeldaköku. Haltu því fjarlægð og gættu að því að eldurinn getur gosið upp aftur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Rafhlaupahjól Tryggingar Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi. En samhliða fjölgun heimilis- og farartækja sem ganga fyrir rafhlöðum hafa brunar vegna hleðslu raftækja færst í aukanna. Þekktustu tækin eru símar, fartölvur og rafmagnshjól af ýmsu tagi. Á síðasta ári var grunur um a.m.k tólf elda sem rekja mátti til hleðslu rafhlaupahjóla, en árin á undan voru þeir að meðaltali fimm skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Dæmi eru um rafmagnselda sem rekja má til hleðslu fartölva og rafmagnstækja eins og hleðsluborvéla. Hér eru ótalin þau skipti sem fólk kemur að tækinu sínu eftir hleðslu þegar snúran er byrjuð að bráðna og heppni að ekki fór verr. Af þessum sökum er mikilvægt að ítreka mikilvæg forvarna og umgengnisreglna við hleðslu rafmagnstækja. Ofhitnun hleðslutækja Þó framfarir í tækni hafi gert hleðslu hraðari og skilvirkari, hafa þær einnig getið af sér nýjar áhættur ef varúðarráðstafanir eru ekki gerðar. Ein helsta hættan sem tengist hleðslu er hættan á ofhitnun. Þegar tæki er tengt við hleðslu dregur það rafmagn frá aflgjafanum til að endurnýja rafhlöðuna. Í þessu ferli er orku breytt í hita sem getur valdið því að tækið verður hlýtt viðkomu. Þó að einhver hitamyndun sé eðlileg, getur of mikil hitauppsöfnun leitt til ofhitnunar, sem aftur eykur hættu á eldi. Er skemmd á rafhlöðunni? Ef það er sjáanleg skemmd á tækinu þínu/rafhlöðunni eftir t.d. að þú misstir það í gólfið þá er öruggast að fá nýja rafhlöðu. Skemmdar rafhlöður eru algeng ástæða eldsvoða og á þessu sviði eigum við ekki að spara við okkur. Ekki reyna að laga rafhlöðuna eða líma hana saman. Vinnueftirlitið í Bandaríkjunum (OSHA) hefur bent á þessa hættu þar sem mörg tæki sem við notum við vinnu eru með liþíum rafhlöðu. Þráðlausar myndavélar, talstöðvar og handverkfæri nota undantekningarlaust þessa gerð rafhlaðna. Ertu að ofhlaða? Með ofhleðslu er átt við þegar rafmagnstæki er áfram tengt við hleðslutæki eftir að það hefur náð fullri hleðslu. Ofhleðsla eyðir ekki aðeins orku heldur myndar einnig óþarfa hita, sem veldur auknu álagi á rafhlöðu og innri íhluti. Í sumum tilfellum getur þetta leitt til niðurbrots rafhlöðunnar, bólgu og, í versta falli rafhlöðuelda. Skoðaðu gæði hleðslutækis Það er alltaf öruggast að nota hleðslutæki frá framleiðanda tækisins sem er verið að hlaða. Notkun á fölsuðum eða lággæða hleðslutækjum og snúrum sem uppfylla ekki öryggisstaðla ber að varast. Þessir ódýrt framleiddu fylgihlutir eru ef til vill ekki með rétta einangrun eða öryggi sem eykur líkurnar á rafmagnsbilunum og skammhlaupum. Verið gagnrýnin á allar hleðslusnúrur og takið sjáanlega laskaðar eða viðgerðar snúrur úr umferð. Gætum þess að spara ekki aurinn með því að henda krónunum. Veldu vel staðinn til að hlaða Raftæki er best að hlaða á föstu, óeldfimu undirlagi þar sem loftar um þau. Flestir eru nokkuð grunlausir þegar kemur að hleðslu tækja sem nota liþíum rafhlöður enda treystum við því að varan sé örugg. Alla jafna eru vottuð raftæki örugg en við þurfum samt að fylgjast með ástandi þeirra af og til. Vörumst að hafa hleðslutæki í notkun innan um eldfimt undirlag eða yfirbreiðslur og hafið reykskynjara í svefnherbergjum. Hleðslu- og rafmagnstæki sem eru upp í rúmi, liggja á eða undir sæng, púða eða kodda, valda eldhættu. Ekki hengja föt á rafmagnshjól í hleðslu. Best er að rafhlaupahjól og hleðslutæki standi á steingólfi eða álíka fleti. Hvernig slekk ég eldinn? Ef þú metur stöðuna þannig að eldur og reykur sé of mikill þá lokar þú dyrunum, hringir í 112, aðvarar fólk í kringum þig og yfirgefur húsnæðið. Líf og heilsa er alltaf forgangsatriði. Efnahvörf geta verið öflug og gosið úr liþíum rafhlöðu eins og lítilli flugeldaköku. Haltu því fjarlægð og gættu að því að eldurinn getur gosið upp aftur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun