Xabi Alonso tók metið af Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2024 14:31 Xabi Alonso með Victor Boniface, leikmanni Leverkusen, eftir leikinn á móti West Ham í London í gærkvöldi. AP/Kin Cheung Bayer Leverkusen tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær og um leið nýtt glæsilegt met. Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Leverkusen hefur nú leikið 44 leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa. Þýska liðið hefur ekki tapað á öllu tímabilinu. Leverkusen vann 2-0 sigur í fyrri leiknum á móti West Ham í átta liða úrslitunum og mátti því tapa með einu marki í gær. West Ham komst líka 1-0 yfir í leiknum en Jeremie Frimpong jafnaði metin fyrir þýska liðið mínútu fyrir leikslok. Ekki í fyrsta sinn sem lærisveinar Xabi Alonso koma í veg fyrir ósigur á leiktíðinni með dramatískum mörkum í lokin. Bayer Leverkusen have set the longest unbeaten run ever by a team in Europe's top five leagues.44 games38 wins6 draws0 lossesXabi Alonso pic.twitter.com/XpE7PvCUbI— Football Talk (@FootballTalkHQ) April 19, 2024 Með þessu jafntefli og 44 leikjum taplausum leikjum í röð var ljóst að metið er fallið í fimm stærstu deildum Evrópu. Áður hafði lið mest leikið 43 leiki í röð án þess að tapa í þessum fimm toppdeildum sem eru á Englandi, á Spáni, í Þýskalandi, í Frakklandi og á Ítalíu. Það var lið Juventus undir stjórn Antonio Conte frá maí 2011 til maí 2012. Þetta þýðir auðvitað að Leverkusen á enn möguleika á mörgum titlum á þessari leitkíð. Leverkusen tryggði sér þýska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi. Auk þess að vera í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Roma frá Ítalíu, þá er liðið einnig komið í úrslitaleik þýska bikarsins þar sem liðið mætir Kaiserslautern. Bayer Leverkusen er með 25 sigra og 4 jafntefli í 29 leikjum í þýsku deildinni, liðið er með fimm sigra í þýska bikarnum og er með átta sigra og tvö jafntefli í Evrópudeildinni. Þetta gerir því 38 sigrar og sex jafntefli í 44 leikjum. Leverkusen write their name in the history books pic.twitter.com/OI0RW7dITa— LiveScore (@livescore) April 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira