Má brjóta lög? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2024 10:01 Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, sem tóku gildi 1. júlí 2019, kemur fram í 14. grein: „ Að lágmarki 2/3 hlutar stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda kennara“. Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2022 voru leikskólakennarar 22% starfsfólks leikskóla landsins, og því með stöðugildi kennara. Af því er augljóst að lög um að 66% umönnunaraðila barna í leikskóla hafi kennaramenntun var þá alls ekki náð. Þetta er enn staðan og hefur verið í mörg ár og í það vitnað á ýmsum vettvangi. Ekki verður séð að nokkuð hafi verið gert til ná því að manna leikskóla samkvæmt lögum. Háværar kröfur koma frá foreldrum um að leikskólar taki við ungbörnum eftir að fæðingarorlofi lýkur, sem er um það leyti sem börn eru eins árs. Það er skiljanlegt því ekki er um annað að ræða fyrir ungt fólk sem er að koma sér upp húsnæði og jafnvel borga af námslánum. Aðgerðir stjórnvalda síðustu ár hafa gert þessum aldurshópi sérstaklega erfitt fyrir. Aftur á móti hefur lítið verið tekið mið af því hversu vel leikskólar eru í stakk búnir til að annast svo ung börn. Þó erfiðlega gangi að manna leikskóla, og útvega myglulaus húsnæði, gerir samfélagið ráð fyrir að öll börn geti dvalið í leikskólum til sex ára aldurs þar til þau hefja grunnskólanám. Um það bil 95% barna á aldrinum tveggja til fimm ára ganga í leikskóla og flest dvelja þar átta til níu klukkutíma fimm daga vikunnar. Því er ljóst að verulegur hluti mótunarára barna hérlendis á sér stað í leikskólum. Það er á þessum fyrstu árum ævinnar sem grunnur er lagður að farsæld hvers einstaklings. Fjölmargar rannsóknir hafa beinst að málumhverfi ungra barna og eru niðurstöður samhljóma og skýrar. Því ríkulegra tungumál sem börn fá í samskiptum við umönnunaraðila þeim mun meiri færni hafa þau í tungumálinu. Færni barna í tungumáli skólans spáir síðan fyrir um það hvernig þeim mun ganga í námi öll grunnskólaárin. Rannsóknir hafa beinst að mállegum samskiptum leikskólakennara við börn á meðan á frjálsum leik þeirra stendur. Orðin sem starfsfólkið notar eru talin og orðaforði barnanna mældur við lok leikskólans. Í ljós hafa komið sterk tengsl, þannig að því fleiri orð sem börnin fá í samskiptum við starfsfólk þeim mun meiri orðaforða hafa börnin. En fjöldi orðanna er ekki aðeins áhrifsvaldur heldur líka hversu fölbreytileg orðanotkunin er, en tengsl hafa mælst á milli fjölda sjaldgæfra orða (t.d. piltur og stúlka) í orðræðum kennara við leikskólabörn og lesskilnings barnanna þegar þau eru orðin níu ára gömul. Íslenskur orðaforði níu ára barna spáir síðan fyrir um það hversu hröðum framförum þau taka í lesskilningi fram á unglingsár. Sérstaklega verða áhrif mállegra samskipta í leikskólastarfi sterk meðal barna sem nota ekki sama tungumál í leikskólanum og með fjölskyldu sinni, eða fá fátæklega málörvun heima. Í leikskóla eru því tækifæri til að gefa hverju einasta barni ríkuleg málleg samskipti þannig að öll komi námslega sterk inn í grunnskólana. Samt eru lög brotin daglega í íslenskum leikskólum, áherslan er á húsnæði, sem er iðulega er allt of lítið með allt of mörgum börnum í allt of langan tíma, og sem erfiðlega gengur að manna. Kominn er tími til að setja farsæld ungra barna í fyrirrúm. Má brjóta lög daglega í leikskólum landsins? Höfundur er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun