Uppgjörið og viðtöl: Valur - Þór/KA 3-1 | Amanda með tvö og titilvörnin byrjar vel Dagur Lárusson skrifar 21. apríl 2024 16:54 Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði tvö mörk gegn Þór/KA. vísir/anton Íslandsmeistarar Vals byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en liðið vann 3-1 sigur á Þór/KA í opnunarleik mótsins. Amanda Andradóttir skoraði tvö fyrstu mörk Íslandsmótsins en Jasmín Erla Ingadóttir var bæði með mark og stoðsendingu í fyrsta deildarleik með Val. Það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem skoraði fyrsta mark tímabilsins en það kom á 21.mínútu eftir frábæran undirbúning frá Jasmín Erlu sem fékk boltann vinstra megin og átti hárnákvæma sendingu inn á teig, á Amöndu sem kom boltanum í netið. Sex mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en þá fékk Amanda boltann rétt fyrir utan teig eftir sendingu frá Fanndísi, lagði hann fyrir sig og átti fast skot meðfram jörðinni sem fór í bláhornið. Óverjandi fyrir Hörpu í marki gestanna og var staðan 2-0 í hálfleik. Val tókst aðeins að skora eitt mark í seinni hálfleiknum en það kom á 70.mínútu og var það Jasmín Erla sem skoraði markið. Hún fékk boltann eftir darraðadans í teignum, tók boltann á lofti og átti svokallað banana skot yfir Hörpu í markinu. Gestirnir náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Sandra María Jessen náði að nýta sér klaufamistök í vörn Vals. Staðan þá orðin 3-1 og urðu það lokatölurnar. Atvik leiksins Atvik leiksins var 26.mínútu þegar Amanda skoraði sitt annað mark og í raun gerði út um leikinn. Þvílíkur leikmaður sem hefði auðveldlega getað skoraði fjögur eða fimm mörk í leiknum. Stjörnunar og skúrkar Stjarna leiksins er án efa Amanda Jacobsen Andradóttir. Þvílík frammistaða og í raun ótrúlegt að hún hafi ekki náð því að skora þriðja markið. Katrine Cousins var einnig frábær á miðjunni hjá Val og stýrði öllu spili liðsins. Skúrkar leiksins eru ef til vill sóknarmenn gestanna sem hefðu getað gert mikið betur í sínum færum, sem voru nokkur. Dómararnir Það fór lítið fyrir þeim sem er alltaf gott merki. Stemningin og umgjörð Stemningin var ágæt miðað við fyrsta leik sumarsins. Hefðu ef til vill getað verið fleiri í stúkunni en það er nú oft þannig. En eins og alltaf þá vantaði ekkert upp á umgjörðina hjá Val. Ég vil skora til að hjálpa liðinu Amanda í baráttunniVísir/Anton Brink Amanda Jacobsen Andradóttir, leikmaður Vals, var að vonum ánægð eftir sigur Vals á Þór/KA í fyrsta leik Bestu deildar kvenna árið 2024. „Nei það er varla hægt að byrja tímabilið betur. Við skoruðum þrjú mörk og sköpuðum fullt af færum þannig við erum mjög sáttar,“ byrjaði Amanda að segja. „Við byrjuðum af fullum krafti og héldum vel í boltann og sköpuðum vel fram á við og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ hélt Amanda áfram að segja. Amanda skoraði tvö mörk en hefði auðveldlega getað skoraði fleiri. Hún segir að það svíði svolítið að hafa ekki náð þrennunni. „Úff, já ég hefði alveg viljað klára þetta færi þarna í lokin. En annars skiptir það ekki öllu máli. Ég vil bara skora eins mörg mörk og ég get til þess að hjálpa liðinu,“ endaði Amanda á að segja. Við erum ekki sátt með okkar fyrsta leik Jóhann Kristinn.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur eftir tap síns liðs gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. „Við erum ekki sátt með okkar fyrsta leik. En við ætlum samt að taka það jákvæða út úr honum sem við getum,“ byrjaði Jóhann að segja. „Við viljum horfa á það þannig að þær hafi tekið út stressið út núna bara í byrjun móts en við vorum einfaldlega ekki nógu líkar sjálfum okkur,“ hélt Jóhann áfram að segja. Jóhann vildi meina að liðið hans hafði skapað nægilega mikið af færum til þess að skora fjögur til fimm mörk. „Ég er auðvitað ósáttastur við það að við fengum á okkur þrjú mörk. En færanýtingin var heldur ekki góð. Við fengum færi til þess að skora fjögur til fimm mörk og á öðrum degi hefðum við skorað úr þeim,“ endaði Jóhann Kristinn að segja. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA
Íslandsmeistarar Vals byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en liðið vann 3-1 sigur á Þór/KA í opnunarleik mótsins. Amanda Andradóttir skoraði tvö fyrstu mörk Íslandsmótsins en Jasmín Erla Ingadóttir var bæði með mark og stoðsendingu í fyrsta deildarleik með Val. Það var Amanda Jacobsen Andradóttir sem skoraði fyrsta mark tímabilsins en það kom á 21.mínútu eftir frábæran undirbúning frá Jasmín Erlu sem fékk boltann vinstra megin og átti hárnákvæma sendingu inn á teig, á Amöndu sem kom boltanum í netið. Sex mínútum síðar var staðan orðin 2-0 en þá fékk Amanda boltann rétt fyrir utan teig eftir sendingu frá Fanndísi, lagði hann fyrir sig og átti fast skot meðfram jörðinni sem fór í bláhornið. Óverjandi fyrir Hörpu í marki gestanna og var staðan 2-0 í hálfleik. Val tókst aðeins að skora eitt mark í seinni hálfleiknum en það kom á 70.mínútu og var það Jasmín Erla sem skoraði markið. Hún fékk boltann eftir darraðadans í teignum, tók boltann á lofti og átti svokallað banana skot yfir Hörpu í markinu. Gestirnir náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Sandra María Jessen náði að nýta sér klaufamistök í vörn Vals. Staðan þá orðin 3-1 og urðu það lokatölurnar. Atvik leiksins Atvik leiksins var 26.mínútu þegar Amanda skoraði sitt annað mark og í raun gerði út um leikinn. Þvílíkur leikmaður sem hefði auðveldlega getað skoraði fjögur eða fimm mörk í leiknum. Stjörnunar og skúrkar Stjarna leiksins er án efa Amanda Jacobsen Andradóttir. Þvílík frammistaða og í raun ótrúlegt að hún hafi ekki náð því að skora þriðja markið. Katrine Cousins var einnig frábær á miðjunni hjá Val og stýrði öllu spili liðsins. Skúrkar leiksins eru ef til vill sóknarmenn gestanna sem hefðu getað gert mikið betur í sínum færum, sem voru nokkur. Dómararnir Það fór lítið fyrir þeim sem er alltaf gott merki. Stemningin og umgjörð Stemningin var ágæt miðað við fyrsta leik sumarsins. Hefðu ef til vill getað verið fleiri í stúkunni en það er nú oft þannig. En eins og alltaf þá vantaði ekkert upp á umgjörðina hjá Val. Ég vil skora til að hjálpa liðinu Amanda í baráttunniVísir/Anton Brink Amanda Jacobsen Andradóttir, leikmaður Vals, var að vonum ánægð eftir sigur Vals á Þór/KA í fyrsta leik Bestu deildar kvenna árið 2024. „Nei það er varla hægt að byrja tímabilið betur. Við skoruðum þrjú mörk og sköpuðum fullt af færum þannig við erum mjög sáttar,“ byrjaði Amanda að segja. „Við byrjuðum af fullum krafti og héldum vel í boltann og sköpuðum vel fram á við og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ hélt Amanda áfram að segja. Amanda skoraði tvö mörk en hefði auðveldlega getað skoraði fleiri. Hún segir að það svíði svolítið að hafa ekki náð þrennunni. „Úff, já ég hefði alveg viljað klára þetta færi þarna í lokin. En annars skiptir það ekki öllu máli. Ég vil bara skora eins mörg mörk og ég get til þess að hjálpa liðinu,“ endaði Amanda á að segja. Við erum ekki sátt með okkar fyrsta leik Jóhann Kristinn.Vísir/Vilhelm Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur eftir tap síns liðs gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. „Við erum ekki sátt með okkar fyrsta leik. En við ætlum samt að taka það jákvæða út úr honum sem við getum,“ byrjaði Jóhann að segja. „Við viljum horfa á það þannig að þær hafi tekið út stressið út núna bara í byrjun móts en við vorum einfaldlega ekki nógu líkar sjálfum okkur,“ hélt Jóhann áfram að segja. Jóhann vildi meina að liðið hans hafði skapað nægilega mikið af færum til þess að skora fjögur til fimm mörk. „Ég er auðvitað ósáttastur við það að við fengum á okkur þrjú mörk. En færanýtingin var heldur ekki góð. Við fengum færi til þess að skora fjögur til fimm mörk og á öðrum degi hefðum við skorað úr þeim,“ endaði Jóhann Kristinn að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti