Um sjálfstæði þjóðar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 19. apríl 2024 13:36 Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar á Íslandi eru nú pólitískari en áður hefur þekkst. Forsætisráðherra í óvinsælli ríkisstjórn hefur gefið kost á sér í embætti forseta Íslands. Einhverjir undrast, öðrum finnst þetta gott og blessað, aðrir fagna. Nú er sestur í valdamesta embætti landsins sá stjórnmálamaður sem minnst trausts nýtur samkvæmt skoðanakönnunum og sem tæplega 42.000 manns hafa lýst vanþóknun sinni á. Að þekkja sinn vitjunartíma reynist mörgum ómöulegt. Á Alþingi var í vikunni lögð fram vantrauststillaga á nýja ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan gengdi þar sjálfsagðri skyldu sinni fyrir hönd almennings en hafði ekki meirihluta þingsins fyrir og uppskar í kaupbæti vanþóknun margra fyrir það eitt að sinna skyldu sinni. Öfugsnúið er nú allt. Þingmenn okkar þjóðkjörnir, of margir, sýna of sjaldan sjálfstæði, kjósa einungis með flokkshjartanu og ekki í takt við hjörtu fólksins. Þetta er vandinn. Ísland er fjöregg okkar. Áherslur núverandi forsætisráðherra sem hann hefur ítarlega kynnt fyrir þjóðinni, snúast svo ekki er um að villast, ekki um að vernda kjör og líf landsmanna, ekki um að tryggja lífríki og náttúru Íslands og ekki um að axla sammannlega ábyrgð þá sem allar ríkar þjóðir bera. Hann talar opinskátt um áherslur sínar. Það má hann eiga. Hann á líka stuðning fyrrum forsætisráðherra vísann nái hún kjöri í embætti forseta Íslands. Sveinn Björnsson okkar fyrsti forseti, krafðist þess að þjóðin fengi að kjósa forseta í beinni kosningu. Málsvari þjóðarinnar yrði að vera óháður aðili sem gæti veitt þinginu aðhald fyrir fólkið í landinu. Um sjálfstæði og velferð þjóðar gegn ofríki stjórnvalda snúast forsetakosningar 2024. Höfundur er leikkona og forsetaefni.
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar