Góð kaup - en á kostnað hvers ? Sif Steingrímsdóttir skrifar 21. apríl 2024 08:01 Verslun með falsaðan varning kostar hönnuði, nýsköpunarstarfsemi og samfélagið allt gríðarlega fjármuni. Svo ekki sé minnst á störf sem glatast og heilsu fólks sem stefnt er í hættu. Allt til styrktar skipulagðri glæpastarfsemi. Hugverkaréttindi (þ.e. vörumerki, einkaleyfi, hönnun og höfundaréttur) eiga undir högg að sækja um heim allan vegna stöðugrar og raunar ógnvænlegrar aukningar á kaupum og sölu á fölsuðum vörum. Til að bæta gráu ofan á svart þá er framleiðsla og sala falsaðrar vöru oft þáttur í skipulagðri glæpastarfsemi. Ekkert eftirlit er með framleiðslunni og mannréttindi þeirra sem vinna við framleiðslu vara á svörtum markaði eru virt að vettugi. Með kaupum á falsaðri vöru er því oft verið að styrkja og í raun beinlínis fjármagna slíka starfsemi. Aðildarríki Evrópusambandsins orðið af 671.000 störfum Tölurnar eru sláandi: Samkvæmt skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem birt var árið 2021 er talið að árið 2019 hafi verðmæti innflutnings falsaðrar vöru til ríkja Evrópusambandsins numið 119 milljörðum evra, jafngildi átján þúsund milljarða íslenskra króna. Það jafngildir 5,8% af öllum innflutningi til ríkja sambandsins. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá árinu 2020 er enn fremur talið að ríkin hafi orðið af 671.000 störfum vegna sölu falsaðs varnings. Ekki liggja fyrir sambærilegar úttektir hér á landi, en Maskína gerði í apríl könnun fyrir Hugverkastofuna á viðhorfi Íslendinga til falsaðra vara og á því hvort þeir kaupi slíkar vörur. Um 1.000 manns tóku þátt. 9% svarenda sögðust hafa keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar síðustu 12 mánuði. Nokkuð sláandi var að sjá að 46% svarenda finnst að minnsta kosti stundum í lagi að kaupa slíkar vörur. Hér ber að nefna að neytendur eru oft ekki meðvitaðir um hvort þeir séu að kaupa falsaða vöru eða ekki og má því ætla að þessar tölur séu mun hærri í raun. Leikföng og lyf meðal þeirra vara sem eru falsaðar Hvað er átt við með falsaðri vöru? Hinn almenni neytandi sér ef til vill fyrst og fremst fyrir sér eftirlíkingu á vandaðri merkjavöru, svo sem falsaða tösku, armbandsúr eða hönnunarhúsgagn. Staðan er hins vegar sú að framleiðsla og sala á fölsuðum varningi nær í raun til nánast alls þess sem við notum í daglegu lífi. Má þar nefna fatnað, leikföng, snyrtivörur, varahluti í farartæki svo sem bíla og flugvélar, raftæki, hugbúnað, matvæli, lyf, lækningavörur og svo mætti lengi telja. Nánast allar vörur sem hægt er að merkja með tilteknu vörumerki er hægt að falsa. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hættuna sem fylgir t.d. fölsuðum lyfjum og fölsuðum leikföngum (framleidd úr óæskilegum og jafnvel hættulegum efnum án nokkurs eftirlits). Um er að ræða raunverulega ógn við heilsu okkar og barna okkar. Þið afsakið dramatíkina. Aukning í verslun með falsaðar vörur á vefnum Hver skyldi vera ástæðan fyrir gríðarlegri aukningu á verslun með falsaða vöru? Úttektir sem gerðar hafa verið sýna að það er fyrst og fremst hið aukna rafræna aðgengi að öllu mögulegu sem veldur. Tökum dæmi: Hér áður fyrr þurfti kaupandi helst að vera staddur á túristaströnd í sólarlöndum og lenda í klóm mis-vafasamra sölumanna til að komast yfir ódýra en ískyggilega raunverulega Gucci tösku eða Rolex úr. Í dag er þessi sölumaður fluttur heim til kaupandans í formi netverslunar, þar sem hann lúrir í snjallsímanum eða tölvunni og býður vörur sínar stöðugt til sölu á freistandi verði án tillits til landamæra. Vöruúrvalinu eru heldur engin takmörk sett; markaður sem áður snerist fyrst og fremst um falsaðan lúxusvarning nær nú yfir allt mögulegt líkt og áður greinir. Samkvæmt upplýsingum frá Tollinum þá hafa hér á landi meðal annars fundist falsaðar snyrtivörur, lyf, leikföng, armbandsúr, rafmagnstæki, húsgögn og fatnaður svo eitthvað sé nefnt, svo staðan hér virðist í takt við þróunina í öðrum Evrópuríkjum. Í fyrrnefndri könnun Maskínu kemur fram að 45% þeirra sem sögðust kaupa falsaðar vörur höfðu gert það hjá erlendri vefverslun. Skráning hugverkaréttinda mikilvæg Hvernig er hægt að stemma stigu við þessari þróun? Fyrsta skrefið hlýtur að vera aukin meðvitund – kaupvitund og skilningur á því hvað felst í þeirri ákvörðun að kaupa falsaðar eftirlíkingar. Skilning á því að um skammgóðan vermi er að ræða, jú - kaupandinn eignast vöruna á „spottprís“, en það sem býr að baki vörunni og afleiðingar slíks iðnaðar er ekki falleg mynd. Svo ekki sé minnst á gæði vörunnar, sem auðvitað er ómögulegt að fullyrða um. Þegar kaupandinn skilur afleiðingarnar þá vonandi hugsar hann sig tvisvar um áður en hann lætur freistast. Meðal þess sem verður til sýnis í Epal á sýningunni „Feik eða ekta?“ eru fölsuð Rolex úr Skráning hugverkaréttinda er mikilvægt skref í því berjast gegn fölsunum því með skráningu réttinda er rekjanleiki sem og sýnileiki rétthafa tryggður. Skráning auðveldar þannig neytendum að gera greinarmun á raunverulegum rétthöfum og óprúttnum aðilum sem síst af öllu vilja gera uppruna sinn ljósan. Þar að auki auðveldar skráning rétthöfum að standa vörð um hugverkarétt sinn og stöðva ólögmætar eftirlíkingar þegar svo ber undir. Sért þú að markaðsetja vöru og hafir þú ekkert að fela – skráðu hugverkaréttindi þín! Sért þú að kaupa vöru og vilt tryggja að þú sért ekki að kaupa köttinn í sekknum, skoðaðu seljandann fyrst! Með smá rannsóknarvinnu er þetta oft ekki flókið mál. Feik eða ekta? - sýning í Epal á Hönnunarmars Hugverkastofan, Epal og React - alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum - bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 23. - 27. apríl í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi. Sýningin ber heitið „Feik eða ekta?“ og er henni ætlað að vekja athygli á því af hverju við ættum að velja ekta vörur, forðast að kaupa eftirlíkingar og þar með virða hugverkaréttindi (og mannréttindi!). Hægt verður að skoða sýnishorn af fölsuðum vörum og bera saman við ekta fyrirmyndir og taka þátt í léttum spurningaleik um hvaða vörur séu ekta. Vöndum okkur þegar við verslum á netinu. Höfum hugfast að ef kaup eru of góð til að geta verið sönn, þá eru þau líklega einmitt það – of góð til að vera sönn. Höfundur er lögfræðingur á Hugverkastofunni. Hugverkastofan fer með málefni hugverkaréttinda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Verslun með falsaðan varning kostar hönnuði, nýsköpunarstarfsemi og samfélagið allt gríðarlega fjármuni. Svo ekki sé minnst á störf sem glatast og heilsu fólks sem stefnt er í hættu. Allt til styrktar skipulagðri glæpastarfsemi. Hugverkaréttindi (þ.e. vörumerki, einkaleyfi, hönnun og höfundaréttur) eiga undir högg að sækja um heim allan vegna stöðugrar og raunar ógnvænlegrar aukningar á kaupum og sölu á fölsuðum vörum. Til að bæta gráu ofan á svart þá er framleiðsla og sala falsaðrar vöru oft þáttur í skipulagðri glæpastarfsemi. Ekkert eftirlit er með framleiðslunni og mannréttindi þeirra sem vinna við framleiðslu vara á svörtum markaði eru virt að vettugi. Með kaupum á falsaðri vöru er því oft verið að styrkja og í raun beinlínis fjármagna slíka starfsemi. Aðildarríki Evrópusambandsins orðið af 671.000 störfum Tölurnar eru sláandi: Samkvæmt skýrslu Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem birt var árið 2021 er talið að árið 2019 hafi verðmæti innflutnings falsaðrar vöru til ríkja Evrópusambandsins numið 119 milljörðum evra, jafngildi átján þúsund milljarða íslenskra króna. Það jafngildir 5,8% af öllum innflutningi til ríkja sambandsins. Samkvæmt skýrslu EUIPO frá árinu 2020 er enn fremur talið að ríkin hafi orðið af 671.000 störfum vegna sölu falsaðs varnings. Ekki liggja fyrir sambærilegar úttektir hér á landi, en Maskína gerði í apríl könnun fyrir Hugverkastofuna á viðhorfi Íslendinga til falsaðra vara og á því hvort þeir kaupi slíkar vörur. Um 1.000 manns tóku þátt. 9% svarenda sögðust hafa keypt falsaðar vörur eða eftirlíkingar síðustu 12 mánuði. Nokkuð sláandi var að sjá að 46% svarenda finnst að minnsta kosti stundum í lagi að kaupa slíkar vörur. Hér ber að nefna að neytendur eru oft ekki meðvitaðir um hvort þeir séu að kaupa falsaða vöru eða ekki og má því ætla að þessar tölur séu mun hærri í raun. Leikföng og lyf meðal þeirra vara sem eru falsaðar Hvað er átt við með falsaðri vöru? Hinn almenni neytandi sér ef til vill fyrst og fremst fyrir sér eftirlíkingu á vandaðri merkjavöru, svo sem falsaða tösku, armbandsúr eða hönnunarhúsgagn. Staðan er hins vegar sú að framleiðsla og sala á fölsuðum varningi nær í raun til nánast alls þess sem við notum í daglegu lífi. Má þar nefna fatnað, leikföng, snyrtivörur, varahluti í farartæki svo sem bíla og flugvélar, raftæki, hugbúnað, matvæli, lyf, lækningavörur og svo mætti lengi telja. Nánast allar vörur sem hægt er að merkja með tilteknu vörumerki er hægt að falsa. Það er auðvelt að sjá fyrir sér hættuna sem fylgir t.d. fölsuðum lyfjum og fölsuðum leikföngum (framleidd úr óæskilegum og jafnvel hættulegum efnum án nokkurs eftirlits). Um er að ræða raunverulega ógn við heilsu okkar og barna okkar. Þið afsakið dramatíkina. Aukning í verslun með falsaðar vörur á vefnum Hver skyldi vera ástæðan fyrir gríðarlegri aukningu á verslun með falsaða vöru? Úttektir sem gerðar hafa verið sýna að það er fyrst og fremst hið aukna rafræna aðgengi að öllu mögulegu sem veldur. Tökum dæmi: Hér áður fyrr þurfti kaupandi helst að vera staddur á túristaströnd í sólarlöndum og lenda í klóm mis-vafasamra sölumanna til að komast yfir ódýra en ískyggilega raunverulega Gucci tösku eða Rolex úr. Í dag er þessi sölumaður fluttur heim til kaupandans í formi netverslunar, þar sem hann lúrir í snjallsímanum eða tölvunni og býður vörur sínar stöðugt til sölu á freistandi verði án tillits til landamæra. Vöruúrvalinu eru heldur engin takmörk sett; markaður sem áður snerist fyrst og fremst um falsaðan lúxusvarning nær nú yfir allt mögulegt líkt og áður greinir. Samkvæmt upplýsingum frá Tollinum þá hafa hér á landi meðal annars fundist falsaðar snyrtivörur, lyf, leikföng, armbandsúr, rafmagnstæki, húsgögn og fatnaður svo eitthvað sé nefnt, svo staðan hér virðist í takt við þróunina í öðrum Evrópuríkjum. Í fyrrnefndri könnun Maskínu kemur fram að 45% þeirra sem sögðust kaupa falsaðar vörur höfðu gert það hjá erlendri vefverslun. Skráning hugverkaréttinda mikilvæg Hvernig er hægt að stemma stigu við þessari þróun? Fyrsta skrefið hlýtur að vera aukin meðvitund – kaupvitund og skilningur á því hvað felst í þeirri ákvörðun að kaupa falsaðar eftirlíkingar. Skilning á því að um skammgóðan vermi er að ræða, jú - kaupandinn eignast vöruna á „spottprís“, en það sem býr að baki vörunni og afleiðingar slíks iðnaðar er ekki falleg mynd. Svo ekki sé minnst á gæði vörunnar, sem auðvitað er ómögulegt að fullyrða um. Þegar kaupandinn skilur afleiðingarnar þá vonandi hugsar hann sig tvisvar um áður en hann lætur freistast. Meðal þess sem verður til sýnis í Epal á sýningunni „Feik eða ekta?“ eru fölsuð Rolex úr Skráning hugverkaréttinda er mikilvægt skref í því berjast gegn fölsunum því með skráningu réttinda er rekjanleiki sem og sýnileiki rétthafa tryggður. Skráning auðveldar þannig neytendum að gera greinarmun á raunverulegum rétthöfum og óprúttnum aðilum sem síst af öllu vilja gera uppruna sinn ljósan. Þar að auki auðveldar skráning rétthöfum að standa vörð um hugverkarétt sinn og stöðva ólögmætar eftirlíkingar þegar svo ber undir. Sért þú að markaðsetja vöru og hafir þú ekkert að fela – skráðu hugverkaréttindi þín! Sért þú að kaupa vöru og vilt tryggja að þú sért ekki að kaupa köttinn í sekknum, skoðaðu seljandann fyrst! Með smá rannsóknarvinnu er þetta oft ekki flókið mál. Feik eða ekta? - sýning í Epal á Hönnunarmars Hugverkastofan, Epal og React - alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum - bjóða til sýningar á Hönnunarmars dagana 23. - 27. apríl í verslunum Epal í Skeifunni og á Laugavegi. Sýningin ber heitið „Feik eða ekta?“ og er henni ætlað að vekja athygli á því af hverju við ættum að velja ekta vörur, forðast að kaupa eftirlíkingar og þar með virða hugverkaréttindi (og mannréttindi!). Hægt verður að skoða sýnishorn af fölsuðum vörum og bera saman við ekta fyrirmyndir og taka þátt í léttum spurningaleik um hvaða vörur séu ekta. Vöndum okkur þegar við verslum á netinu. Höfum hugfast að ef kaup eru of góð til að geta verið sönn, þá eru þau líklega einmitt það – of góð til að vera sönn. Höfundur er lögfræðingur á Hugverkastofunni. Hugverkastofan fer með málefni hugverkaréttinda á Íslandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar