Tilkynnti sig tvisvar til barnaverndar til að fá aðstoð fyrir einhverfa dóttur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2024 19:30 Hrefna hefur lagt allt í sölurnar til að hjálpa einhverfri níu ára dóttur sinni en hún segir alls staðar koma að lokuðum dyrum í kerfinu. Baráttunni linni ekki fyrr en hjálp berst. Vísir/arnar Móðir níu ára einhverfrar stúlku hefur tvívegis tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá aðstoð fyrir dóttur sína. Á tímabili var vanlíðan stúlkunnar slík að hún missti lífsviljann. Eftirtektarsamur leikskólakennari kom fyrst auga á að dóttir Hrefnu Ernu Bachmann Ólafsdóttur gæti verið einhverf en ADHD og einhverfugreining kom ekki fyrr en mörgum árum síðar. Í leikskólanum leið stúlkunni vel og þar hafði hún stuðninginn sem hún þurfti og vel var haldið utan um hana en erfiðleikarnir hófust við upphaf grunnskóla. „Hún var með allt til staðar fyrir sig í leikskólanum en svo var henni sparkað út. Hún var eins og drottning í sínu ríki en þegar hún kom inn í skólakerfið þá var hún bara öskubuska. Þar var ekkert gert fyrir hana. Ekki neitt,“ segir Hrefna. Fyrsti bekkur gekk ágætlega félagslega en fljótlega fóru að koma upp árekstrar milli hennar, samnemenda og kennara því stúlkan hætti að skynja og skilja félagsleg merki. Hrefna segist nær daglega upplifa mikið mótlæti. „Í dag skeði þetta, í dag skeði hitt. Ég fékk aldrei að heyra að hún hefði verið ótrúlega dugleg þann daginn. Það var ekki bara verið að brjóta hana niður heldur líka okkur foreldrana niður með endalausu neikvæðu um barnið mitt.“ Staðan versnaði með hverju ári sem leið. „Á endanum var okkur sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir hana. Hún væri bara búin að brenna allar brýr að baki sér. Níu ára gamalt barn að verða tíu ára.“ Fjölskyldan batt miklar vonir við að staðan myndi skána við að komast á einhverfudeild en á mánudaginn var henni synjað um inngöngu þrátt fyrir að borgin segi í synjunarbréfinu að barnið hafi mikla þörf fyrir einhverfudeild. „Það stendur skýrum stöfum að hún sé með mikla þörf en greinilega ekki nóg til að komast inn, sem var rosalegt högg,“ segir Hrefna. Hún fékk þau svör að um 36 umsóknir hefðu borist um inngöngu í einhverfudeild hjá borginni en aðeins átta pláss voru laus. Stúlkunni líður skelfilega og missti lífsviljann um tíma. „Það er náttúrulega bara ömurlegt fyrir foreldri að heyra frá barninu sínu að hún vilji bara enda líf sitt. Það var ekkert úrræði heldur sem greip okkur þá. Við reyndum allt.“ Hrefna og fjölskylda hafa reynt allt og meðal annars tilkynnt sig tvívegis til barnaverndar til að fá aðstoð. „Okkur var tilkynnt að þeir ætluðu að fara í skólann og skoða hann og mögulega koma heim til okkar og skoða aðstæður þar af því við töluðum um að hún væri rosa skapstór heima því hún bara springur þar eftir allan daginn. Við höfum enn ekkert heyrt. Við erum búin að hringja og hringja og hringja.“ Hrefna sjálf datt út af vinnumarkaði vegna kulnunar í febrúar. Hún komi að lokuðum dyrum alls staðar. Hvað tekur nú við hjá ykkur? „Já, það er ansi góð spurning. Við erum búin að fara á fundi hjá þremur skólum og enginn skóli telur sig hafa verkfæri til að vinna með henni þrátt fyrir að menntamálayfirvöld gefi sig út fyrir að hafa skóla án aðgreiningar og að öll börn eigi að fá menntun – og það er skólaskylda – en þá erum við bara svolítið í lausu lofti.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Einhverfa Tengdar fréttir Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. 18. apríl 2024 13:31 Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30 „Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá aðstoð“ „Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum. 6. apríl 2024 08:37 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Eftirtektarsamur leikskólakennari kom fyrst auga á að dóttir Hrefnu Ernu Bachmann Ólafsdóttur gæti verið einhverf en ADHD og einhverfugreining kom ekki fyrr en mörgum árum síðar. Í leikskólanum leið stúlkunni vel og þar hafði hún stuðninginn sem hún þurfti og vel var haldið utan um hana en erfiðleikarnir hófust við upphaf grunnskóla. „Hún var með allt til staðar fyrir sig í leikskólanum en svo var henni sparkað út. Hún var eins og drottning í sínu ríki en þegar hún kom inn í skólakerfið þá var hún bara öskubuska. Þar var ekkert gert fyrir hana. Ekki neitt,“ segir Hrefna. Fyrsti bekkur gekk ágætlega félagslega en fljótlega fóru að koma upp árekstrar milli hennar, samnemenda og kennara því stúlkan hætti að skynja og skilja félagsleg merki. Hrefna segist nær daglega upplifa mikið mótlæti. „Í dag skeði þetta, í dag skeði hitt. Ég fékk aldrei að heyra að hún hefði verið ótrúlega dugleg þann daginn. Það var ekki bara verið að brjóta hana niður heldur líka okkur foreldrana niður með endalausu neikvæðu um barnið mitt.“ Staðan versnaði með hverju ári sem leið. „Á endanum var okkur sagt að það væri ekkert hægt að gera fyrir hana. Hún væri bara búin að brenna allar brýr að baki sér. Níu ára gamalt barn að verða tíu ára.“ Fjölskyldan batt miklar vonir við að staðan myndi skána við að komast á einhverfudeild en á mánudaginn var henni synjað um inngöngu þrátt fyrir að borgin segi í synjunarbréfinu að barnið hafi mikla þörf fyrir einhverfudeild. „Það stendur skýrum stöfum að hún sé með mikla þörf en greinilega ekki nóg til að komast inn, sem var rosalegt högg,“ segir Hrefna. Hún fékk þau svör að um 36 umsóknir hefðu borist um inngöngu í einhverfudeild hjá borginni en aðeins átta pláss voru laus. Stúlkunni líður skelfilega og missti lífsviljann um tíma. „Það er náttúrulega bara ömurlegt fyrir foreldri að heyra frá barninu sínu að hún vilji bara enda líf sitt. Það var ekkert úrræði heldur sem greip okkur þá. Við reyndum allt.“ Hrefna og fjölskylda hafa reynt allt og meðal annars tilkynnt sig tvívegis til barnaverndar til að fá aðstoð. „Okkur var tilkynnt að þeir ætluðu að fara í skólann og skoða hann og mögulega koma heim til okkar og skoða aðstæður þar af því við töluðum um að hún væri rosa skapstór heima því hún bara springur þar eftir allan daginn. Við höfum enn ekkert heyrt. Við erum búin að hringja og hringja og hringja.“ Hrefna sjálf datt út af vinnumarkaði vegna kulnunar í febrúar. Hún komi að lokuðum dyrum alls staðar. Hvað tekur nú við hjá ykkur? „Já, það er ansi góð spurning. Við erum búin að fara á fundi hjá þremur skólum og enginn skóli telur sig hafa verkfæri til að vinna með henni þrátt fyrir að menntamálayfirvöld gefi sig út fyrir að hafa skóla án aðgreiningar og að öll börn eigi að fá menntun – og það er skólaskylda – en þá erum við bara svolítið í lausu lofti.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Einhverfa Tengdar fréttir Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. 18. apríl 2024 13:31 Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30 „Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá aðstoð“ „Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum. 6. apríl 2024 08:37 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Halda andlitinu í skólanum en hrynja niður heima Skólaforðun einhverfra barna er kerfislægt vandamál í skólum en það liggur ekki hjá fjölskyldum barnanna. Þetta segir verkefnastjóri hjá Einhverfusamtökunum sem bendir á að opin rými líkt og hefðbundnar skólastofur séu „skynrænt helvíti“ fyrir einhverfa og heilsuspillandi fyrir umrædd börn. Örvænting þeirra sem séu föst í þessum aðstæðum sé algjör. 18. apríl 2024 13:31
Segir „ómanneskjulegt“ álag á foreldrum einhverfra barna Einstæð móðir einhverfrar stúlku brann út og þurfti að segja upp vinnunni til þess að geta annast dóttur sína. Hún segir stjórnvöld verða að gera betur fyrir einhverf börn og foreldra þeirra, álagið sé í raun ómanneskjulegt. 17. apríl 2024 19:30
„Það er eins og þú þurfir að skera barnið þitt úr reipinu til að fá aðstoð“ „Fyrir okkur er þetta einfaldlega spurning um líf eða dauða. Við erum vanmáttug, við erum týnd og við erum alltaf í lausu lofti,” segja Adam Snær Atlason og Thelma Rut Hafliðadóttir, foreldrar þrettán ára stúlku sem glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Þau hafa staðið í stappi undanfarin tíu ár við að fá viðeigandi úrræði fyrir dóttur sína hjá Akureyrarbæ en segjast koma allstaðar að lokuðum dyrum. 6. apríl 2024 08:37