„Þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. apríl 2024 14:20 Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra segir ljóst að foreldrar einhverfra barna þurfi aukinn stuðning. Vísir/Vilhelm Barnamálaráðherra kveðst vera meðvitaður um vanda einhverfra barna í skólakerfinu og langþreytta foreldra þeirra. Breyta þurfi kerfinu en kerfisbreytingar taki tíma og allir þurfi að leggja hönd á plóg. Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“ Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Á dögunum ræddi fréttastofa við mæður einhverfra stúlkna, önnur þeirra er einstæð og þurfti að segja upp vinnunni til að annast dóttur sína. „Ég held að yfir höfuð fyrir foreldra einhverfra barna, jafnvel þó þeir séu tveir, þá er álagið oft alveg algjörlega ómanneskjulegt,“ segir Alma Hrönn Hrannardóttir einstæð móðir einhverfrar stúlku. Hin kemur alls staðar að lokuðum dyrum, hefur tilkynnt sig til barnaverndar í örvæntingafullri tilraun til að fá hjálp en vanlíðan dóttur hennar er gríðarleg. „Það er náttúrulega bara ömurlegt að heyra frá barninu sínu svona ungu að hún vilji bara enda líf sitt,“ segir Hrefna Erna Bachmann Ólafsdóttir. Barnamálaráðherra segist meðvitaður um stöðuna, þetta sé ein af meginástæðum fyrir frumvarpi um inngildandi menntun og skólaþjónustu. „Vegna þess að skólakerfið þarf miklu meiri stoð og stuðning til að takast á við þennan fjölbreytileika sem er til staðar og því miður þá bitnar það bæði á kennurum og foreldrum þannig að það er eitt af því en síðan þarf auðvitað líka bara aukinn stuðning við foreldra einhverfra barna og þar hafa verið stigin ákveðin skref og við verðum að gera enn betur þar í samstarfi við fleiri ráðuneyti,“ segir Ásmundur Einar Daðason barna- og skólamálaráðherra. Sveitarfélög séu komin mislangt á veg í innleiðingu farsældarlaga. Fjölga þurfi bæði málastjórum og einhverfudeildum. „Við höfum verið að auka samstarfið milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að grunnskólakerfinu og framhaldsskólakerfinu að það þurfi að hugsa þetta heildstætt þannig að já, við þurfum að eiga það samtal og við þurfum að stíga skref,“ segir Ásmundur. Einhver skilaboð til einhverfra barna og foreldra þeirra? „Við erum meðvituð um þetta, við þurfum að breyta kerfinu okkar, það tekur því miður tíma og við þurfum að hjálpast að við það.“
Einhverfa Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Alþingi Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira