Það er kominn tími til að tala um frið Lea María Lemarquis skrifar 21. apríl 2024 15:30 Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega er leitast eftir stuðningi Íslands við stríð. Íslensk stjórnvöld svara kallinu og styðja hernað gegnum hernaðarbandalagið NATÓ. Á hverju ári eru haldnar heræfingar á landinu og gistinóttum bandarískra hermanna í Keflavík fjölgar. Enn eru fjölskyldur að syrgja ástvini sem myrtir voru með stuðningi Íslands í Írak, Afganistan og Líbíu. En það er VAL að taka þátt í hernaði. Lítið ríki getur lagt sitt af mörkum til að stuðla að friði í stað þess að hvetja til hernaðar. Við eigum að reka sjálfstæða utanríkisstefnu með frið að leiðarljósi! Íslensk stjórnvöld hafa ekki látið innrás Ísraels á Gaza trufla sig mikið. Engar aðgerðir til að stöðva þjóðarmorð. Engar skammir til landránsnýlendunnar frekar en venjulega. Ekki viðskiptaþvinganir og blússandi diplómatískt samstarf milli Íslands og Ísrael. Jú það var smá lífsmark þegar utanríkisráðherrann Bjarni Benediktsson frysti lífsnauðsynlega aðstoð til Gaza um leið og vinir hans í Likud-flokki Netanyahu hnipptu í hann. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda hafa verið herskáar. Engar fordæmingar á blóðbaðinu. En íslenskir ráðamenn voru ekki lengi að fordæma drónaárásir Írana. Árásir þar sem enginn lét lífið og voru andsvar við árásum Ísraels. Drónaárásir sem voru tilkynntar með fyrirvara til þess að þeim yrði örugglega eytt í lofti. Eins og í leiknum “Yfir” þar sem hitt liðið er látið vita til að geta gripið boltann. Í þetta sinn brugðust Bjarni og Kolbrún skjótt við til að fordæma. Því spyr ég: Er árás á sumar þjóðir alvarlegri en árás á aðrar? Er ekki maður það sama og maður? Krefjumst þess að ríkisstjórn Íslands fordæmi árásir Ísraela. RÍKISSTJÓRN FORDÆMIÐ ÞJÓÐARMORÐ. Í lok síðasta árs kom í ljós að Suður Afríka myndi sækja mál fyrir Alþjóðadómstólnum í tilraun til að koma í veg fyrir þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni. Þá höfðu drápin staðið yfir í marga mánuði og ljóst að ásetningurinn var að eyðileggja alla innviði, drepa fólk, svelta, og hrekja á flótta. Málsókn Suður Afríku vakti von um að alþjóðasamfélagið myndi ekki standa hjá andspænis svo miklum manngerðum hryllingi. Svo vongóð var ég að ég stofnaði undirskriftalista til að hvetja íslensk stjórnvöld til að styðja málsóknina. Á skömmum tíma skrifuðu 10 þúsund manns undir. Hvatningin var stíluð á Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson þáverandi utanríkisráðherra. Katrín vildi ekkert með málið hafa. Ég skrifaði pósta, hringdi í forsætisráðuneytið og kom skilaboðum til ráðuneytisstjórans. Alltaf sama svarið: Katrín neitaði að taka við listanum, hún sæi ekki um utanríkismálin. Utanríkisstefna hennar eigin ríkisstjórnar var henni alveg óviðkomandi! Bjarni tók aldrei við listanum. Hann var ýmist erlendis eða það var svo erfitt að finna 5 mínútur til að taka við listanum. Mér var boðið að skilja listann eftir í anddyri ráðuneytisins. Loks fékk ég boð um að það yrði aðstoðarmaður utanríkisráðherra sem tæki við undirskriftunum. Þarna, eftir 18 daga stapp við að reyna að afhenda utanríkisráðherra listann, gafst ég upp. Utanríkisráðuneytið gaf út að Ísland styddi Alþjóðadómstólinn en ekki einstaka mál. Gott og vel. Nú liggur úrskurður fyrir í málinu: Ísrael á að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Þá er komið að því að sýna stuðning við Alþjóðadómstólinn í verki. Ríkisstjórnin verður að fordæma drápin og beita sér til að stöðva hryllinginn! Fyrir 10 dögum tók nýr utanríkisráðherra til starfa en Þórdís Kolbrún hefur sinnt embættinu áður. Þegar hún ávarpaði Allsherjarráð Sameinuðu Þjóðanna árið 2022 sagði hún: “Mannkynsins vegna, verður Úkraína að sigra”. Hún sagði ekki: “Mannkynsins vegna verður að stöðva stríðið. Mannkynsins vegna þarf að efla friðarviðræður” eða “Mannkynsins vegna þurfa stórveldin að eyða kjarnorkuvopnum sínum.” Nei, ræðum ekki diplómatískar leiðir. Fórnum frekar mannslífum og sendum vopn úr fjarlægð. Því miður bendir flest til þess að Þórdís Kolbrún sé jafn herská og Bjarni. En við erum hér og við höfnum hernaðarhyggjunni. Friður er alltaf mögulegur. Krefjumst þess að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu. Við viljum standa utan hernaðarbandalaga. Við viljum afvopnun. Við viljum að fólk í Palestínu geti lifað frjálst í eigin landi. Við viljum frið og réttlæti í Palestínu! Höfundur er í stjórn Menningar og friðarsamtakanna MFÍK
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun