Þegar enginn heldur utan um þig Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 13:00 Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Skoðun: Forsetakosningar 2024 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í réttnefndu velferðarsamfélagi þurfa stjórnmálaflokkar að sameinast um að tryggja velferð alls fólks sem í samfélaginu býr. Á undanförnum áratug hafa hagsmunir landsmanna ekki verið valdhöfum ofarlega í huga. Myndun nýrrar ríkisstjórnar sýnir svo ekki er um að villast að okkar ágætu stjórnarþingmönnum finnst þeir ekki þurfa að hlusta á gagnrýni almennings. Ríkisstjórnin er einkapartý sjálfskipaðra sem almenningur hefur engan aðgang að. Almannavarnir og viðbragðsaðilar þeim tengdir njóta ekki skilyrðislauss stuðnings fyrirgreiðslu stjórnvalda þrátt fyrir að augljóst sé að íslensk náttúra í allri sinni dýrð er ósjaldan okkar ófyrirsjáanlegasti ofjarl. Opinber þjónusta hjá ríki og bæ hefur verið skert. Símatími frá 9 -11 og alltaf á tali. Íslenskt heilbrigðiskerfi er nú vart svipur hjá sjón, einkavæðing hluta hennar mismunar, yfirkeyrt starfsfólk fær ekki áheyrn, biðlistar lengjast. Fólk þarf að reiða fram meira fé sjálft og úrræðum hefur fækkað. Aldraðir og öryrkjar hafa lítt verið virtir og endurtekið mætt sem afgangsstærð eða hreinlega hunsaðir. Húsnæðismarkaðurinn er ómanneskjulegur enda rekinn af því kalda, hugsjónalausa markmiði einu að græða á öðrum. Bankarnir lána svo aðeins þeim er markaðinum stýra, en ekki þeim sem vilja eignast heimili. Ungu fólki er nánast gert ókleift að eignast nokkuð nema þau eigi ríka að, ellegar verða þau hlunnfarin af bröskurum. Skólum hrakar. Kennurum og nemendum líður illa. Almenningur er vanræktur og svikinn um þá þjónustu sem skattar þeirra eiga með réttu að standa undir. Ef samfélagið sýnir borgurum sínum ekki væntumþykju með sjálfsagðri þjónustu þá er samfélagið að vanrækja skyldur sínar. Vanræksla veldur öryggisleysi og kvíða. Vanræksla veldur því líka að fólk verður sínkara á sjálft sig og framlag sitt til samfélagsins. „Afhverju á ég að gera eitthvað fyrir samfélagið, þegar samfélagið bregst mér?“ Af langvarandi vanrækslu verður fólk vonlaust, hrætt og reitt. En hvert á hin réttláta reiði að beinast? Því sökudólginn verður að finna um leið og þrótturinn til að verjast þverr. Ef stjórnvöld yppa öxlum og ansa ekki kalli almennings þá eykst niðurlæging enn frekar og reiðin magnast. Reiðin beinist þá gegn þeim sem næstir standa og líða einnig fyrir, harka færist í opinbera umræðu, minnihlutahópar og útlendingar verða skyndilegir andstæðingar. Hver vill trúa því að okkar þjóðkjörna fólk sé í raun gerendur í þessarri stigmagnandi óeiningu? Ójöfnuðarsamfélag sem ekki heldur utan um sitt fólk býr til kjöraðstæður fyrir svokallaða skautun eða sundrungu fólks í milli. Þetta er heimatilbúið vandamál. Stjórnvöld hafa vísvitandi valdið sundrungu hópa með því að hola að innan velferðarkerfið og sá illgresisfræjum í hjörtu Íslendinga. Þjóðin á betra skilið. Höfundur er leikkona og í forsetaframboði.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun