Það verður ekki bæði sleppt og haldið Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 22. apríl 2024 15:30 Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Lít yfir kaffistofuna. Fjórir bollar hafa dottið úr vinnu til lengri eða skemmri tíma vegna bugunar (hálft til tvö ár). Tveir eru á ,,góðri’’ leið með að skella á gólfið. Nokkrir að auki hafa verið frá vinnu vegna líkamlegra áverka og í kjölfarið sjúkrahúslegu, vegna nemenda. Nokkrir hafa náð að halda sjó með því að hætta með umsjón. Flest eru þetta kennarar. Næstum öll konur. Þau sem dottið hafa út af vinnumarkaði en eru mætt aftur, græða munn fyrir neðan nefið. Fara að setja kröfur og mörk. ,,Ertu ekkert hrædd um að stjórnendur álíti að þú ráðir ekki við starfið ef þú segist þurfa aukinn stuðning inn í bekkinn?’’ sagði ég við eina ljónynju. ,,Það ræður enginn við þetta starf. Þannig að, nei! Ég er ekkert hrædd við það.’’ En hvers vegna er ég í þessu starfi? Ástæðan er sú að milli þess sem ég er að bugast þá er einstaklega gefandi að vinna að því að byggja upp, styðja og styrkja börn. En dugar það til? Það er stóra spurningin sem margir kennarar velta fyrir sér. Það hjálpar ekki þegar upp koma mál sem minnka getu þeirra sem starfa í skólum til að takast á við aðstæður. Nægir þar að nefna nýlegan dóm um ,,röng viðbrögð’’ iðjuþjálfa, þegar hún hélt nemanda eftir að hann lamdi hana og sparkaði í hana. Slíkir dómar auka á það ráðaleysi sem oft ríkir í grunnskólum vegna agamála. Þess vegna þurfa kennarar fullan stuðning og viðveru annars fullorðins fagaðila inn í bekki. Það verður nefnilega ekki bæði sleppt og haldið. Höfundur er grunnskólakennari.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun