Bergrós aftur best í heimi og fjögur frá Íslandi í undanúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir stóð sig mjög vel og fær nú í fyrsta sinn að keppa á undanúrslitamóti fullorðinna. @bergrosbjornsdottir Fjórðungsúrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki og Ísland mun eiga fjóra keppendur á undanúrslitamótinu, einn karl og þrjá konur. Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira