Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 23:30 Ralf Rangnick er 65 ára gamall og er efstur á óskalista Bayern Munchen. Getty Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. „Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni. Þýski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
„Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni.
Þýski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira