Fjölbreytt verkefni hjá björgunarsveitum í dag Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2024 17:42 Björgunarsveitarfólk þurfti í margskona útköll í dag. Landsbjörg Björgunarsveitarfólk hafði í nógu að snúast í dag og þurfti að fara í margskonar útköll. Koma þurfti áhöfn smábáts til aðstoðar undan ströndum Snæfellsness og þar að auki þurfti að koma göngumanni til aðstoðar við gönguleiðina upp að Glym. Þá barst einnig tilkynning um slys á vélsleða við Háskerðing, norðan Mýrdalsjökuls. Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Áhöfn björgunarskipsins Björg í Rifi var kölluð út um klukkan 12:30 í dag. Þá hafði vél smábáts bilað undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Björg var siglt úr höfn um 12:45 og var björgunarskipið komið að bátnum um 45 mínútum síðar. Ekki amaði að áhöfn smábátsins og var báturinn tekinn í tog til Rifs. Þar var svo landað úr bátnum. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir einnig að í hádeginu hafi útkall borist til Björgunarfélags Akraness vegna manns sem hafði lent í sjálfheldu við gönguleiðina upp að Glym. Hann hafði reynt að vaða yfir Glymsá en vanmetið straumþunga hennar. Maðurinn féll í Glymsá en hann komst að sjálfsdáðum upp úr henni. Það var þó á hinum bakkanum og treysti hann sér ekki yfir ánna aftur. Björgunarsveitarfólk fór yfir Glymsá með þurrbúning fyrir manninn og var honum hjálpað yfir hana aftur. Þá barst á öðrum tímanum í dag tilkynning um vélsleðaslys við Háskerðing, norður af Mýrdalsjökli. Þar hafði einn úr hópi björgunarsveitarfólks velt sleða sínum. Sleðahópur frá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík var ekki langt frá og voru fljótir á slysstað. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig á flugi þar nálægt og var hún notuð til að flytja manninn á sjúkrahús á Selfossi. Upplýsingar um líðan hans liggja ekki fyrir. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá verkefnum dagsins. Bilun í stýri Bilun í stýri
Björgunarsveitir Snæfellsbær Rangárþing eystra Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira