Sara hrundi niður listann eftir leiðréttingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 08:00 Sara Sigmundsdóttir endaði ekki sem besta íslenska konan í fjórðungsúrslitunum eins og leit út fyrir í fyrstu heldur datt hún niður í þriðja sætið. Hún nær samt sem betur fer undanúrslitamótinu. @sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur sú íslenska kona sem náði bestum árangri í fjórðungsúrslitum undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sjá meira
Eftir að óstaðfest úrslit voru birt á heimasíðu CrossFit samtakanna var Sara efst íslensku stelpanna og í 23. sætinu í Evrópu en hún er þar ekki lengur. Miklar breytingar urðu á listanum eftir að farið var yfir myndbönd með æfingum keppanda en fjórðungsúrslitin fóru þannig fram að þátttakendur þurftu að skila inn myndböndum af æfingum sínum. Sara var ein af fjölmörgum sem missti dýrmæt stig eftir yfirferðina. Sara hrundi niður um fjögur sæti eftir leiðréttingar og varð því þriðja efsta íslenska konan. Sara endaði í 27. sæti meðal efstu kvenna í Evrópu en fjörutíu efstu komust í undanúrslitin. Þrátt fyrir þetta hrun þá kemur það sem betur fer ekki í veg fyrir að Sara keppi í undanúrslitamótinu. Sara var í 40. sæti á heimsvísu fyrir yfirferð CrossFit samtakanna en er nú í sæti númer 43 á heimsvísu. Þuríður Erla Helgadóttir var því eftir allt saman sú sem náði bestum árangri af íslensku stelpunum. Hin unga og efnilega Bergrós Björnsdóttir komst líka upp fyrir Söru. Þuríður Erla var í 25. sæti fyrir leiðréttingar er nú í 19. sætinu. Hún hoppar því upp um sex sæti. Á heimsvísu fór hún upp um níu sæti eða úr sæti 46 upp í sæti númer 37. Bergrós fer upp um sjö sæti í Evrópu eða úr 29. sæti í sæti númer 22. Á heimsvísu þá hoppar hún úr 51. sæti og langt inn á topp fimmtíu eða upp í sæti 41. Frábær árangur hjá þessari sautján ára stelpu. Ísland mun eftir sem áður eiga fjóra flotta fulltrúa í undanúrslitamóti Evrópu sem fer fram í Lyon í Frakklandi frá frá 17. til 19. maí næstkomandi. Björgvin Karl Guðmundsson endaði þriðji í Evrópu og það breyttist ekki eftir leiðréttingar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sjá meira