Davíð Tómasi bárust ljót skilaboð eftir leik: „Fokking mongolitið þitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2024 14:04 Þrátt fyrir að vera ýmsu vanur brá Davíð Tómasi Tómassyni við skilaboðin sem honum bárust í gær. vísir/bára Körfuboltadómaranum Davíð Tómasi Tómassyni bárust miður falleg skilaboð eftir oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þ. í átta liða úrslitum Subway deildar karla í gær. Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01
„Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06
„Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50