Davíð Tómasi bárust ljót skilaboð eftir leik: „Fokking mongolitið þitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2024 14:04 Þrátt fyrir að vera ýmsu vanur brá Davíð Tómasi Tómassyni við skilaboðin sem honum bárust í gær. vísir/bára Körfuboltadómaranum Davíð Tómasi Tómassyni bárust miður falleg skilaboð eftir oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þ. í átta liða úrslitum Subway deildar karla í gær. Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
Leikurinn var æsispennandi en Þorvaldur Orri Árnason tryggði Njarðvíkingum sigurinn með flautuþristi í lok framlengingar, 98-97. Þórsarar voru ekki sáttir og töldu að leikklukkan hafi verið sett of seint af stað þegar Þorvaldur Orri skoraði sigurkörfuna. Sumir gengu þó lengra í gagnrýni sinni en aðrir og urðu sér ekki til sóma. Það er nefnilega oft ekki tekið út með sældinni að vera dómari eins og Davíð fékk að kynnast eftir leikinn í Njarðvík í gær. Í færslu á Facebook segir hann að hans hafi beðið fimm skilaboð í leikslok. Hann deildi skjáskoti af einum þeirra og óhætt er að segja að þau séu ekki af vandaðri gerðinni. Skilaboðin má sjá hér fyrir neðan. Ein fimm skilaboða sem Davíð bárust eftir leikinn. Davíð segist vera ýmsu vanur eftir sautján ár í dómgæslu og skilaboð og símhringingar af þessu tagi sem honum hafi borist séu fjölmörg. Hann segist vera mjög gagnrýninn á eigin frammistöðu en kveðst vera sáttur við frammistöðu sína og meðdómara sinna í leiknum í Njarðvík í gær. Þeir hafi gengið sáttir frá borði. Davíð segir jafnframt að skilaboð sem þessi séu hluti ástæðunnar fyrir því að erfiðlega gengur að fá inn nýja dómara til að takast á við kynslóðaskiptin í íslenskri körfuboltadómgæslu. Færslu Davíðs má lesa hér fyrir neðan.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01 „Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06 „Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
„Krakkarnir í stúkunni eru byrjaðir að taka upp á þessu líka“ Njarðvíkingar spila í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta í ár og það er vegna hetjudáða Vesturbæingsins Þorvaldar Orra Árnasonar í Ljónagryfjunni í gær. 26. apríl 2024 13:01
„Tel mjög vafasamt að klukkan hafi verið sett af stað á réttum tíma“ Lárus Jónsson var vitanlega sár og svekktur eftir sárgrætilegt tap Þórs Þorlákshafnar á móti Njarðvík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Úrslitin réðust á síðasta andartaki framlengingarinnar þar sem Lárus og lærisveinar hans fengu rýting í hjartað. 25. apríl 2024 23:06
„Vakna í hádeginu á morgun og fer að hugsa um Valsarana“ Benedikt Guðmundsson var í sjöunda himni með dramatískan sigur Njarðvíkur gegn Þór Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld. 25. apríl 2024 22:50