Listir og velferð Kristín Valsdóttir skrifar 27. apríl 2024 11:01 Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Menning Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Við í listkennsludeild Listaháskóla Íslands trúum því að listin sé kjarni mennskunnar. Það að tjá sig á ólíkan máta og að verða „snortin“ af upplifun sé leið til að ná sambandi við sjálfa sig og aðra. Þannig auki listin lífsgæði. Í listkennsludeild hefur verið lögð áhersla á að nemendur þroski með sér sjálfsskilning með því að tengjast eigin hugmyndum og tilfinningum og læri að treysta eigin skynjun og upplifun á umhverfinu. Að tengjast í gegnum listform Þegar ég tengdist manninum mínum fyrir margt löngu kynntist ég líka tengdamóður minni, sem nú er látin. Hún hafði misst heilsuna fyrir fimmtugt vegna víruss í heila sem olli því að minni hennar var einungis 10 sekúndur. Hún lærði aldrei að þekkja mig eða barnabörnin en það sem hún mundi var söngur og kvæði. Í hvert sinn sem við hittumst þá spurði hún fallega hver ég væri og þegar ég sagðist vera hún Stína þá kom ævinlega sama svar: „Það minnir mig á lagið“ og svo söng hún „Stína var lítil stúlka í sveit“ fyrir mig. Þannig tengdi hún við umhverfið og þannig tengdumst við í gegnum hennar söng. Þessi saga er einstök en þó ekki. Það eru til margar rannsóknir og reynslusögur þar sem einstaklingar sem virðast hafa misst minnið, hæfileikann til að tjá sig með orðum eða jafnvel persónuleika sinn, hafa samt sem áður hæfnina til að tengja í gegnum söng, myndir eða leik. Samstarfskona mín hefur í mörg ár unnið með einstaklingum með Alzheimer og hefur hún í gegnum myndlist, sögur, leiklist náð að kveikja minningar og upplifun einstaklinga sem eru djúpt grafin í minningarbankann. Þessi vinna snýst ekki um að lækna heldur um betri líðan – um betra líf. Námslínan Listir og velferð Sjálfsögð áhersla í samfélaginu um aukið aðgengi allra að listsköpun og listviðburðum kallar á markvissa uppbyggingu og á fjölda fólks með þekkingu á sviði lista og velferðar. Í starfi mínu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands hef ég hitt ótalmarga listamenn sem vinna út í samfélaginu með allskyns hópum sem eru í erfiðri stöðu. Afrakstur þeirrar vinnu og sú reynsla sem ég hef sjálf af listmiðaðri vinnu með ólíkum hópum er í raun grunnurinn að því námi sem er að hefjast í listkennsludeild í haust og ber heitið Listir og velferð. Námslínan var þróuð í samstarfi við fimm erlenda háskóla og var verkefnið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Námið, sem er 120 eininga nám á meistarastigi, miðar að því að leiða saman breiðan hóp listamanna og annars fagfólks sem hafa áhuga á að þróa leiðir til að nýta listir í þágu félags- og heilsueflingar. Markmiðið með náminu er að fjölga snertiflötum listanna við samfélagið og auka aðgengi og þátttöka ólíkra hópa í listtengdum verkefnum og viðburðum. Manneskjan er í grunninn tengslavera. Við notum öll skynfæri okkar til að tengjast umhverfi okkar og upplifa heiminn bæði félagslega og inn á við. Það er hins vegar margt í hraða nútímasamfélags sem vinnur gegn þessari grunnþörf okkar til tengslamyndunar. Við þurfum að skapa rými og tíma þar sem hægt er að kynnast nýjum hlutum, nýju fólki – búa til rými fyrir eitthvað ófyrirséð. Búa til aðstæður sem krefjast virkni en geta veitt ófyrirséðar upplifanir þar sem við finnum samhljóm með umhverfinu og hið innra. Þessar aðstæður geta listamenn, í samvinnu við aðra fagaðila, skapað með ólíku fólki á öllum aldri við allskyns kringumstæður. Í gegnum listiðkun af öllu tagi verður oft eitthvað óvænt til og það er einmitt hið óvænta gefur lífinu lit. Öll höfum við þörf fyrir upplifun og samskipti sem kalla fram tilfinningar, minningar, gæsahúð eða hvað sem gerist við slíkar aðstæður. Að fá að upplifa slíka skynjun er forsenda vellíðunar og velferðar okkar allra. Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar Listaháskóla Íslands
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar