Liðsfélagarnir í sumarfríi en hann að vinna tólf tíma á dag á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 09:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur verið frábær með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Hér treður hann boltanum í körfuna á móti Ítölum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýju heimildarmyndina um körfuboltastjörnuna Tryggva Snæ Hlinason og sumarið hans í Svartárkoti. Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a> Spænski körfuboltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a>
Spænski körfuboltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum