Afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð! Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 29. apríl 2024 14:00 Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Borgarbyggð Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við öll er látum okkur málefni dýravelferðar varða, höfum endurtekið séð ábendingar um alvarleg vanhöld skepna á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði. Í heilt ár hafa ítrekað verið teknar myndir af sauðfé í neyð og alvarleg vanhöld á aðbúnaði sauðfjár verið tilkynnt til einu stofnunarinnar sem hefur með velferð dýra að gera, Matvælastofnunar. Og það í samræmi við tilkynningarskyldu 8. gr. laga um velferð dýra nr. 55/2013. Því miður er okkur almenningi ekki sýnilegt viðbragð MAST við þeim ábendingum er varða aðbúnað, meðferð og velferð þessara skepna. Féð á Höfða býr enn í dag við sýnilega mikil vanhöld, og aðbúnaður þess er í engu samræmi við kröfur um aðbúnað sauðfjár sbr. reglugerð nr. 1066/2014 um velferð sauðfjár og geitfjár. Það er mjög alvarlegt mál að MAST bjargi ekki þessum skepnum og í raun er það vanræksla á lögbundnu hlutverki stofnunarinnar sbr. 1. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra þar sem segir "markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skynigæddar verur." og skv. 4. gr. þar sem tilgreint er að eftirlit og framfylgni laga um velferð dýra sé hjá stofnuninni. Matvælastofnun hefur allsherjar vald gagnvart velferð og heilsu dýra, og þau eiga allt sitt undir því að stofnunin sinni lögbundnu hlutverki sínu. Ég sem almennur borgari þessa lands lít það alvarlegum augum þegar eina bjargræði dýra, MAST, brýtur svo alvarlega á rétti þeirra til þess að lifa lífi án þjáningar, hungurs og þorsta. Dýr geta lítið tjáð sig, þau eiga allt sitt undir okkur mannfólkinu og það er ekki mannréttindi að eiga og/eða meðhöndla dýr heldur forréttindi. Búskapur er val einstaklings á atvinnuvettvangi og því ber að sjálfsögðu að gera ríka kröfu til þess að búfé umsjónaraðila búi við öryggi og velferð. Samkvæmt 6. gr. laga um velferð dýra er ill meðferð dýra óheimil, í 10. gr. segir að umráðamaður dýrs skal búa yfir nægjanlegri getu til að annast dýrið og í 14. gr. segir að umráðamönnum dýra ber að tryggja dýrunum góða umönnun. Ekki verður annað séð en að það búfjárhald sem á sér stað á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarfirði sé ekki í samræmi við lög um velferð dýra. Það er því með nokkrum ólíkindum að verða vitni af því fálæti sem slíkur búskapur fær og það á kostnað þeirra dýra sem við slíkt búa. Er ekki komin tími til þess að Matvælaráðuneytið sjái til þess að tekið sé á þeim alvarlega vanda sem MAST á við að stríða þegar um alvarlega vanhöld dýra er við að etja. Því augljóst er á fyrrgreindu að Matvælastofnun er í miklum vandræðum þegar kemur að því að bjarga dýrum í neyð. Dýr eiga ekki að þjást á meðan mál eru í „ferli“, dýr eiga ávallt að njóta vafans. Það er afmennska að bjarga ekki dýrum í neyð. Höfundur er M.Sc. landfræði.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar