Biskupsval Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús Bjarni Albertsson skrifa 29. apríl 2024 14:31 Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar. án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Vigfús Bjarni Albertsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Kynningafundir þeirra, sem gáfu kost á sér til biskupskjörs að loknu forvali, voru upplýsandi og málefnalegir. Öllum mátti þá vera ljóst að þar fóru þrír hæfileikaríkir og framsæknir einstaklingar, sem sómi er að, og það lofar góðu fyrir Þjóðkirkju Íslands. Þau sem þar áttu hlut að máli kveiktu áhuga meðal fólksins í landinu á kirkju, sem er reiðubúin til að mæta nýjum tímum og sinna fjölbreyttu samfélagi af kærleika og skilningi og fordómaleysi. Það er enginn vafi í okkar huga, sem ritum þessar línur, að nú er rík ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð kirkjunnar og samfylgd hennar með þjóðinni. Í ljósi fyrrnefndra kynningafunda, af fyrri kynnum og vitnisburði þeirra sem vel þekkja til og að vel ígrunduðu máli, höfum við tveir vinir og samstarfsmenn til margra ára gert upp hug okkar. án valkvíða. Guðrún Karls Helgudóttir hefur margt til brunns að bera til að geta orðið góður biskup. Hún hefur staðið sig afskaplega vel í starfi sínu sem prestur, sem skiptir miklu máli, býr yfir mikilli reynslu í þjónustu við fólk og er góður og víðsýnn stjórnandi í stórum og lifandi söfnuði. Sé horft til framtíðar þá er sýn hennar á hlutverki kirkjunnar skýr. Guðrún vill treysta og auka tengslin við fólkið í landinu með boðun fagnaðarerindisins að leiðarljósi. Höfða til trúarinnar fordómalaus gagnvart ólíkum viðhorfum, umburðarlynd eins og þau eru gjarnan, sem vita sjálf hvar þau standa, byggja á slitgóðum arfi kynslóðanna og dýrmætri samfylgd kirkju og þjóðar um aldir. Þetta hyggst hún gera með framsæknum hætti, ekki í vörn og með aðgreiningu heldur af gleði, með opnum huga og með hag þeirra sem standa hallloka í lífinu í fyrirrúmi. Við leitum oft langt yfir skammt. Í erindi kirkjunnar er falinn fjársjóður, sem okkur er ætlað að miðla í anda Frelsarans. Þar fara saman boðun og þjónusta, sálgæsla og samfyld með fólki í gleði og sorg, tilætlunarlaus áheyrn og trúnaður. Við treystum Guðrúnu Karls Helgudóttur manna best til að standa vörð um þau verðmæti og miðla þeim áfram, sem fremst meðal jafningja í samfylgd kirkju og þjóðar. Megi okkur öllum farnast sem best í því góða og gefandi hlutverki. Höfundar eru prestar.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun