Guðrún - Réttlátur og víðsýnn biskup sem fylgir samtímanum Rannveig Iðunn Ásgeirsdóttir skrifar 29. apríl 2024 17:01 Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Geislandi, vitur, hvetjandi og trú eru nokkur orð sem lýsa sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur. Við í Vox Populi, yngri kirkjukór Grafarvogskirkju, höfum fylgt Guðrúnu síðan 2008, Guðrún hóf störf um vorið og kórinn var stofnaður um haustið. Öll þessi ár hefur Guðrún staðið þétt við bakið á okkur. Hún hefur glaðst með okkur, sungið með okkur, gefið okkur ráð, stappað í okkur stálinu og gefið okkur fjölbreytt tækifæri til söngs. Hún hefur verið vinsæll prestur meðal meðlima Vox Populi til að sinna hinum ýmsum athöfnum, enda köllum við hana hirðprestinn okkar. Í gegnum árin, hafa margir meðlimir, og fjölskyldur þeirra, beðið hana um að gifta, skíra og jarða ástvini sína. Hún hefur því verið með okkur í gleði og sorg og allt þar á milli. Guðrún er með einstaklega hlýja nærveru sem þú finnur fyrir um leið og hún mætir á svæðið. Hún hlustar af athygli, er einlæg og auðmjúk sem gerir það að verkum að þú treystir henni fyrir hugmyndum þínum, skoðunum, gleðifréttum og áhyggjuefnum. Hún sýnir skilning og gefur ráð, ef þess er beðið, án þess að dæma. Í hennar návist finnur þú að þú ert hluti af hópnum og skiptir máli. Hún hefur gott lag á að mæta okkur unga fólkinu þar sem við erum stödd og opna dyr kirkjunnar þannig að okkur finnist við eiga heima þar óháð kyni, kynhneigð, þjóðfélagsstöðu, eða þjóðerni. Í augum Guðrúnar eru allir einstaklingar jafnir. Hún er kraftmikil og hugmyndarík, en það sem er ekki síður mikilvægt er að hún fylgir hugmyndum sínum alla leið. Hún gerir það þó ekki ein, því eins og sannur leiðtogi útdeilir hún verkefnum og nýtir styrkleika annarra. Hún hefur einstakt lag á því að fá fólk saman í hugmyndavinnu en þannig þróast hugmyndir hennar með fjölbreyttum hópi, innan sem utan Grafarvogskirkju og komast í framkvæmd. Guðrún er gleðigjafi og samkvæm sjálfri sér, hún er jákvæð og gefur mikið af sér. Hún er opin fyrir nýjum hugmyndum og leitar ráða hjá aðilum með ólíkar skoðanir til að geta tekið sem besta ákvörðun. Hún hefur góða samskiptafærni og les vel í aðstæður, sem er gríðarlega góður kostur. Síðast en ekki síst þá elskar hún að vera prestur og sinnir starfi sínu af alúð og miklum áhuga. Prédikanirnar hennar eru á mannamáli, hún tengir efni dagsins við aðstæður sem auðvelt er að máta sig við og útskýrir hvað biblíusögurnar gætu þýtt. Við höfum verið ótrúlega lánsöm að starfa með Guðrúnu í öll þessi ár og styðjum hana hiklaust alla leið til biskups. Við trúum því af öllu hjarta að hún sé rétta manneskjan í embættið og geti gert svo margt fyrir þjóðkirkjuna. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi félagar Vox Populi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar