Þættirnir rími við margt í raunveruleikanum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. apríl 2024 18:25 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og leikkonan Jessica Gunning sem fer á kostum í hlutverki Mörtu elltihrellis í Netflix-þáttaröðinni Baby Reindeer. Vísir Afbrotafræðingur segir margt í þáttunum Baby Reindeer ríma við það sem hún hefur lesið í afbrotafræðunum. Hún segir umsáturseinelti nokkuð algengt á Íslandi, að um tíu prósent íslenskra kvenna verði fyrir því á lífsleiðinni og og fimm prósent íslenskra karla. Glæpaþættirnir Baby Reindeer, sem sýndir eru á Netflix, hafa vakið athygli landsmanna og eru samkvæmt topplistum Netflix með þeim vinsælustu hér á landi í dag. Þættirnir fjalla um eltihrellinn Mörtu og uppistandarann Donny og eru byggðir á sannri sögu. Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ er einn af þeim fjölmörgu sem horft hafa á þættina. Hún var gestur í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi tengsl viðfangsefni þáttanna við afbrotafræðina, og hvort slík mál ættu sér einhverja stoð í raunveruleikanum. „Margt sem kemur fram í þáttunum rímar við það sem ég hef verið að lesa í afbrotafræðunum. Bæði hvað varðar gerendur og þolendur svona eltihrellishegðunar, eða umsáturseineltis,“ segir Margrét. Þolendur ekki alltaf meðvitaðir Aðspurð hversu algeng eltihrellishegðun sé hér á landi segir hún að samkvæmt gögnum sem fram hafa komið á síðustu árum hafi ein af hverjum tíu íslenskra kvenna orðið fyrir slíkri hegðun og um fimm prósent karla. Það þyki stór hópur. „Það er líka spurning um hvort fólk sé meðvitað um þetta. Af því að ef fólk er meðvitað um þetta þá mælist þetta hærra,“ segir Margrét. Þá sé líklegra að hegðun af þessu tagi sé rannsökuð og fólk átti sig á að það sé að verða fyrir eltihrelli. „Af því að þetta er tegund af ofbeldi sem er óskýr. Það er erfitt að setja fingurinn á það: ég er að verða fyrir eltihrelli.“ Hver er skilgreiningin á því? „Það er, ef manneskja eltir ofsækir og fylgist með, stöðugt yfir einhvern ákveðinn tíma, þá er talað um að það sé [...] umsáturseinelti,“ segir Margrét. Lagabreyting 2020 breytti landslaginu Hún rifjar upp þegar hún var fyrst kölluð í viðtal til þess að ræða umsátursmál fyrir nokkrum árum þegar nokkur alvarleg mál af því tagi höfðu komið upp. „Það sem ég var að heyra þá var að þolendur voru að tala um að þetta vær ekki tekið alvarlega. Og að fólk var hissa á þessu. Þetta var eitthvað sem það hafði bara heyrt um í bandarískum bíómyndum,“ segir Margrét. Í kjölfarið hafi skapast mikil umræða um umsátursmál sem endaði með því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra kom í gegn lagabreytingu sem fól það í sér að umsáturseinelti varð að hegningarlagabroti. Margrét segir langalgengast að gerandi í umsáturseineltismálum sé fyrrverandi maki eða einhver sem þolandi hefur átt í ástarsambandi með. „Svo erum við líka að sjá mál eins og við sjáum í þessum þætti, Baby Reindeer. Þar sem að gerendur eiga við einhvers konar geðraskanir og búa til samband sem hefur aldrei átt sér stað. Það eru líka mörg þannig dæmi,“ segir Margrét og vísar til sjónvarpsþáttanna Ofsóknir, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Hægt er að nálgast þættina á Stöð 2 plús. Hver er leiðin út úr svona ástandi? „Númer eitt tvö og þrjú að þolandi segi hreinlega frá hvað er að gerast, þannig að fólk í umhverfi þolandans sé meðvitað um þetta. Og svo ef þetta er að verða það alvarlegt þá hringja í 112, láta vita.“ Óskýrt hvar mörkin liggja Margrét segir að vegna nýju laganna um umsáturseinelti getur lögregla gripið inn í þrátt fyrir að gerandi hafi einungis sent tölvupósta, skilaboð og hringt. „Þú þarft ekki einu sinni að hafa komið við manneskjuna til þess að það sé hægt að ákæra þig fyrir umsáturseinelti og eltihrell,“ segir Margrét. Þó flæki það málin að það er ekki alveg skýrt hver mörkin eru, hversu mörg skilaboð þarf að senda til þess að það teljist sem umsáturseinelti. „Þetta gerir þessa tegund ofbeldis svolítið flókna, ekki bara lagalega séð heldur fyrir þolendur,“ segir Margrét. Þú segir einmitt að það er nauðsynlegt að ræða þetta vegna þess að þetta er ekkert svakalega óalgengt? „Nei einmitt, það virðist ekki vera mjög óalgengt. Við vitum það að þessir þættir (Baby Reindeer) eru ekki skáldskapur. Þetta er hans raunverulega saga. Mér finnst þeir svo frábærir því þeir sýna svo vel hvað þetta getur verið flókið fyrir þolandann,“ segir Margrét og bendir á að í þáttunum er þolandi karl og gerandi kona. „Við sjáum í þessum þáttum svo skýrt hvað honum finnst þetta erfitt, að meta hvenær þetta var orðið óeðlilegt, hver hans ábyrgð hans var og að reyna að leita til lögreglunnar.“ Stafrænt ofbeldi Bíó og sjónvarp Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Glæpaþættirnir Baby Reindeer, sem sýndir eru á Netflix, hafa vakið athygli landsmanna og eru samkvæmt topplistum Netflix með þeim vinsælustu hér á landi í dag. Þættirnir fjalla um eltihrellinn Mörtu og uppistandarann Donny og eru byggðir á sannri sögu. Margrét Valdimarsdóttir dósent í félags- og afbrotafræði við HÍ er einn af þeim fjölmörgu sem horft hafa á þættina. Hún var gestur í Reykjavík Síðdegis í dag og ræddi tengsl viðfangsefni þáttanna við afbrotafræðina, og hvort slík mál ættu sér einhverja stoð í raunveruleikanum. „Margt sem kemur fram í þáttunum rímar við það sem ég hef verið að lesa í afbrotafræðunum. Bæði hvað varðar gerendur og þolendur svona eltihrellishegðunar, eða umsáturseineltis,“ segir Margrét. Þolendur ekki alltaf meðvitaðir Aðspurð hversu algeng eltihrellishegðun sé hér á landi segir hún að samkvæmt gögnum sem fram hafa komið á síðustu árum hafi ein af hverjum tíu íslenskra kvenna orðið fyrir slíkri hegðun og um fimm prósent karla. Það þyki stór hópur. „Það er líka spurning um hvort fólk sé meðvitað um þetta. Af því að ef fólk er meðvitað um þetta þá mælist þetta hærra,“ segir Margrét. Þá sé líklegra að hegðun af þessu tagi sé rannsökuð og fólk átti sig á að það sé að verða fyrir eltihrelli. „Af því að þetta er tegund af ofbeldi sem er óskýr. Það er erfitt að setja fingurinn á það: ég er að verða fyrir eltihrelli.“ Hver er skilgreiningin á því? „Það er, ef manneskja eltir ofsækir og fylgist með, stöðugt yfir einhvern ákveðinn tíma, þá er talað um að það sé [...] umsáturseinelti,“ segir Margrét. Lagabreyting 2020 breytti landslaginu Hún rifjar upp þegar hún var fyrst kölluð í viðtal til þess að ræða umsátursmál fyrir nokkrum árum þegar nokkur alvarleg mál af því tagi höfðu komið upp. „Það sem ég var að heyra þá var að þolendur voru að tala um að þetta vær ekki tekið alvarlega. Og að fólk var hissa á þessu. Þetta var eitthvað sem það hafði bara heyrt um í bandarískum bíómyndum,“ segir Margrét. Í kjölfarið hafi skapast mikil umræða um umsátursmál sem endaði með því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra kom í gegn lagabreytingu sem fól það í sér að umsáturseinelti varð að hegningarlagabroti. Margrét segir langalgengast að gerandi í umsáturseineltismálum sé fyrrverandi maki eða einhver sem þolandi hefur átt í ástarsambandi með. „Svo erum við líka að sjá mál eins og við sjáum í þessum þætti, Baby Reindeer. Þar sem að gerendur eiga við einhvers konar geðraskanir og búa til samband sem hefur aldrei átt sér stað. Það eru líka mörg þannig dæmi,“ segir Margrét og vísar til sjónvarpsþáttanna Ofsóknir, sem sýndir voru á Stöð 2 fyrir tveimur árum. Hægt er að nálgast þættina á Stöð 2 plús. Hver er leiðin út úr svona ástandi? „Númer eitt tvö og þrjú að þolandi segi hreinlega frá hvað er að gerast, þannig að fólk í umhverfi þolandans sé meðvitað um þetta. Og svo ef þetta er að verða það alvarlegt þá hringja í 112, láta vita.“ Óskýrt hvar mörkin liggja Margrét segir að vegna nýju laganna um umsáturseinelti getur lögregla gripið inn í þrátt fyrir að gerandi hafi einungis sent tölvupósta, skilaboð og hringt. „Þú þarft ekki einu sinni að hafa komið við manneskjuna til þess að það sé hægt að ákæra þig fyrir umsáturseinelti og eltihrell,“ segir Margrét. Þó flæki það málin að það er ekki alveg skýrt hver mörkin eru, hversu mörg skilaboð þarf að senda til þess að það teljist sem umsáturseinelti. „Þetta gerir þessa tegund ofbeldis svolítið flókna, ekki bara lagalega séð heldur fyrir þolendur,“ segir Margrét. Þú segir einmitt að það er nauðsynlegt að ræða þetta vegna þess að þetta er ekkert svakalega óalgengt? „Nei einmitt, það virðist ekki vera mjög óalgengt. Við vitum það að þessir þættir (Baby Reindeer) eru ekki skáldskapur. Þetta er hans raunverulega saga. Mér finnst þeir svo frábærir því þeir sýna svo vel hvað þetta getur verið flókið fyrir þolandann,“ segir Margrét og bendir á að í þáttunum er þolandi karl og gerandi kona. „Við sjáum í þessum þáttum svo skýrt hvað honum finnst þetta erfitt, að meta hvenær þetta var orðið óeðlilegt, hver hans ábyrgð hans var og að reyna að leita til lögreglunnar.“
Stafrænt ofbeldi Bíó og sjónvarp Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira