Ofbeldi pabbans skyggir á stóru stundina og hann þjálfar keppinaut Jakobs Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 13:31 Bræðurnir Henrik, Jakob og Filip hafa afrekað að keppa allir saman á stórmótum á borð við HM 2019 í Katar. Getty/Sam Barnes Ingebrigtsen-bræðurnir hafa beðið fjölmiðla um frið og vilja ekki tjá sig að svo stöddu, eftir að pabbi þeirra, Gjert Ingebrigtsen, var ákærður fyrir heimilisofbeldi gegn yngra systkini þeirra. Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan. Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sjá meira
Bræðurnir Jakob, Filip og Henrik eru þekktir hlaupakappar og sá yngsti þeirra, Jakob, er sannkölluð frjálsíþróttastjarna og ríkjandi Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi. Jakob, sem er 23 ára, þarf nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í París í sumar, og reyna að verja titil sinn 6. ágúst í flóðljósunum á Stade de France. Á sama tíma bíður hann þess að vita hvernig dæmt verður í málinu gegn pabba hans, sem sakaður er um ofbeldi gegn eigin börnum. Rannsókn lögreglu hófst eftir ásakanir bræðranna í blaðagrein í október þar sem þeir sögðu Gjert, sem lengi þjálfaði bræðurna, hafa beitt þá líkamlegu og andlegu ofbeldi. Ákæran er þó vegna meint ofbeldis gagnvart yngra systkini þeirra, yfir nokkurra ára skeið, og er Gjert meðal annars sagður hafa notað blautt handklæði til að slá barnið, í janúar 2022. Pabbinn fær ekki að fylgja Nordås á ÓL Einn af helstu keppinautum Jakobs er annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, og Nordås er enn með Gjert sem þjálfara. Nordås kom á hótel í Huelva á Spáni í gær, til að hlaupa þar 5.000 metra hlaup í dag, og fréttamenn NRK og VG reyndu að fá viðbrögð hans við ákærunni á Gjert. „Ekki núna, því miður,“ sagði Nordås sem hefur áður sagt að hann muni ekki hætta með Gjert sem þjálfara því hann vilji fyrst vita allar staðreyndir málsins. Þó er ljóst að Gjert verður ekki á Ólympíuleikunum því norska ólympíusambandið hefur tekið skýrt fram að þangað fari Gert ekki fyrir hönd Noregs, vegna ákæru um heimilisofbeldi. Bræðurnir biðja um frið Ingebrigtsen-bræðurnir vilja ekki frekar en Nordås tjá sig um málið að svo stöddu. „Þetta er einkamál fjölskyldu. Þeir vilja ekki tjá sig um málið,“ segir Espen Skoland, umboðsmaður bræðranna, í skriflegu svari til NRK. „Bræðurnir hafa beðið um frið og vilja einbeita sér alfarið að íþróttunum. Þeir eru þakklátir fyrir að fjölmiðlar virði ósk þeirra,“ skrifaði Skolan.
Frjálsar íþróttir Noregur Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sjá meira