Biskupskjör: Stuðningsyfirlýsing Hákon Leifsson og Sigrid Rolof skrifa 30. apríl 2024 12:01 Kór Grafarvogskirkju lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups, nú þegar Íslensk Þjóðkirkja gengur saman til kosninga og velur sér biskup. Guðrún er sannarlega atorkusamur og frumkvæðis mikill leiðtogi í sinni kirkju, snörp að taka ákvarðanir, skynsöm á örlaga stundu og góður hlustandi. Hún hefur undanfarin ár sem sóknarprestur haldið styrkum höndum utan um fjölbreytt safnaðarlíf í Grafarvogskirkju og leitt söfnuðinn fallega áfram í öllu helgihaldi og daglegu safnaðarstarfi. Hún er reynd og flink við að takast á við erfiðar aðstæður, hvort heldur sem um er að ræða skin eða skúrir, sorg eða gleði. Það er gott að leita til hennar í þrengingum og í raun, en einnig auðvelt og gaman að gleðjast með henni á fagnaðarstundu innan kirkjunnar. Það er okkar trú að hún verði atorku mikill, framsækinn og farsæll biskup, hún verði óhrædd við að sækja fram á nýjar lendur kristilegs starfs á grösugum akri Þjóðkirkjunnar. Það er einnig trú okkar að sr. Guðrún geti leitt Íslenska Þjóðkirkju styrkum höndum út úr þrengingum undanfarinna ára, sótt fram með nýrri, jákvæðri, vægðar- og óttalausri nálgun til nýs lífs og farsælla breytinga. Við teljum að Guðrún eigi auðvelt með að taka ákvarðanir með hliðsjón af breyttu fjölmenningar samfélagi á Íslandi og einnig eigi hún auðvelt með að taka mið af flóknum samfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað í menningu landsins með margbreytilegum hætti. Það er að lokum trú okkar að sr.Guðrúnu muni auðnast að uppfæra Íslenska þjóðkirkju í takt við hjartslátt samtima síns, og að hún geti fært kirkjuna nær fólkinu í landinu og tekið mið af síbreytilegri, flókinni og oft viðsjárverðri heimsmynd nútímavæðingar dagsins í dag. Við mælum eindregið með Guðrúnu Karls Helgudóttur til að vera biskup Íslensku Þjóðkirkjunnar“ Fyrir hönd Kórs Grafarvogskirkju, Hákon Leifsson kórstjóri og Sigrid Rolof, formaður kórs Grafarvogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Kór Grafarvogskirkju lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups, nú þegar Íslensk Þjóðkirkja gengur saman til kosninga og velur sér biskup. Guðrún er sannarlega atorkusamur og frumkvæðis mikill leiðtogi í sinni kirkju, snörp að taka ákvarðanir, skynsöm á örlaga stundu og góður hlustandi. Hún hefur undanfarin ár sem sóknarprestur haldið styrkum höndum utan um fjölbreytt safnaðarlíf í Grafarvogskirkju og leitt söfnuðinn fallega áfram í öllu helgihaldi og daglegu safnaðarstarfi. Hún er reynd og flink við að takast á við erfiðar aðstæður, hvort heldur sem um er að ræða skin eða skúrir, sorg eða gleði. Það er gott að leita til hennar í þrengingum og í raun, en einnig auðvelt og gaman að gleðjast með henni á fagnaðarstundu innan kirkjunnar. Það er okkar trú að hún verði atorku mikill, framsækinn og farsæll biskup, hún verði óhrædd við að sækja fram á nýjar lendur kristilegs starfs á grösugum akri Þjóðkirkjunnar. Það er einnig trú okkar að sr. Guðrún geti leitt Íslenska Þjóðkirkju styrkum höndum út úr þrengingum undanfarinna ára, sótt fram með nýrri, jákvæðri, vægðar- og óttalausri nálgun til nýs lífs og farsælla breytinga. Við teljum að Guðrún eigi auðvelt með að taka ákvarðanir með hliðsjón af breyttu fjölmenningar samfélagi á Íslandi og einnig eigi hún auðvelt með að taka mið af flóknum samfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað í menningu landsins með margbreytilegum hætti. Það er að lokum trú okkar að sr.Guðrúnu muni auðnast að uppfæra Íslenska þjóðkirkju í takt við hjartslátt samtima síns, og að hún geti fært kirkjuna nær fólkinu í landinu og tekið mið af síbreytilegri, flókinni og oft viðsjárverðri heimsmynd nútímavæðingar dagsins í dag. Við mælum eindregið með Guðrúnu Karls Helgudóttur til að vera biskup Íslensku Þjóðkirkjunnar“ Fyrir hönd Kórs Grafarvogskirkju, Hákon Leifsson kórstjóri og Sigrid Rolof, formaður kórs Grafarvogskirkju.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar