Ólafur og Katrín á RÚV Þorvaldur Logason skrifar 30. apríl 2024 14:00 Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaskýrandi Íslands, prófessor Ólafur Þ. Harðarson hefur sagt (á RÚV) um fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda Katrínu Jakobsdóttur að hún hafi gert það að listgrein að svara ekki spurningum. En hvaða spurningum á Katrín að svara (á RÚV) þegar Ólafur hefur gert það að listgrein alla tíð að spyrja ekki spurninga? Ólafur og Katrín eru í raun kósí par, hafi þjóðin ekki vitað það. En þau eiga í erfiðleikum með að tala saman svo vit sé í fyrir okkur hin sem hlustum (á RÚV). Því þau trúa ekki á rökræðu um óþægileg átakamál sem gætu valdið afdrifaríkum erjum, hrópum og köllum, ljótu orðfæri, sjokkerandi æsingi, jafnvel meltingartruflunum. Ólafur og Katrín eru draumaparið í íslenskum lopapeysu-stjórnmálum, sá sem ekki spyr og sú sem ekki svarar. Best væri að þau kæmu fram í sömu peysunni. Fólk eins og Óli og Kata, valdhafinn og túlkur hans, eru reyndar í ástarsambandi í fjölmiðlum út um allan heim. Þau eiga það sameiginlegt að hafa aldrei bjargað neinu samfélagi frá hættu. Þegar skellur á stríð segja þau úps! Þegar hungursneið verður segja þau æ! Og þegar þjóðfélag hrynur segja þau, ja hérna hér! Því þegar þau koma fram er aldrei neitt gagnrýnisvert að gerast. Hvöss gagnrýni er ógn við völdin og þeim er aldrei ruggað nema ef forsætisráðherrann er svo óheppinn að lenda í jarðskjálfta í beinni útsendingu. Óli og Kata eru yfir sig ástfanginn af leikjafræði (á RÚV). Nú býður Kata, í hlutverki forsætisráðherra Íslands, sig til dæmis fram í hlutverk forseta Íslands. Ótal óskaplega erfiðar spurningar vakna eins og hagsmunaárekstrar, valdsmisnotkun, vanhæfi, valdabrask og alls konar svoleiðis höfuðverkjandi og ljótt en Óli og Kata láta ekki narra sig frá leiknum.Í sjónvarpi (á RÚV) skýrir Óli málið fyrir okkur hinum með vönduðum áherslum: Nú, ef Katrín fer fram þá snýr Bjarni sennilega aftur og Sigurður Ingi fer til hægri og Þórdís líklega upp en Svandís líklega niður. Ríkisstjórnin gæti fallið, þó er það ólíklegt, líklega verður gos en það varir ekki lengi því þrátt fyrir allt þá er gos stjórnarandstöðunnar og forseta-mótframbjóðenda óttalegur ræfill og upphlaup þeirra mörg hver hreinlega dónaleg. Ólafur og Katrín gæta þess ætíð, í þágu almenns velsæmis, að ráða þeim reglum sem aðrir sem stíga inn á pólitískt leiksvið eiga að fylgja: Allir forsetaframbjóðendur eiga að vera vinir. Enginn forsetaframbjóðandi má gagnrýna annan forsetaframbjóðanda og alls ekki má tala um flokkspólitík, það er ljótur leikur. En nú lenda margir í vanda við að fylgja leikjafræðireglum Óla og Kötu. Kata dásamar auðvitað eigin ríkisstjórn við hvert tækifæri og snýr út úr þegar hún er spurð erfiðra spurninga um hagsmunaárekstra og vanhæfi en samkvæmt reglum sem Óli passar upp á má enginn forsetaframbjóðandi svara þessu beint, einungis dulspekilega, kannski með því að birta öðruvísi lambamyndir og klæðast öðruvísi lopapeysum sem gætu mögulega verið flokkspólitískar og tengdar sveitarómantík. Einhver gæti haldið því fram fyrir misskilning að það væri ekkert fallegt, siðlegt eða göfugt að þegja um óréttlæti, misnotkun valds eða brot gegn stjórnarskrá en svoleiðis pönkarar skilja ekki reglurnar. Engu skiptir þó þeir til dæmis reyni að nýta sér málið og réttinn til að mótmæla því þegar gefa á auðmönnum íslenska firði til að ala lúsugt norskt laxaóféti. Þeir sem tala um það sem á að þegja um verða aldrei stjórnmálaskýrendur (á RÚV), hvað þá pólitískt ópólitískir forsetar. Höfundur er heimspekingur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun