Sér eftir Landsdómsmálinu: „Ég myndi aldrei gera þetta svona aftur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 22:21 „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sér eftir því að hafa greitt atkvæði með því að sækja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til saka í Landsdómsmálinu svokallaða. „Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð. Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Ég greiddi atkvæði í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er alveg rétt. Ég hef stundum sagt að maður eigi ekki að verja tíma í eftirsjá, en þetta er tvímælalaust eitt af erfiðustu málum sem hefur komið á borð Alþingis á meðan ég hef verið þar,“ sagði Katrín í Íslandi í dag. „Ég get alveg sagt þér það að ég myndi aldrei gera þetta svona aftur.“ Katrín er eins og alþjóð veit fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Hún sat á Alþingi í sautján ár, þangað til hún sagði af sér í síðasta mánuði til að sækjast eftir embætti forseta Íslands. Þennan þátt af Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en þar kíkti sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason í heimsókn til Katrínar. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir Landsdómi. Það voru Geir, Árni M. Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra. Árið 2010 samþykktu þingmenn að einungis skyldi ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum sem forsætisráðherra. Landsdómur kom saman í fyrsta og eina skipti og sakfelldi Geir í einum af sex ákæruliðum. En honum var ekki gerð refsing. Var að vinna eftir sinni bestu vitund „En maður taldi sig vera að vinna eftir sinni bestu vitund á þessum tíma, að vinna samkvæmt því sem lagt var til. En ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Katrín um málið í dag. Hún segist sjá eftir gjörðum sínum í þessu máli. „Ég myndi gera þetta öðruvísi ef maður fengi til þess tækifæri í dag.“ Vegna þessarar eftirsjár segist Katrín hafa lagt til að fyrirkomulaginu verði breytt, en árið 2020 var greint frá því að Lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm yrðu endurskoðuð.
Forsetakosningar 2024 Landsdómur Alþingi Hrunið Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21
Hannes segir Eirík hafa borið þungan hug til Geirs Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér mikla bók um Landsdómsmálið. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. Í bókinni er allt tekið til sem bendir í þá átt. Meðal þess er hæfi Eiríks Tómassonar hæstaréttardómara, Hannes telur engum vafa undirorpið að hann hafi verið bullandi vanhæfur til að fella dóma yfir Geir. 8. desember 2022 08:00