Sagðist ætla að nota tíu milljón króna kókaín allt sjálfur Jón Þór Stefánsson skrifar 30. apríl 2024 23:37 Málið varðaði tæplega 700 grömm af kókaíni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Karlmaður hlaut í dag sextán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja til landsins tæplega 700 grömm af kókaíni. Maðurinn játaði að hafa flutt efnin til Íslands, en vildi meina að þau hefðu verið til einkaneyslu. Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt. Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Innflutningurinn átti sér stað þann fimmtánda janúar síðastliðinn þegar maðurinn flaug með efninf frá Barselóna til Keflavíkugvallar. Um var að ræða samtals 683 grömm af kókaíni, en styrkleiki þerra var á bilinu 70 til 75 prósent. Um 250 grömm fundust í nærbuxum mannsins og önnur 430 grömm innvortis í 68 pakkningum. Þá fundust örfá grömm í viðbót í handtösku mannsins og í rúmi hans í fangaklefa. Maðurinn sem er af erlendu bergi brotin sagðist hafa komið til Íslands nokkrum sinnum áður, en ekki með fíkniefni. Skilinn eftir með sárt ennið og verra kókaín Í dómi málsins kemur fram að í fyrstu hafi maðurinn verið frekar tregur til svara. Þó hafi hann sagt fíkniefnin til eigin nota og að hann hafi fundið þau á ótilgreindum stað. Hann væri í daglegri neyslu á hörðum efnum og byrjaði á því fyrir um fimm mánuðum þegar hann var í byggingarvinnu hér á landi. Í annarri yfirheyrslu var manninum kynnt að styrkleiki efnanna hefði verið 70 til 75 prósent. Það virðist hafa komið honum í opna skjöldu, hann hafi talið þau vera með um 96 prósent styrkleika. Hann hefði greinilega verið plataður þegar hann keypti efnin í Barselóna. Þá sagði hann að efnin hefðu átt að duga til eigin neyslu í eitt eða tvö ár. Efnin væru ódýrari og betri en þau sem hann fengi á Íslandi. Viðurkenndi ósannsögli Fyrir dómi var maðurinn spurður út í fyrsta framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann sagðist hafa fundið efnin. Hann viðurkenndi að hafa sagt lögreglu ósatt, þar sem hann hafi verið hræddur og í sjokki. Hann sagðist iðrast þess að hafa flutt kókaín til landsins. Hann væri betri maður og vildi taka upp betri lífshætti, fá sér vinnu og eignast fjölskyldu og lifa eðlilegu lífi. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Barselóna til Keflavíkurflugvallar.Vísir/Vilhelm Tíu milljón króna efni Lögreglufulltrúi bar einnig vitni fyrir dómi. Sá sagðist ekki vita til þess að einhver hefði áður verið með svo mikið af kókaíni til einkanota. Þá sagði hann að um mikið magn væri að ræða og að verðmæti efnanna væru um tíu milljónir króna á innlendum fíkniefnamarkaði. Hann taldi það útilokað að maðurinn hefði fjárhagslega burði til að standa einn í þessum innflutningi. Dómurinn sagði að framburður sakborningsins væri í heild sinni ótrúverðugur og engum rökum studdur. Því væri ekki hægt að hafa hann til hliðsjónar við úrlausn málsins. Að mati dómsins er hafið yfir skynsamlegan vafa að efnin hafi verið flutt hingað til lands til söludreyfingar í ágóðaskyni. Líkt og áður segir hlaut maðurinn sextán mánaða fangelsisdóm, en gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í janúar verður fregið frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða 2,5 milljónir í sakarkostnað, og einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglunnar að gera kókaínið upptækt.
Fíkniefnabrot Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira