Vanefndir Flugakademíu Íslands Gunnar Hjörtur Hagbarðsson skrifar 1. maí 2024 06:01 Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Skóla- og menntamál Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum. Þó Flugakademían hafi farið í þrot er stærsti eigandi hennar og umráðamaður, Keilir, enn í fullum rekstri. Á dögunum fór stjórnarformaður Keilis í hlaðvarpsþátt um flugmál þar sem hann reyndi að útskýra ástæður þess að Flugakademían varð gjaldþrota og hvernig stjórnendur sjá framtíðina fyrir sér. Mig langar hér að neðan að benda á nokkrar rangfærslur sem komu fram í þessum þætti og minnast á atriði sem nauðsynlegt er að komi fram svo hlustendur þessa annars ágæta hlaðvarps fái skýrari og heildstæðari mynd af málinu. Stjórnarformaðurinn hélt því fram að þegar Flugakademían seldi eignir sínar (t.d. flugvélar, flugherma og fleira) hefði nemendum verið endurgreitt inneignir sínar, en nemendur fyrirframgreiddu skólagjöld, þ.e. áður en þeir flugu flugtímana, og áttu þá margir eðli málsins samkvæmt inneignir hjá skólanum þegar hann hætti rekstri. Þó svo það sé sannleikskorn í þessari fullyrðingu stjórnarformannsins, þá er hún efnislega röng. Margir nemendanna fengu töluvert minna en þeir telja sig eiga innistæðu fyrir og ekki fengið fullnægjandi svör þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Aðrir fengu ekki endurgreiðslu fyrr en eftir mikið stapp (oft með aðstoð lögfræðinga) og löngu eftir lokun skólans, enn aðrir hafa ekki fengið neitt. Hann talaði um að til stæði að selja aðalbyggingu Keilis og af velvilja stjórnarinnar stæði til að endurgreiða svokölluðum „óvirkum“ nemendum. En hvað eru óvirkir nemendur? Ef fólk tók sér hlé frá námi í meira en ár (eins og t.d. í Covid) var viðkomandi sagður „óvirkur“. Að segja nemenda vera „óvirkan“ var huglægt mat stjórnenda á námsframvindu, sem í einhverjum tilfellum var notað til að reyna krefjast hárrar fjárhæðar ef nemandi hugðist halda áfram námi. Þrátt fyrir að hafa þegar fyrirframgreitt flugtíma sem viðkomandi þurfti til að geta lokið námi. Flugakademían bar fyrir sig að inneignin væri fyrnd þar sem peningunum hafði verið eytt. Þó hafði viðkomandi ekki flogið fyrir andvirði þeirra. Flugakademían hafði enga heimild fyrir þessum aðgerðum sem gerðar voru einhliða og án samráðs við nemendur. Það var enginn tímarammi á því hvenær skyldi fljúga fyrir andvirði inneigna þegar þær voru keyptar. Margir myndu kalla þetta að stela, en það er gott að Keilir finnur það í hjarta sínu að endurgreiða vöru sem félag í þeirra eigu afhenti ekki. Stjórnarformanninum láðist að nefna hvort þessi velvilji stjórnar Keilis komi líka til með að ná til launagreiðslna til kennara sem hafa ekki fengið greitt fyrir störf sín á lokadögum skólans. Stjórnendur skólans fullvissuðu kennara um áður en yfir lauk, að búið væri að „tryggja innistæður fyrir öllum launum“, með hvatningu um að kenna sem mest. Þetta reyndist allt vera orðin tóm, og sitja nú margir eftir með sárt ennið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega hvort þessi velvilji sé frátekinn fyrir tilvik þar sem Keilir er í stöðu til að fegra ímynd sína. Viðmælandi hlaðvarpsins hélt því fram að rekstur Flugakademíunnar hafi farið að ganga illa þegar Covid-19 skall á og nefndi það sem ástæðu núverandi rekstrarvanda. Það er ekki rétt. Reksturinn var farinn að ganga illa löngu áður, þó svo Covid hafi vissulega ekki hjálpað til. Samgönguyfirvöld kyrrsettu kennsluflota skólans árið 2018 vegna þess að viðhaldi hafði ekki verið sinnt sem skildi og ámælisverð vinnubrögð í þeim málum verið viðhöfð um eitthvert skeið. Um þetta var fjallað í fjölmiðlum á sínum tíma. Beint tap af þessari kyrrsettningu hljóp á hundruðum miljóna og í kjölfarið snarfækkaði umsóknum í flugnám hjá skólanum. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að skólinn fengi veglega ríkisstyrki í Covid-19. Ríkið keypti hlutafé í Keili árið 2021 fyrir 190. miljónir króna og varð þar með meirihlutaeigandi, þar að auki fékk Flugakademían beina styrki í langan tíma á eftir. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þegar þetta var gert var Menntamálaráðherra flokksbróðir framkvæmdastjóra Keilis, en frá stofnun Keilis hafa tveir af þrem framkvæmdastjórum skólans setið á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Annar (framkvæmdstjóri 2007-2019) var þingflokksformaður Framsóknar áður en hann varð fyrsti framkvæmdastjóri Keilis, og hinn (framkvæmdastjóri 2019-2021) er í dag starfsbróðir ráðherra á Alþingi. Hlaðvarpsþátturinn er svo kórónaður með fullyrðingum viðmælanda að flestir Íslendingar sem hyggja á flugnám fari erlendis vegna þess að þeir séu hræddir um að flugkennsla á Íslandi standi ótraustum fótum, meðan hið rétta er að starfshættir fyrirtækisins sem hann er í forsvari fyrir hafa eyðilagt orðspor íslenskrar flugkennslu. Hann varð fyrirtækinu sem hann er í forsvari fyrir til minnkunar í þessu viðtali, þó tæplega hafi verið úr háum söðli að falla. Höfundur er fyrrverandi kennari við Flugakademíu Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun