Jákvæður orðaforði eykur hamingju og vellíðan Helga Fjóla Sæmundsdóttir skrifar 2. maí 2024 07:01 Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mannauðsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jákvæð sálfræði var kynnt sem fræðigrein í kringum aldamótin, vísindagrein sem gengur þvert á allar greinar sálfræðinnar og leitast við að greina hugsun, hegðun og lífstíl þeirra sem eru hamingjusöm og vegnar vel í lífinu. Jákvæð sálfræði er mikilvæg viðbót við aðrar greinar sálfræðinnar þar sem áherslan færist frá sjúkdómum og vandamálum yfir í að beina athyglinni að ýmsum jákvæðum þáttum s.s. styrkleikum, þakklæti, bjartsýni og vellíðan. Neikvæði heilinn Til að forðast misskilning er nauðsynlegt að taka fram að jákvæð sálfræði gengur ekki út á að predika ,,pollýönnufræði“. Eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) getur einmitt haft skaðlegar afleiðingar og því mikil áhersla lögð á að allar tilfinningar eigi rétt á sér, að við horfumst í augu við þær og mætum okkur með samkennd og hlýju. Að því sögðu er gott að átta sig á svokallaðri neikvæðniskekkju (e.negativitiy bias). Þessi blessaði heili okkar gerir okkur lífið oft ansi erfitt með því að stilla sig frekar inn á það neikvæða en það jákvæða. Þennan eiginleika heilans fengum við í vöggugjöf, eiginleiki sem hefur án efa haldið forfeðrum/mæðrum á lífi en er ekki eins gagnlegur í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði eru ansi fjölbreyttar, mjög spennandi og hafa leitt af sér ýmsar aðferðir sem kallast jákvæð inngrip. Aðferðir sem hafa það að markmiði að efla jákvæðar tilfinningar, hugsanir og hegðun. Við erum að sjálfsögðu öll ólík og þurfum að velja aðferðir sem henta okkur hverju og einu, hverju sinni. Tungumálið er grunnþáttur í samskiptum Undirrituð starfar sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteini þar sem starfar fjölbreyttur hópur fólks, þar sem 50% starfsfólks er með annað þjóðerni en íslenskt. Aukin fjölmenning, ólíkur bakgrunnur og fjölbreytni eru miklir styrkleikar liðsheildarinnar en við þurfum að gera betur þegar að kemur að tungumálakennslu og starfsþróunartækifærum. Til að auka við valmöguleika í tungumálakennslunni og stíga skref í rétta átt tókum við í notkun Bara tala, smáforritið, árið 2023. Forritið nýtir gervigreind til að kenna íslensku, efla orðaforða og hlustunarfærni sem stuðlar að betri skilningi á íslensku í starfi og daglegu lífi. Frumkvöðlarnir, Jón Gunnar Þórðarson og Guðmundur Auðunsson, hjá Bara tala, tóku einstaklega vel á móti okkur með þá ósk að setja inn kafla um jákvæðan orðaforða í forritið. Þessari viðbót við fræðslumöguleika hefur verið vel tekið af starfsfólki okkar af erlendum uppruna og fólk keppst við að nýta sér smáforritið til að læra betur tungumálið. Tengsl við annað fólk hefur mikil áhrif á vellíðan Það eru fjölmargar góðar og gildar ástæður fyrir því að flétta aðferðir jákvæðrar sálfræði inn í allt nám en við vitum öll hvað tungumálið er mikill grunnþáttur í að geta átt góð samskipti, aðlagast og blómstrað í nýju samfélagi. Í skýrslu um andlega heilsu og vellíðan, gefinni út af breska vísindaráðuneytinu árið 2008, er tengsl við annað fólk efst á lista yfir ,,fimm leiðir að vellíðan”. Aukinn einmanaleiki er vaxandi lýðheilsuvandamál sem undirstrikar enn frekar mikilvægi þess að viðhalda jákvæðum samböndum við aðra. Rannsóknir styðja einnig við þá kenningu að ánægja byggi upp betri hæfni í tungumálanámi, auki skuldbindingu og stuðli að meiri seiglu í lærdómsferlinu. Áhersla á jákvæðan orðaforða getur þannig gert námið ánægjulegra og auðveldara. Kraftar jákvæðrar sálfræði og tæknilausna Á föstudaginn fer fram kynning á lokaverkefnum í jákvæðri sálfræði en þar fæ ég tækifæri til að flytja erindi um áhrifamátt jákvæðs orðaforða í íslenskukennslu. Með því að sameina krafta jákvæðrar sálfræði og tæknilausnir eins og Bara tala, getum við ekki aðeins aukið tungumálakunnáttu, heldur einnig stuðlað að aukinni hamingju og vellíðan í samfélagi sem ætlar sér að gera enn betur varðandi inngildingu og fjölbreytileika. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins og nemandi í jákvæðri sálfræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun