Veðrið, veskið og Íslendingurinn María Rut Kristinsdóttir skrifar 2. maí 2024 08:30 Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúnna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki mikið til að gleðja Íslendinginn eftir enn einn harðan veturinn. Fyrstu vordagarnir bera með sér alveg séríslenska tilfinningu. Skyndilega verður allt bjart og fagurt. Tilveran titrar og klæðist fallegum litum í stað grámyglu. Gluggarnir öskra reyndar á gluggaþvott. En veðrið býður svo sem upp á að henda sér út og græja þá. Pallaefnin seljast upp í byggingarvöruverslunum og Íslendingurinn tæmir hratt allt sem grilla má í verslunum landsins. Enda er sumarið komið. Það er enn þá skítkalt. En það er bjart og Íslendingurinn klæðir sig þá bara í peysu. Eða harkar af sér. Því sumarið er komið. Og á þessum degi. Nákvæmlega þessu augnabliki falla minningar um hart vetrarharkið, appelsínugular viðvaranir, ófærð, náttúruvá eða hvers kyns hret í gleymskunnar dá. Því sumarið er komið. Íslendingurinn er hæstánægður með sínar 10 gráður og sól sem er jú alveg heit ef maður er í skjóli vegna þess að veturinn var svo ömurlegur. Svo kemur veturinn og Íslendingurinn verður steinhissa. „Var líka svona dimmt í fyrra?“ „Það var ekki svona kalt í fyrra var það?“ „Vá hvað ég gleymi því alltaf hvað veturinn er harður“... Og svona endurtekur sagan sig á Íslandi ár eftir ár. Árstíð eftir árstíð. Það er mjög íslenskt að vera stöðugt með vindinn í fanginu. Íslendingar eru þrjóskir og það skortir ekki á seigluna hjá okkur. Nábýli við náttúruna og veðrið er líklega ákveðin skýring. Mögulega er þetta hluti af einhverju náttúruvali - að við þrífumst og hrærumst í þessari stöðugu óvissu sem fylgir því að búa hér. Það er ekki einu sinni víst að sumarið sé endanlega komið. En við sættum okkur við það – enda höfum við ekkert annað val. Það er líka hluti af því að vera Íslendingur að búa í séríslensku hagkerfi með minnsta gjaldmiðil í heimi. Því fylgja góð ár efnahagslegar lognmollu með bullandi hagvexti, kaupmætti og tækifærum – en líka mjög slæm með appelsínugulum efnahagsviðvörunum og gríðarlegum vöxtum og verðbólgu. Og rétt eins og með árstíðirnar þá gleymum við þeim vondu í alsælu þeirra góðu. Og svo verður Íslendingurinn alltaf jafn ofboðslega hissa þegar niðursveiflan byrjar. „Hefur þetta einhvern tímann verið svona slæmt?“ „Matarkarfan er orðin svo dýr“ „Ég veit ekki hvernig ég á að klára mánaðarmótin lengur“. Jafnvel þó niðursveiflan hafi gerst sirka á tíu ára fresti í gegnum alla hagsögu okkar frá sjálfstæði þjóðarinnar. Góðu árin eru kannski svo góð. Vegna þess að veturinn var svo harður. Íslendingar finna sér alltaf sól og skjólvegg á endanum. Hvort sem það er í formi pallaefnis – eða með heimatilbúnum lausnum á borð við verðtryggingu, vaxtabætur, gengisfellingar eða með því að kippa nokkrum núllum af gjaldmiðlinum. Íslendingurinn er nefnilega góður í að redda sér fyrir horn. Vandamálið er að vermirinn er yfirleitt skammgóður. Þó það sé vissulega sjarmerandi að einhverju leyti. Þá er það oft heldur kostnaðarsamt fyrir venjuleg heimili að hafa ekki tækifæri til að gera plön langt fram í tímann. Við getum ekki breytt veðrinu, vetrinum eða náttúrunni. En við höfum stjórn á efnahagsmálunum. Þau eru mannanna verk. Það eru pólitískar ákvarðanir þar að baki. En þetta er jú hluti af því að vera Íslendingur. Að mergsjúga góðu stundirnar og afneita þeim slæmu. Því segi ég bara skál! Og gleðilegt verðbólgusumar! Höfundur er aðstoðamaður formanns Viðreisnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun