Rangnick hafnar Bayern München Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 08:32 Ralf Rangnick ætlar að halda áfram með austurríska landsliðið. Getty/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að hafna boði um að taka við Bayern München og ætlar að halda áfram þjálfun landsliðs Austurríkis. Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM. Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Frá þessu greinir þýska blaðið BILD nú í morgun og þar með heldur áfram leit Bayern að manni til að taka við af Thomas Tuchel í sumar. Bayern vildi fá Rangnick og það hefði þýtt að hann hefði þurft að rifta samningi við austurríska knattspyrnusambandið. Nú er hins vegar ljóst að hann mun stýra Austurríki á Evrópumótinu í sumar og samkvæmt BILD ætlar hann sér að standa við núgildandi samning sem gildir til ársins 2026. Ralf Rangnick says NO to FC Bayern and won‘t be successor of Thomas Tuchel! Austria agrees with their Coach to stay @BILD_Sport @altobelli13— Christian Falk (@cfbayern) May 2, 2024 Bayern tilkynnti í febrúar að Tuchel myndi kveðja félagið í sumar, ári fyrr en til stóð. Félagið hefur síðan horft til Xabi Alonso og Julian Nagelsmann en Alonso ákvað að halda áfram með Leverkusen, og Nagelsmann ætlar að halda áfram með þýska landsliðið. 🔴🇩🇪 Bayern were just waiting for Ralf Rangnick to accept their proposal with announcement set for next week; but he rejected due to personal reasons.After Xabi Alonso and Nagelsmann, also Ralf Rangnick says no to Bayern. ⛔️↪️ Talks over new coach will re-start immediately. pic.twitter.com/pmjRaEyq9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 2, 2024 Tuchel er kominn með Bayern í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli við Real Madrid í fyrri leik á þriðjudaginn, en honum mistókst algjörlega að verja þýska meistaratitilinn sem fór til Leverkusen. Bayern hafði unnið þýsku deildina 11 ár í röð áður en Leverkusen vann hana í ár. Bayern féll auk þess úr leik í þýska bikarnum eftir tap gegn 3. deildarliði Saarbrucken. Þrátt fyrir að Rangnick, sem er 65 ára gamall, hafi ekki slegið í gegn sem stjóri United þá nýtur hann mikillar virðingar í Þýskalandi vegna þess fótbolta sem lið hans hafa boðið upp á, en hann stýrði þar síðast liði Leipzig áður en hann hætti 2019. Rangnick stýrði United tímabundið í hálfa leiktíð, eftir brottrekstur Ole Gunnars Solskjær síðla árs 2021, og tók svo við austurríska landsliðinu sem hann kom inn á EM.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30 Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30 Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Hrósar Alonso fyrir að taka ekki við Liverpool eða Bayern: „Þarf ekki að sanna neitt“ Fyrrverandi samherji Xabis Alonso hjá Liverpool hefur hrósað honum fyrir að taka ekki við Bítlaborgarliðinu eða Bayern München, heldur halda kyrru fyrir hjá Bayer Leverkusen. 27. apríl 2024 11:30
Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. 24. apríl 2024 23:30
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki