Af hverju ertu að bjóða þig fram? Sigurður Ragnarsson skrifar 2. maí 2024 11:31 Grafinn undir flóði af fjöldanum öllum af fréttatilkynningum af fólki sem er að hugsa um að bjóða sig fram, búið að bjóða sig fram, leitandi að undirskriftum eða viðhafði hinn tiltekna frasa það hafa margir komið að máli við mig kom upp sú spurning hjá mér, hvernig í ósköpunum á ég að ákveða hver fær mitt atkvæði? Nú þegar ljóst er að 11 frambjóðendur eru í framboði til forseta Íslands, sem eru fleiri en nokkru sinni fyrr verður spurningin enn meira aðkallandi. Þetta fékk mig til að hugsa til forystufræðinnar og þess þegar ég var að skrifa bókina Forysta og Samskipti – leiðtogafræði, þar sem tilfinningin er sú að verið sé að setja saman risastórt púsl þar sem engin er fyrirmyndin. Ég hafði þá þegar kennt forystufræði og stundað stjórnenda- og leiðtogaþjálfun um nokkurra ára skeið. Ofangreind sena er svipað púsl því við eigum skilið að fá frábæran forseta sem við getum sagt að sé alvöru leiðtogi sem við getum verið stolt af. Rýnum þá aðeins í forystufræðina. Góðir leiðtogar hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn sem og skýran tilgang sem auðvelt er að útskýra, og oft með nýstárlegum hætti. Í þessu tilliti koma upp í hugann orð úr setningarræðu John F. Kennedy, fyrrum bandaríkjaforseta, sem í raun sýna skýrt og skorinort hvað hann vildi standa fyrir; „My fellow Americans: ask not what your country can do for you. Ask what you can do for your country.“ Farsælir leiðtogar ástunda heilindi og við getum sagt að forseti þurfi að hafa ástríðu fyrir hagsmunum lands og þjóðar, ekki bara ástríðu fyrir eigin hagsmunum eða sinna nánustu. Svona forseta þykir afar vænt um land og þjóð og þess vegna getum við treyst viðkomandi. Í þessu samhengi er ekki nóg að segjast ætla að starfa af heilindum og iðka gott siðferði. Við viljum að viðkomandi hafi til að mynda sýnt fram á í sínum fyrri störfum að hafa starfað af heilindum. Hér gerum við ekki kröfu um að forseti þurfi að vera fullkominn, því það er engin. Við getum því ekki gert þá kröfu að forsetinn eigi að vera fullkomin manneskja sem við erum eða höfum alltaf verið sammála. Hinsvegar, ef viðkomandi hefur gert mistök eða farið út af sporinu er mikilvægt að viðkomandi hafi viðurkennt mistök og þegar við á, axlað ábyrgð. Það er nefnilega það sem góðir leiðtogar gera. Ef það kemur fram manneskja sem setur sig á stall, telur sig ofar öðrum, merkilegri, viturri eða betri á einhvern hátt eiga að klingja viðvörunarbjöllur. Það er vinsælt í dag að nota orðið auðmýkt og sýnt hefur verið fram á í mörgum rannsóknum að það hugtak prýðir marga góða leiðtoga, og mörg ganga svo langt að segja að það sé hreinlega nauðsynlegt að hafa auðmýkt til að gegna forystuhlutverki. Auðmýkt er stór þáttur í þjónandi forystu sem snýst um að blanda saman að þjóna og að leiða. Síðan hefur verið sýnt fram á að það að blanda saman heilbrigðri ástríðu og auðmýkt geti verið farsælt og má líka segja að einkenni fyrrnefnda þjónandi forystu. Það þykir líka inn í dag að útskýra forystu út frá persónulegum eiginleikum. Það eitt dugar skammt en þó hægt að segja að nokkrir eiginleikar prýði trúlega flesta ef ekki alla farsæla leiðtoga, þar á meðal sá eiginleiki að geta hlustað. Góður forseti er tilbúinn að hlusta á þjóðina og umbera ólík sjónarmið. Það þýðir ekki að samþykkja allt og oft þarf að taka ákvarðanir eða setja fram skoðanir sem hugnast ekki öllum. Hinsvegar skiptir máli að hlusta til að skilja svo mögulegt sé að meta ólík mál og mismunandi rök. Í þessu getur falist að skoða allskonar upplýsingar, hlusta á ólík sjónarmið og vera síðan tilbúin til og hafa hugrekki til að rökstyðja skoðun sína. Í þessu samhengi hefur verið sagt að þegar Ólafur Ragnar Grímsson vísaði svonefndum Icesave lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hafi hann talið sig vera að hlusta á þjóðina. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvert er hlutverk forsetans? Oft er nefnt að forsetinn þurfi að þekkja sögu okkar vel sem og það samfélag sem við lifum í auk þess að koma vel fyrir hérlendis sem erlendis. Það sem hefur þó líklega oftast verið sagt í gegnum tíðina er að forsetinn eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar, hvað svo sem það nákvæmlega þýðir. Margir stjórnmálafræðingar hafa lengi kallað eftir að skerpa þurfi á hlutverki forseta í stjórnskipaninni og hlutverkið virðist hafa verið nokkuð mismunandi eftir hverjum og einum kjörnum forseta. Þannig að þrátt fyrir allt, virðist forsetinn hafa nokkuð svigrúm, getur lagt ákveðnar línur og viðhaft sínar persónulegar áherslur. Í þessu samhengi má nefna Ólaf Ragnar vegna starfs síns og áherslna í tengslum við Norðurslóðir. Hann þótti líka stundum pólitískur, til að mynda þegar hann beitti neitunarvaldi á undirritun svokallaðs fjölmiðlafrumvarps sem og í fyrrnefndu Icesave máli. Varðandi Vigdísi Finnbogadóttir þá má segja að hún hafi verið alger frumkvöðull þegar kom að réttindabaráttu kvenna auk þess sem hún lagði mikla áherslu á varðveislu íslenskrar tungu. Hvað varðar Guðna Th. Jóhannesson þá má kannski segja að það sem einkenni hann meðal annars séu óformlegheit og að vera alþýðlegur, sannkölluð manneskja fólksins. Það er því réttmæt spurning til frambjóðenda, hvernig forseti ætlar þú að vera ef þú nærð kjöri og hvað stendur þú fyrir? Og í raun er verið að spyrja, af hverju ertu að bjóða þig fram og hver er tilgangurinn með því? Þessum spurningum þurfa frambjóðendur að geta svarað af einlægni og með skýrum hætti. Sumsé, ekki með innhaldslausum frösum eða eftir því sem frambjóðendur halda að fólk vilji heyra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Grafinn undir flóði af fjöldanum öllum af fréttatilkynningum af fólki sem er að hugsa um að bjóða sig fram, búið að bjóða sig fram, leitandi að undirskriftum eða viðhafði hinn tiltekna frasa það hafa margir komið að máli við mig kom upp sú spurning hjá mér, hvernig í ósköpunum á ég að ákveða hver fær mitt atkvæði? Nú þegar ljóst er að 11 frambjóðendur eru í framboði til forseta Íslands, sem eru fleiri en nokkru sinni fyrr verður spurningin enn meira aðkallandi. Þetta fékk mig til að hugsa til forystufræðinnar og þess þegar ég var að skrifa bókina Forysta og Samskipti – leiðtogafræði, þar sem tilfinningin er sú að verið sé að setja saman risastórt púsl þar sem engin er fyrirmyndin. Ég hafði þá þegar kennt forystufræði og stundað stjórnenda- og leiðtogaþjálfun um nokkurra ára skeið. Ofangreind sena er svipað púsl því við eigum skilið að fá frábæran forseta sem við getum sagt að sé alvöru leiðtogi sem við getum verið stolt af. Rýnum þá aðeins í forystufræðina. Góðir leiðtogar hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn sem og skýran tilgang sem auðvelt er að útskýra, og oft með nýstárlegum hætti. Í þessu tilliti koma upp í hugann orð úr setningarræðu John F. Kennedy, fyrrum bandaríkjaforseta, sem í raun sýna skýrt og skorinort hvað hann vildi standa fyrir; „My fellow Americans: ask not what your country can do for you. Ask what you can do for your country.“ Farsælir leiðtogar ástunda heilindi og við getum sagt að forseti þurfi að hafa ástríðu fyrir hagsmunum lands og þjóðar, ekki bara ástríðu fyrir eigin hagsmunum eða sinna nánustu. Svona forseta þykir afar vænt um land og þjóð og þess vegna getum við treyst viðkomandi. Í þessu samhengi er ekki nóg að segjast ætla að starfa af heilindum og iðka gott siðferði. Við viljum að viðkomandi hafi til að mynda sýnt fram á í sínum fyrri störfum að hafa starfað af heilindum. Hér gerum við ekki kröfu um að forseti þurfi að vera fullkominn, því það er engin. Við getum því ekki gert þá kröfu að forsetinn eigi að vera fullkomin manneskja sem við erum eða höfum alltaf verið sammála. Hinsvegar, ef viðkomandi hefur gert mistök eða farið út af sporinu er mikilvægt að viðkomandi hafi viðurkennt mistök og þegar við á, axlað ábyrgð. Það er nefnilega það sem góðir leiðtogar gera. Ef það kemur fram manneskja sem setur sig á stall, telur sig ofar öðrum, merkilegri, viturri eða betri á einhvern hátt eiga að klingja viðvörunarbjöllur. Það er vinsælt í dag að nota orðið auðmýkt og sýnt hefur verið fram á í mörgum rannsóknum að það hugtak prýðir marga góða leiðtoga, og mörg ganga svo langt að segja að það sé hreinlega nauðsynlegt að hafa auðmýkt til að gegna forystuhlutverki. Auðmýkt er stór þáttur í þjónandi forystu sem snýst um að blanda saman að þjóna og að leiða. Síðan hefur verið sýnt fram á að það að blanda saman heilbrigðri ástríðu og auðmýkt geti verið farsælt og má líka segja að einkenni fyrrnefnda þjónandi forystu. Það þykir líka inn í dag að útskýra forystu út frá persónulegum eiginleikum. Það eitt dugar skammt en þó hægt að segja að nokkrir eiginleikar prýði trúlega flesta ef ekki alla farsæla leiðtoga, þar á meðal sá eiginleiki að geta hlustað. Góður forseti er tilbúinn að hlusta á þjóðina og umbera ólík sjónarmið. Það þýðir ekki að samþykkja allt og oft þarf að taka ákvarðanir eða setja fram skoðanir sem hugnast ekki öllum. Hinsvegar skiptir máli að hlusta til að skilja svo mögulegt sé að meta ólík mál og mismunandi rök. Í þessu getur falist að skoða allskonar upplýsingar, hlusta á ólík sjónarmið og vera síðan tilbúin til og hafa hugrekki til að rökstyðja skoðun sína. Í þessu samhengi hefur verið sagt að þegar Ólafur Ragnar Grímsson vísaði svonefndum Icesave lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá hafi hann talið sig vera að hlusta á þjóðina. Þetta leiðir okkur að spurningunni, hvert er hlutverk forsetans? Oft er nefnt að forsetinn þurfi að þekkja sögu okkar vel sem og það samfélag sem við lifum í auk þess að koma vel fyrir hérlendis sem erlendis. Það sem hefur þó líklega oftast verið sagt í gegnum tíðina er að forsetinn eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar, hvað svo sem það nákvæmlega þýðir. Margir stjórnmálafræðingar hafa lengi kallað eftir að skerpa þurfi á hlutverki forseta í stjórnskipaninni og hlutverkið virðist hafa verið nokkuð mismunandi eftir hverjum og einum kjörnum forseta. Þannig að þrátt fyrir allt, virðist forsetinn hafa nokkuð svigrúm, getur lagt ákveðnar línur og viðhaft sínar persónulegar áherslur. Í þessu samhengi má nefna Ólaf Ragnar vegna starfs síns og áherslna í tengslum við Norðurslóðir. Hann þótti líka stundum pólitískur, til að mynda þegar hann beitti neitunarvaldi á undirritun svokallaðs fjölmiðlafrumvarps sem og í fyrrnefndu Icesave máli. Varðandi Vigdísi Finnbogadóttir þá má segja að hún hafi verið alger frumkvöðull þegar kom að réttindabaráttu kvenna auk þess sem hún lagði mikla áherslu á varðveislu íslenskrar tungu. Hvað varðar Guðna Th. Jóhannesson þá má kannski segja að það sem einkenni hann meðal annars séu óformlegheit og að vera alþýðlegur, sannkölluð manneskja fólksins. Það er því réttmæt spurning til frambjóðenda, hvernig forseti ætlar þú að vera ef þú nærð kjöri og hvað stendur þú fyrir? Og í raun er verið að spyrja, af hverju ertu að bjóða þig fram og hver er tilgangurinn með því? Þessum spurningum þurfa frambjóðendur að geta svarað af einlægni og með skýrum hætti. Sumsé, ekki með innhaldslausum frösum eða eftir því sem frambjóðendur halda að fólk vilji heyra. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun