Góður forseti G. Pétur Matthíasson skrifar 2. maí 2024 17:00 Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála Katrínu Jakobsdóttur í stjórnmálum og alls ekki verið sáttur við allar hennar ákvarðanir á því sviði undanfarin ár þá styð ég hana heilshugar sem forsetaframbjóðanda. Katrín hefur allt það til að bera sem prýða má góðan forseta. Hún kemur vel fyrir hvort heldur er á alþjóðavettvangi eða hér heima. Utan hins flokkspólitíska veruleika hygg ég að Katrín nái að verða forseti allra Íslendinga, nái að vekja með okkur samkennd og stolt. Enda er það eitt stærsta hlutverk forseta Íslands að taka utan um þjóð sína á viðsjárverðum tímum og treysta þau bönd sem binda okkur saman. Forseti sem léttir okkur lífið með orðum sínum og gerðum. Slíkur forseti yrði Katrín. Forseti sem stappar í okkur stálinu, sem þekkir þjóð sína, sem kann skil á hverskyns menningu okkar, hvort heldur er í listum eða daglegu lífi, forseti sem hefur samúð og velvilja ekki síst í garð þeirra nýju Íslendinga sem eru að gera sér heimili á Íslandi okkur öllum til hagsbóta. Auk hins mannlega þá gjörþekkir Katrín auðvitað hinn pólítíska veruleika og mun þess vegna auðveldlega geta leitt stjórnarmyndun á hinn besta veg af þeirri auðmýkt sem forseti ber að hafa gagnvart því hlutverki og mun ekki taka sér nein þau völd sem forseti ekki hefur og á ekki að hafa. Ég treysti Katrínu fullkomlega til að segja skilið við sína pólitísku fortíð og meta stöðu stjórnmála af hlutleysi og bregðast við af háttvísi. Það eru margir frambærilegir frambjóðendur í komandi kosningum enda þeir afar margir sem bjóða fram sína góðu krafta. Það er því ekki áhlaupaverk að velja að þessu sinni en ég styð Katrínu heilshugar og hlakka til að kjósa hana þann 1. júní. Höfundur er stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun