Burt með pólitík á Bessastöðum Kristmundur Carter skrifar 3. maí 2024 08:15 Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar aukið líf færist í baráttuna um næsta forseta Íslands tel ég það áhyggjuefni ef kjósendur eru sáttir við að „afhenda” Bessastaði stjórnmálastéttinni á ný. Þau sem nú tróna efst í könnunum koma úr þeim geira, annar fyrrverandi forsætisráðherra og hinn, ramm pólitískur fyrrverandi alþingismaður sem ætlar, verði hann forseti, að veita stjórnmálamönnum „aðhald” og lesa yfir „hausamótunum” á þeim. Ofarlega er líka að finna fyrrverandi borgarstjóra Þeir sem hafa tjáð sig um þetta halda því fram að þeir einir geti greint og lesið í til dæmis stjórnarmyndunarviðræður eða þegar gjá myndast milli þings og þjóðar. Þessu er ég ekki sammála. Sem stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur fullyrði ég að verði hún forseti, mun aldrei leika grunur um hlutdrægni þegar kemur að erfiðum málum. Þá skortir Höllu hvorki greind né hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir. Halla Tómasdóttir mun sem forseti ekki líta á hlutverk sitt fyrst og fremst sem siðapostula stjórnmálamanna heldur halda sig frá pólitískum dægurmálum. Halla ætlar að setja á dagskrá mál sem til dæmis snerta viðkvæma hópa, unga fólkið okkar sem í auknu mæli glímir við sálræna erfiðleika og einmannaleika. Hún hefur einstakt alþjóðlegt tengslanet á vettvangi stjórnvalda, viðskipta og þriðja geirans og vill vinna að jákvæðum framförum í viðskipta- og stjórnarháttum. Þá hefur hún einstaka reynslu á heimsvísu í að hvetja viðskiptalífið til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfi og samfélög. Loks brennur hún fyrir að mótuð verði stefna til framtíðar í orkumálum og ferðamálum. Slíkt hlutverk getur forseti Íslands tekið að sér. Svona forseta vil ég á Bessastaði. Heiðarlega og hugrakka, þroskaða konu sem mun vekja athygli hvar sem hún fer. Konu sem er hafin yfir dægurþrasið Halla trúir á Ísland og Íslendinga og vill beita sér fyrir því að hér sé sterkt, sjálfbært og samheldið samfélag sem hefur hugrekki til að virkja hugvit sitt og sköpunarkraft til efnahagslegra og samfélagslegra framfara á grunni sjálfbærni, jafnrétti og friðar og vera þannig öðrum fyrirmynd í þeim lausnum sem víða um heim er nú leitað að. Afhendum ekki fleiri stjórnmálamönnum lyklavöldin á Bessastöðum! Höfundur er stuðningsmaður Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun