Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Árni Sæberg skrifar 3. maí 2024 12:12 Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Þetta kemur fram í ákæru sem Vísir hefur undir höndum og var þingfest í morgun. Ríkisútvarpið hefur eftir heimildum að konan hafi játað sök en borið fyrir sig ósakhæfi. Þinghald í málinu er lokað. Greint var frá því á dögunum að konan hafi einnig verið ákærð fyrir tilraun til að bana eldri syni hennar. Í ákærunni segir að móðirin hafi svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn, en drengurinn lést af völdum köfnunar. Hún hafi í kjölfarið farið inn í herbergi þar sem eldri sonur hennar lá sofandi, tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Við atlöguna hafi drengurinn vaknað og getað losað sig úr taki móður sinnar. Með háttsemi sinni hafi konan á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns. Þá krefur faðir drengjanna móðurina um átta milljónir króna í miskabætur. Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 23. apríl 2024 18:27 Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4. apríl 2024 13:35 Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11. mars 2024 17:07 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta kemur fram í ákæru sem Vísir hefur undir höndum og var þingfest í morgun. Ríkisútvarpið hefur eftir heimildum að konan hafi játað sök en borið fyrir sig ósakhæfi. Þinghald í málinu er lokað. Greint var frá því á dögunum að konan hafi einnig verið ákærð fyrir tilraun til að bana eldri syni hennar. Í ákærunni segir að móðirin hafi svipt son sinn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn, en drengurinn lést af völdum köfnunar. Hún hafi í kjölfarið farið inn í herbergi þar sem eldri sonur hennar lá sofandi, tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Við atlöguna hafi drengurinn vaknað og getað losað sig úr taki móður sinnar. Með háttsemi sinni hafi konan á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns. Þá krefur faðir drengjanna móðurina um átta milljónir króna í miskabætur.
Andlát barns á Nýbýlavegi Kópavogur Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 23. apríl 2024 18:27 Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4. apríl 2024 13:35 Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11. mars 2024 17:07 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ákærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 23. apríl 2024 18:27
Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4. apríl 2024 13:35
Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 11. mars 2024 17:07