Baldur í þágu mannúðar og samfélags Anna María Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2024 17:00 Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir dagar koma sem ég forðast að hlusta á fréttir. Ég treysti mér ekki til að hlusta á fréttir og hugsa um hvaða áhrif hugsanleg endurkoma Trumps mun hafa á veraldarsamfélagið, hver áhrif Pútíns eru á sjálfstæð ríki sem hafa ekki ráðið sér sjálf nema um skamma hríð, hljóm hræðilegra frétta frá Gaza og svo mætti lengur telja. Hvað með mannskilning, grunnvatnið, hlýnun jarðar og viðkvæma stöðu Íslands í heiminum; smáríkis út í miðju Atlantshafi. Ég var því ákaflega glöð að heyra að Baldur Þórhallsson byði sig fram til forseta Íslands. Það var þá ein frábær frétt þann daginn. Baldur Þórhallsson er búinn frábærum kostum sem gera hann ákaflega hæfan til að gegna embætti forseta Íslands. Baldur þekkir flestum betur betur til íslenska stjórnkerfisins og utanríkisstefnu Íslands. Hann hefur um árabil rannsakað stöðu smáríkja í Evrópu og möguleika þeirra til áhrifa í samfélagi þjóðanna ásamt því að endurreisa og stýra Alþjóðastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur kennt, sinnt rannsóknum og stjórnun við Háskóla Íslands um árabil og er alvanur að leiða saman ólík sjónarmið og vinna með fólki. Baldur hefur greint frá því að mannréttindi og líðan barna séu honum hugleikinn og ég trúi að þar verði hann æsku Íslands, landsins besti fulltrúi. Það er nefnilega ekki nóg að segjast vera öldungis fordómalaus og nútímalegur í hugsun. Hver einasta manneskja sem sem hefur þurft að átta sig á sjálfri sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja segir til um, hefur um leið þurft að takast á við sjálfa sig og umheiminn og koma berskjölduð fram. Ég treysti því Baldri ákaflega vel til að vera málsvari þeirra sem eiga á brattann að sækja ekki síst barna og ungmenna. Baldur mun hann vinna gegn hættulegum staðalmyndum og fordómum. Meginhlutverk íslensks samfélags er að hlúa að börnum og unglingum, styðja þau áfram til andlegs og vitsmunalegs þroska, stuðla að víðsýni og tryggja þeim nám við hæfi. Ég er þess fullviss að Baldur verður forseti sem vinnu í þágu menntunar, mannúðar og samfélags, börnum og ungmennum, síðast en ekki síst Íslandi til heilla. Höfundur er aðstoðarskólameistari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun