Til stóð að Íslensk myndgreining ehf. sem á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar ehf. sem á og rekur Röntgen Domus rynnu í eina sæng. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir.
Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann, meðal annars á þeim forsendum að með honum hefði keppinautum á markaðnum fækkað úr þremur í tvo og að samanlögð markaðshlutdeild félaganna orðið á bilinu áttatíu til hundrað prósent. Stofnunin taldi að samkeppnisröskun á þessu sviði gæti verið til þess fallin að draga úr gæðum og hækka kostnað við heilbrigðisþjónustu.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2021 og Héraðsdómur Reykjavíkur sömuleiðis ári síðar.