Ætlað að móta aðgerðir gegn ofbeldi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2024 21:06 Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, sem er alsæll með nýja verkefnið en með honum á myndinni er Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, sem er líka mjög ánægð með verkefnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Öruggara Suðurland“ er nýtt verkefni, sem lögreglan á Suðurlandi stendur fyrir í samstarfi við sveitarfélögin fjórtán á svæðinu og nokkrar stofnanir, en tilgangurinn er að móta aðgerðir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurlandi. Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Lögreglan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Stofnfundur “Öruggara Suðurland” fór fram í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn þar sem lögreglustjórinn á Suðurlandi, ásamt sýslumanni, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk allra sveitarstjóra eða bæjarstjóra á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um verkefnið. „Ég vil að þetta verkefni skili bættum ferlum, aukinni skilvirkni og betri þjónustu við þolendur og gerendur ofbeldis. Það er mikill áhugi og maður fann vel kraftinn í salnum á stofnfundinum”, segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. En hvað með almenning á Suðurlandi, getur hann eitthvað gert í þessu verkefni? „Já, almenningur getur alltaf haft augun opin og tilkynnt til viðbragðsaðila ef að það er grunur um að fólk búi við ofbeldi og ég tala nú ekki um börn, að tilkynna á rétta staði,” segir Arndís Soffía. Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi, sem er mjög ánægður og bindur miklar vonir við nýja verkefnið. Hún stýrði stofnfundinum í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og lögreglustjórinn bindur miklar vonir við verkefnið. „Tilgangurinn er að kerfin okkar öll tali saman og að við vinnum, sem ein heild í kerfinu allir þessir aðilar, það er gríðarlega mikilvægt. Ég ætla að vona að verkefnið skili „Öruggara Suðurlandi“, það er markmiðið og við höfum óbilandi trú á því að okkur muni takast að ná því,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. Þannig að þú ert alsæll með þetta? „Já, mjög ánægður, stofndagur verkefnisins var góður dagur“, segir Grímur. Fulltrúar sveitarfélaganna, stofnana og lögreglunnar eftir að undirskrift um samstarfsyfirlýsinguna fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Lögreglan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira