Ókostir forsetaframbjóðandans Katrínar Jakobsdóttur Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar 5. maí 2024 16:31 Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við stjórnmálin á meðan hún stendur í forsetaframboði, en hún ræður samt varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og einn helsta áróðursmann flokksins til sín. Þetta segir ótal margt um hennar framboð; meðal annars það að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á hana sem sinn frambjóðanda, að hennar framboð er þar með orðið pólitískt, og að forsetaframbjóðandinn Katrín Jakobsdóttir sé orðin svo nátengd Sjálfstæðisflokknum að enginn annar kom til greina en Friðjón Friðjónsson, einn helsti almannatengsla sérfræðingur flokksins. Enginn úr hennar eigin stjórnmálaflokki, enginn óháður sérfræðingur, enginn nema Friðjón. Katrín veit að þá verður hennar framboð pólítískt og umdeilt, en henni er sama. Hún treystir á að hennar fylgi bíði ekki skaða af þessu - og Friðjón hefur örugglega fullvissað hana um það þetta yrði allt í stakasta lagi. Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að leggja henni lið og hún myndi fá ótal tækifæri til þess að þakka fyrir sig þegar hún væri orðin forseti. Engar áhyggjur. Katrín Jakobsdóttir er tækifærissinni. Vinstri grænir eru komnir niður fyrir 5% í könnunum, og líklegt að flokkurinn þurrkist út í næstu Alþingiskosningum. Sambýlið við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk hefur kostað flokkinn lífið. Vinstri grænir, stjórnmálaflokkur undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefur sagt skilið við öll sín gildi, og gengur fyrst og fremst erinda útgerðar, fjármagnseigenda og norskra laxeldisfyrirtækja, eins og flokkurinn væri bara systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Og á ögurstundu, þegar allt virðist vonlaust, losnar embætti forseta Íslands, og þá stekkur Katrín frá borði hins sökkvandi skips og brosir framan í þjóðina hinu vel þekkta brosi vinsælasta stjórnmálamanns landsins. Hún treystir á að þegar kemur að kosningum verði allir búnir að gleyma rjúkandi rústunum sem hún skilur eftir sig, og hennar eigin mælska og landsfrægi persónuþokki skili henni embættinu. Hún veit sem er að stjórnmálamenn á Íslandi komast óhindrað upp með nokkurn veginn hvað sem er, og hún er lang besta dæmið um það. Hennar persónulega fylgi er algerlega óháð því hvernig hún hefur staðið sig sem forsætisráðherra, eða hvernig flokknum hennar reiðir af í skoðanakönnunum, og hún treystir því að gullfiskaminni kjósenda muni (gull)tryggja henni starfið. Katrín Jakobsdóttir er bara svo vel máli farin og alþýðleg, klár og viðkunnanleg, að það getur ekki verið að hún sé forhertur tækifærissinni, sem yfirgefur flokksfólk sitt og stuðningsfólk til margra ára, fyrir þægilega og þræl vel borgaða innivinnu á Bessastöðum. En þessi ákvörðun, að yfirgefa stjórnmálin þegar í harðbakkann slær, og nota persónufylgið í að stökkva yfir í forsetaembættið, er ekkert annað en útspekúleruð tækifærismennska. Staða hennar sem stjórnmálamaður, þrátt fyrir allt persónufylgið, er orðin vita vonlaus, og flokkurinn á leið í sögubækurnar. Tilkynning Guðna Th. um afsögn kom á fullkomnum tíma. Katrín getur hamrað á reynslu sinni og þekkingu á stjórnsýslunni og landsmálum almennt og notað ræðusnilldina og íslenskukunnáttuna til þess að koma vel út úr öllum viðtölum og umræðuþáttum, og þá er allt annað grafið og gleymt. Þetta plan getur ekki klikkað. Katrín Jakobsdóttir var matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur þegar frumvarp um lagareldi var klárað í ráðuneytinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að láta norskum laxeldisfyrirtækjum í té firði landsins um ókomna tíð, nánast ókeypis, og í ofanálag, að láta þessi sömu fyrirtæki sjá um eftirlit með sjálfum sér. Og frumvarpið virðir að vettugi allar áhyggjur af erfðablöndun - sem er orðin 71% í Noregi -, skaðlegum áhrifum á viðkvæma firði og fjölmargar aðrar athugasemdir sem hafa verið gerðar við þetta frumvarp. En Katrín sjálf gerði engar athugasemdir við þetta frumvarp, og fannst þetta eðlileg stjórnsýsla af hálfu sinnar ríkisstjórnar. Á vefsíðu Katrínar segir að forsetinn þurfi að "hafa góða dómgreind og hafa kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar". Þetta frumvarp Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, sýnir hvorki góða dómgreind né kjark til þess að gæta hagsmuna okkar; þvert á móti, einu hagsmunirnir sem gætt er að í þessu frumvarpi eru hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna. Hvergi örlar á kjarki til þess að vernda lífríki Íslands, og ef þetta er dæmi um "góða" dómgreind Katrínar Jakobsdóttur, þá hefur hún klárlega ekki dómgreindina sem þarf í þetta embætti, og skortir kjarkinn sömuleiðis. Katrín Jakobsdóttir segir að forseti Íslands þurfi að vera sameinandi afl þjóðarinnar. En stjórnmálamaðurinn Katrín hefur síður en svo verið sameinandi afl. Hún hefur til að mynda beitt sér fyrir sértækum aðgerðum til handa útgerðinni, með því að lækka veiðigjöld, þegar flokkurinn sagðist ætla að hækka þau, og það er alveg augljóst, af fylgi hennar flokks að dæma, að kjósendur, fólkið í landinu, eru ekki beint að fylkja sér bak við hana. Hún hefur sundrað sínum eigin flokki og hún hefur sundrað okkur íslendingum með ákvörðunum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það má tala endalaust um samsteypustjórnmál og nauðsyn á að komast að samkomulagi við aðra stjórnarflokka til þess að rikisstjórnir haldi völdum, en fyrr má nú vera. Ef stjórnmálaflokkur eins og Vinstri grænir þarf að láta öll sín gildi lönd og leið í samsteypustjórn til þess eins að halda völdum sinna ráðherra, til hvers er þá flokkurinn? Til hvers eru þá gildin? Og ályktanir landsfunda og annað sem flokkurinn lætur frá sér fara? Þetta er greinilega allt merkingarlaust, því kjósendur hafa yfirgefið flokkinn, þeir sjá í gegnum sjónhverfingarnar sem Katrín býður upp á. Nú duga engin töfrabrögð þvi töfrarnir eru horfnir. Fólk sér að Katrínu er sama um stjórnmálaflokkinn Vinstri græna, það eina sem hún hefur áhuga á er að halda eigin völdum. Og fyrst hún er að missa völdin sem forsætisráðherra, þá er enn séns að halda sér í sviðsljósinu og hafa einhver völd með því að flýja eigið fyrirsjáanlega skipsbrot og hrifsa til sín forsetaembættið. Katrín Jakobsdóttir hefur marga kosti, eins og við vitum mætavel. En sem forseti yrði hún aldrei þetta sameinandi afl sem forsetinn þarf svo sannarlega að vera, sem Guðni Th. hefur svo sannarlega verið. Það þarf einhver annar frambjóðandi af taka við af honum sem forseti Íslands. Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur sagt skilið við stjórnmálin á meðan hún stendur í forsetaframboði, en hún ræður samt varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og einn helsta áróðursmann flokksins til sín. Þetta segir ótal margt um hennar framboð; meðal annars það að Sjálfstæðisflokkurinn lítur á hana sem sinn frambjóðanda, að hennar framboð er þar með orðið pólitískt, og að forsetaframbjóðandinn Katrín Jakobsdóttir sé orðin svo nátengd Sjálfstæðisflokknum að enginn annar kom til greina en Friðjón Friðjónsson, einn helsti almannatengsla sérfræðingur flokksins. Enginn úr hennar eigin stjórnmálaflokki, enginn óháður sérfræðingur, enginn nema Friðjón. Katrín veit að þá verður hennar framboð pólítískt og umdeilt, en henni er sama. Hún treystir á að hennar fylgi bíði ekki skaða af þessu - og Friðjón hefur örugglega fullvissað hana um það þetta yrði allt í stakasta lagi. Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að leggja henni lið og hún myndi fá ótal tækifæri til þess að þakka fyrir sig þegar hún væri orðin forseti. Engar áhyggjur. Katrín Jakobsdóttir er tækifærissinni. Vinstri grænir eru komnir niður fyrir 5% í könnunum, og líklegt að flokkurinn þurrkist út í næstu Alþingiskosningum. Sambýlið við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk hefur kostað flokkinn lífið. Vinstri grænir, stjórnmálaflokkur undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefur sagt skilið við öll sín gildi, og gengur fyrst og fremst erinda útgerðar, fjármagnseigenda og norskra laxeldisfyrirtækja, eins og flokkurinn væri bara systurflokkur Sjálfstæðisflokksins. Og á ögurstundu, þegar allt virðist vonlaust, losnar embætti forseta Íslands, og þá stekkur Katrín frá borði hins sökkvandi skips og brosir framan í þjóðina hinu vel þekkta brosi vinsælasta stjórnmálamanns landsins. Hún treystir á að þegar kemur að kosningum verði allir búnir að gleyma rjúkandi rústunum sem hún skilur eftir sig, og hennar eigin mælska og landsfrægi persónuþokki skili henni embættinu. Hún veit sem er að stjórnmálamenn á Íslandi komast óhindrað upp með nokkurn veginn hvað sem er, og hún er lang besta dæmið um það. Hennar persónulega fylgi er algerlega óháð því hvernig hún hefur staðið sig sem forsætisráðherra, eða hvernig flokknum hennar reiðir af í skoðanakönnunum, og hún treystir því að gullfiskaminni kjósenda muni (gull)tryggja henni starfið. Katrín Jakobsdóttir er bara svo vel máli farin og alþýðleg, klár og viðkunnanleg, að það getur ekki verið að hún sé forhertur tækifærissinni, sem yfirgefur flokksfólk sitt og stuðningsfólk til margra ára, fyrir þægilega og þræl vel borgaða innivinnu á Bessastöðum. En þessi ákvörðun, að yfirgefa stjórnmálin þegar í harðbakkann slær, og nota persónufylgið í að stökkva yfir í forsetaembættið, er ekkert annað en útspekúleruð tækifærismennska. Staða hennar sem stjórnmálamaður, þrátt fyrir allt persónufylgið, er orðin vita vonlaus, og flokkurinn á leið í sögubækurnar. Tilkynning Guðna Th. um afsögn kom á fullkomnum tíma. Katrín getur hamrað á reynslu sinni og þekkingu á stjórnsýslunni og landsmálum almennt og notað ræðusnilldina og íslenskukunnáttuna til þess að koma vel út úr öllum viðtölum og umræðuþáttum, og þá er allt annað grafið og gleymt. Þetta plan getur ekki klikkað. Katrín Jakobsdóttir var matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur þegar frumvarp um lagareldi var klárað í ráðuneytinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að láta norskum laxeldisfyrirtækjum í té firði landsins um ókomna tíð, nánast ókeypis, og í ofanálag, að láta þessi sömu fyrirtæki sjá um eftirlit með sjálfum sér. Og frumvarpið virðir að vettugi allar áhyggjur af erfðablöndun - sem er orðin 71% í Noregi -, skaðlegum áhrifum á viðkvæma firði og fjölmargar aðrar athugasemdir sem hafa verið gerðar við þetta frumvarp. En Katrín sjálf gerði engar athugasemdir við þetta frumvarp, og fannst þetta eðlileg stjórnsýsla af hálfu sinnar ríkisstjórnar. Á vefsíðu Katrínar segir að forsetinn þurfi að "hafa góða dómgreind og hafa kjark til þess að gæta hagsmuna þjóðarinnar". Þetta frumvarp Vinstri grænna, Katrínar Jakobsdóttur, sýnir hvorki góða dómgreind né kjark til þess að gæta hagsmuna okkar; þvert á móti, einu hagsmunirnir sem gætt er að í þessu frumvarpi eru hagsmunir norsku laxeldisfyrirtækjanna. Hvergi örlar á kjarki til þess að vernda lífríki Íslands, og ef þetta er dæmi um "góða" dómgreind Katrínar Jakobsdóttur, þá hefur hún klárlega ekki dómgreindina sem þarf í þetta embætti, og skortir kjarkinn sömuleiðis. Katrín Jakobsdóttir segir að forseti Íslands þurfi að vera sameinandi afl þjóðarinnar. En stjórnmálamaðurinn Katrín hefur síður en svo verið sameinandi afl. Hún hefur til að mynda beitt sér fyrir sértækum aðgerðum til handa útgerðinni, með því að lækka veiðigjöld, þegar flokkurinn sagðist ætla að hækka þau, og það er alveg augljóst, af fylgi hennar flokks að dæma, að kjósendur, fólkið í landinu, eru ekki beint að fylkja sér bak við hana. Hún hefur sundrað sínum eigin flokki og hún hefur sundrað okkur íslendingum með ákvörðunum sem ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar. Það má tala endalaust um samsteypustjórnmál og nauðsyn á að komast að samkomulagi við aðra stjórnarflokka til þess að rikisstjórnir haldi völdum, en fyrr má nú vera. Ef stjórnmálaflokkur eins og Vinstri grænir þarf að láta öll sín gildi lönd og leið í samsteypustjórn til þess eins að halda völdum sinna ráðherra, til hvers er þá flokkurinn? Til hvers eru þá gildin? Og ályktanir landsfunda og annað sem flokkurinn lætur frá sér fara? Þetta er greinilega allt merkingarlaust, því kjósendur hafa yfirgefið flokkinn, þeir sjá í gegnum sjónhverfingarnar sem Katrín býður upp á. Nú duga engin töfrabrögð þvi töfrarnir eru horfnir. Fólk sér að Katrínu er sama um stjórnmálaflokkinn Vinstri græna, það eina sem hún hefur áhuga á er að halda eigin völdum. Og fyrst hún er að missa völdin sem forsætisráðherra, þá er enn séns að halda sér í sviðsljósinu og hafa einhver völd með því að flýja eigið fyrirsjáanlega skipsbrot og hrifsa til sín forsetaembættið. Katrín Jakobsdóttir hefur marga kosti, eins og við vitum mætavel. En sem forseti yrði hún aldrei þetta sameinandi afl sem forsetinn þarf svo sannarlega að vera, sem Guðni Th. hefur svo sannarlega verið. Það þarf einhver annar frambjóðandi af taka við af honum sem forseti Íslands. Höfundur er kjósandi í forsetakosningum 2024.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun