Getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 6. maí 2024 10:00 Þann 8. nóvember 2023 hóf Vinnueftirlitið aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Samkvæmt heimasíðu Vinnueftirlitsins þá var markmið aðgerðavakningarinnar: „að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.“ Á hverjum vinnustað stjórnast vinnustaðamenningin af gildum, venjum og viðhorfum sem ríkja á staðnum. Drennan (1992) sagði hugtakið vinnustaðamenningu fanga „hvernig hlutirnir eru gerðir hérna“ eða „how things are done around here“ (Drennan, 1992). Starfsfólk aðlagast fljótt að þessum lykilþáttum og tileinkar sér hvernig samskipti, verklag og lausn mála eru viðhöfð á vinnustaðnum. Oft getur vinnustaðamenning breyst með tilkomu nýrra stjórnenda sem koma með nýjar hugmyndir sem mæta andstöðu starfsmanna sem láta stjórnast af „svona höfum við alltaf gert hlutina hérna!“ Breytingar á vinnustaðamenningu til hins betra tekur tíma og þá er gott að kyrja „Róm var ekki byggð á einum degi“. Niðurrif góðrar vinnustaðamenningar tekur að öllu jöfnu styttri tíma og koma margs konar þættir þar að. Stjórnendur vinnustaða bera mikla ábyrgð á vinnustaðamenningu, þeir leggja línurnar og hvaða áherslur séu mikilvægar. Aðkoma starfsfólks er misjöfn en góðir vinnustaðir bjóða jafnan upp á að starfsfólk taki þátt í vinnustofum þar sem tækifæri bjóðast til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna. Það er ljóst að það þarf að hlúa að vinnustaðamenningu og allir á vinnustaðnum þurfa að gera upp við sig hvaða viðhorf starfsfólk vill bera upp á borð gagnvart vinnunni sem og menningunni. Er hamingjan ekki huglæg? Ég hef verið að bjóða upp á fyrirlestra þar sem spurningunni: „Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni?“ er varpað upp og í augum flestra er svarið augljóst. En getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Hvað er hamingja? Er hamingja ekki huglæg? Í nýlegri heimsókn á vinnustað og með aðstoð tækninnar þá spurði ég: „Hvað er hamingja?“ Starfsfólkið gat skrifað þrjú orð eða þrjár setningar nafnlaust og mynduðu orðin orðaský sem sýndi að fyrir 35 starfsmenn er hamingjan alls konar: Fjölskylda, gleði, vellíðan, vinátta, gæða stundir, hugarró, þakklæti, nánd, heilsan, matur, að tilheyra, að vera sáttur í eigin skinni og að hlakka til dagsins Þessi eru einungis brot af þeim fjölmörgu orðum sem voru skrifuð. Í daglegu vinnuumhverfi, þar sem er fullt af áskorunum, er hamingja mikilvægur þáttur í vinnustaðamenningu. Það að vera hamingjusamur í vinnunni er ekki bara ábyrgð hvers og eins aðila, heldur sameiginleg ábyrgð sem nær til vinnustaðarins, stjórnenda og jafnvel stjórnvalda. Sem einstaklingur er nauðsynlegt að leggja mikið upp úr eigin hamingju hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Ef vinnustaðamenningin er eitruð eða vinnuálagið of mikið, þá er það í raun og veru þín ábyrgð að leita í betra umhverfi. Eins er mikilvægt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnustaðamenningu. Hugsið um litla jákvæða hluti á hverjum degi sem gætu glatt vinnufélagana og munið að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fjölda margar rannsóknir sýna fram á að hamingjusamt starfsfólk hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óhamingjusamt í vinnu. Starfsfólk sem er hamingjusamt er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Hvers vegna er þetta svo mikilvægt? Þar sem lögð er áhersla á hamingju í vinnustaðamenningu þá eru þeir vinnustaðir hagkvæmari. Hvort sem um er að ræða einkarekinn eða opinberan aðila, þá eykst skilvirknin þegar starfsfólk er hamingjusamt. Það er til nægilega mikið af rannsóknargögnum sem styðja þetta og umræðan er á þá leið að hagnaður eykst, hluthafar gleðjast og jafnvel að hlutbréf hækka í verði. En hvað stuðlar að hamingju í vinnu? Hún snýst ekki um gjafir eða núvitundartíma - sem eru skemmtilegir viðbótarþættir, en þeir skapa ekki í grundvallaratriðum hamingju. Það sem stuðlar að hamingju í vinnunni er árangur og sambönd. Starfsfólk þarf að upplifa að vinna sín þýði eitthvað og að hún hafi eitthvað að segja. Það þarf einnig að upplifa að vera metið að verðleikum, ekki sem tímabundinn auður, heldur sem mannlegar verur sem eru órjúfanlegur hluti af fyrirtækinu. Því miður er mikið um leiðir þar sem vinnustaðir geta gert starfsmenn sína óánægða - óljós fyrirmæli, of mikið vinnuálag, eitrað vinnuumhverfi. Til dæmis hefur stjórn Elon Musk hjá Twitter, Tesla og SpaceX verið gagnrýnd fyrir að valda óreiðu, ruglingi, streitu og óánægju meðal starfsfólks. Til að skapa hamingjusamari vinnustaði þurfum við að koma fyrir kattarnef venjum sem valda óánægju - eins og of miklu vinnuálagi og óljósum vinnuferlum - og einbeita sé að því sem stuðlar að hamingju, eins og lofi og viðurkenningu, og góðu andrúmslofti. Góðir stjórnendur eru nauðsynlegir fyrir hamingjusama vinnustaði - ef stjórnendurnir eru neikvæðir eða óþægilegir, þá er allt eins líklegt að vinnustaðurinn smitist af því viðhorfi. Oft er það þannig að starfsfólk vinnur sig upp í stjórnendastöður en er allt starfsfólk framtíðarstjórnendur? Stundum segir starfsfólk já við stjórnendastöðu vegna hærri launa en innst inni er það alls ekki það sem viðkomandi vill. Stjórnun vinnustaða er ekki kennd í skólum og þurfa vinnustaðir að sinna þjálfun framtíðarstjórnenda. Með því að velja og þjálfa leiðtoga sem leggja upp úr hamingju í vinnustaðamenningu, er hægt að rækta vinnuumhverfi þar sem hamingja er ekki bara eitthvað huglægt fyrirbæri fyrir utan vinnustaðinn – hún er grundvöllurinn og hámarkar hagnaðinn. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. nóvember 2023 hóf Vinnueftirlitið aðgerðavakninguna #Tökum höndum saman: Eflum heilbrigða vinnustaðamenningu. Samkvæmt heimasíðu Vinnueftirlitsins þá var markmið aðgerðavakningarinnar: „að vekja athygli á því að heilbrigð vinnustaðamenning stuðlar að öryggi og vellíðan starfsfólks og er ein áhrifaríkasta forvörnin gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Hún hefur auk þess jákvæð áhrif á árangur og orðspor vinnustaða.“ Á hverjum vinnustað stjórnast vinnustaðamenningin af gildum, venjum og viðhorfum sem ríkja á staðnum. Drennan (1992) sagði hugtakið vinnustaðamenningu fanga „hvernig hlutirnir eru gerðir hérna“ eða „how things are done around here“ (Drennan, 1992). Starfsfólk aðlagast fljótt að þessum lykilþáttum og tileinkar sér hvernig samskipti, verklag og lausn mála eru viðhöfð á vinnustaðnum. Oft getur vinnustaðamenning breyst með tilkomu nýrra stjórnenda sem koma með nýjar hugmyndir sem mæta andstöðu starfsmanna sem láta stjórnast af „svona höfum við alltaf gert hlutina hérna!“ Breytingar á vinnustaðamenningu til hins betra tekur tíma og þá er gott að kyrja „Róm var ekki byggð á einum degi“. Niðurrif góðrar vinnustaðamenningar tekur að öllu jöfnu styttri tíma og koma margs konar þættir þar að. Stjórnendur vinnustaða bera mikla ábyrgð á vinnustaðamenningu, þeir leggja línurnar og hvaða áherslur séu mikilvægar. Aðkoma starfsfólks er misjöfn en góðir vinnustaðir bjóða jafnan upp á að starfsfólk taki þátt í vinnustofum þar sem tækifæri bjóðast til að hafa áhrif á vinnustaðamenninguna. Það er ljóst að það þarf að hlúa að vinnustaðamenningu og allir á vinnustaðnum þurfa að gera upp við sig hvaða viðhorf starfsfólk vill bera upp á borð gagnvart vinnunni sem og menningunni. Er hamingjan ekki huglæg? Ég hef verið að bjóða upp á fyrirlestra þar sem spurningunni: „Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni?“ er varpað upp og í augum flestra er svarið augljóst. En getum við verið hamingjusöm í vinnunni? Hvað er hamingja? Er hamingja ekki huglæg? Í nýlegri heimsókn á vinnustað og með aðstoð tækninnar þá spurði ég: „Hvað er hamingja?“ Starfsfólkið gat skrifað þrjú orð eða þrjár setningar nafnlaust og mynduðu orðin orðaský sem sýndi að fyrir 35 starfsmenn er hamingjan alls konar: Fjölskylda, gleði, vellíðan, vinátta, gæða stundir, hugarró, þakklæti, nánd, heilsan, matur, að tilheyra, að vera sáttur í eigin skinni og að hlakka til dagsins Þessi eru einungis brot af þeim fjölmörgu orðum sem voru skrifuð. Í daglegu vinnuumhverfi, þar sem er fullt af áskorunum, er hamingja mikilvægur þáttur í vinnustaðamenningu. Það að vera hamingjusamur í vinnunni er ekki bara ábyrgð hvers og eins aðila, heldur sameiginleg ábyrgð sem nær til vinnustaðarins, stjórnenda og jafnvel stjórnvalda. Sem einstaklingur er nauðsynlegt að leggja mikið upp úr eigin hamingju hvort sem er í vinnu eða einkalífi. Ef vinnustaðamenningin er eitruð eða vinnuálagið of mikið, þá er það í raun og veru þín ábyrgð að leita í betra umhverfi. Eins er mikilvægt fyrir hvern og einn að leggja sitt af mörkum til að skapa jákvæða vinnustaðamenningu. Hugsið um litla jákvæða hluti á hverjum degi sem gætu glatt vinnufélagana og munið að bros getur dimmu í dagsljós breytt. Fjölda margar rannsóknir sýna fram á að hamingjusamt starfsfólk hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óhamingjusamt í vinnu. Starfsfólk sem er hamingjusamt er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Hvers vegna er þetta svo mikilvægt? Þar sem lögð er áhersla á hamingju í vinnustaðamenningu þá eru þeir vinnustaðir hagkvæmari. Hvort sem um er að ræða einkarekinn eða opinberan aðila, þá eykst skilvirknin þegar starfsfólk er hamingjusamt. Það er til nægilega mikið af rannsóknargögnum sem styðja þetta og umræðan er á þá leið að hagnaður eykst, hluthafar gleðjast og jafnvel að hlutbréf hækka í verði. En hvað stuðlar að hamingju í vinnu? Hún snýst ekki um gjafir eða núvitundartíma - sem eru skemmtilegir viðbótarþættir, en þeir skapa ekki í grundvallaratriðum hamingju. Það sem stuðlar að hamingju í vinnunni er árangur og sambönd. Starfsfólk þarf að upplifa að vinna sín þýði eitthvað og að hún hafi eitthvað að segja. Það þarf einnig að upplifa að vera metið að verðleikum, ekki sem tímabundinn auður, heldur sem mannlegar verur sem eru órjúfanlegur hluti af fyrirtækinu. Því miður er mikið um leiðir þar sem vinnustaðir geta gert starfsmenn sína óánægða - óljós fyrirmæli, of mikið vinnuálag, eitrað vinnuumhverfi. Til dæmis hefur stjórn Elon Musk hjá Twitter, Tesla og SpaceX verið gagnrýnd fyrir að valda óreiðu, ruglingi, streitu og óánægju meðal starfsfólks. Til að skapa hamingjusamari vinnustaði þurfum við að koma fyrir kattarnef venjum sem valda óánægju - eins og of miklu vinnuálagi og óljósum vinnuferlum - og einbeita sé að því sem stuðlar að hamingju, eins og lofi og viðurkenningu, og góðu andrúmslofti. Góðir stjórnendur eru nauðsynlegir fyrir hamingjusama vinnustaði - ef stjórnendurnir eru neikvæðir eða óþægilegir, þá er allt eins líklegt að vinnustaðurinn smitist af því viðhorfi. Oft er það þannig að starfsfólk vinnur sig upp í stjórnendastöður en er allt starfsfólk framtíðarstjórnendur? Stundum segir starfsfólk já við stjórnendastöðu vegna hærri launa en innst inni er það alls ekki það sem viðkomandi vill. Stjórnun vinnustaða er ekki kennd í skólum og þurfa vinnustaðir að sinna þjálfun framtíðarstjórnenda. Með því að velja og þjálfa leiðtoga sem leggja upp úr hamingju í vinnustaðamenningu, er hægt að rækta vinnuumhverfi þar sem hamingja er ekki bara eitthvað huglægt fyrirbæri fyrir utan vinnustaðinn – hún er grundvöllurinn og hámarkar hagnaðinn. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar