Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2024 16:36 Málið varðaði vél WOW Air sem félagið leigði frá ALC. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar. Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira
Málið snýst um deilu Isavia og ALC um yfirráð á Airbus-þotu sem WOW Air leigði frá ALC. Isavia kyrrseti þotuna árið 2019 vegna skulda WOW sem varð gjaldþrota þetta sama ár. ALC vildi meina að Isavia mætti ekki halda vélinni sem tryggingu vegna gjaldþrots annars félags, WOW. Málið endaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness sem úrskurðaði að Isavia hefði aðeins verið heimilt að kyrrsetja vélina vegna greiðslna sem tengdust umræddri vél en ekki vegna heildarskuldar WOW til Isavia. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að réttaráhrifin frestuðust ekki þó málinu yrði skotið til Landsréttar og Hæstaréttar. Því greiddi ALC gjöldin sem tengdust umræddri vél og flaug henni af landi brott. Isavia unni ekki þeirri ákvörðun og stefndi ALC og íslenska ríkinu og krafðist 2,2 milljarða króna í skaðabætur. Isavia vildi meina að dómarinn við Héraðsdóm Reykjaness hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við úrlausn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það og komst síðan að þeirri niðurstöðu að dómur Héraðsdóms Reykjaness hafi verið rangur. Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við og sýknaði ALC og íslenska ríkið. Líkt og áður segir hefur Hæstiréttur nú staðfest þann dóm Í dómi Hæstaréttar segir að stöðvunarheimild Isavia hafi verið lögmæt en vegna þeirra gjalda sem stofnað hafði verið til vegna umræddrar vélar. Eftir að ALC greiddi þau gjöld hefði ekki verið heimild til að aftra áfram för þotunnar.
Fréttir af flugi Dómsmál Dómstólar WOW Air Deilur ISAVIA og ALC Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Sjá meira