Já, Katrín Hjálmar Sveinsson skrifar 7. maí 2024 11:00 Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt. Hvorutveggja er mikilvægt. Allir báru virðingu fyrir þeim, sama hvar í flokki. Þannig eiga forsetar að vera. Þeir eiga að vera sameinandi afl. Þeir eiga að lyfta þjóðinni upp úr argaþrasinu með andríki sínu, mælsku, skarpri sýn og djúpri þekkingu. Til þess er forsetinn. Það er líka mikilvægt að forsetinn þekki möguleikana sem embættið býr yfir, þeir eru umtalsverðir, og ekki síður mikilvægt að hann þekki takmarkanir þess. Hann á að virða þingræðið og ekki beita synjunarvaldinu nema í ýtrustu neyð. Er það ekki veikleiki í stjórnskipuninni ef í ljós kemur að forseti hefur í raun sjálfdæmi um hvenær hann synjar lögum lýðræðislega kjörins Alþingis staðfestingar? Mér finnst líka hæpið að kalla forsetaembættið öryggisventil. Embættið hlýtur að vera merkilegra og mikilvægra. Forsetinn er jú þjóðhöfðingi og hefur því mikið áhrifavald og er fulltrúi þjóðarinnar erlendis. Ég hef stndum hlustað á ræður Katrínar Jakobsdóttur og finnst þær alltaf innihaldsríkar og alveg lausar við innantóma frasa. Hvort sem hún ræðir mikilvægi þess að skilja að aðstæður fólks eru ólíkar eftir því hvar það býr og hvaðan það kemur. Eða hvernig tæknin er að gjörbreyta vinnumarkaðnum, opinberri umræðu og meira að segja samskiptum ástvina. Hún ræðir ógnina sem lýðræðisfyrirkomulaginu stafar af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hún leggur mikið upp úr því að skilja gangverk samfélagsins. Hún varar við skautun – já, hún myndi nota það orð frekar en pólaríseringu – í þjóðfélagsumræðunni og vaxandi hatursorðræðu, við litlar vinsældir þeirra sem á henni þrífast. Hún talar um rótfestu í tungu okkar og sögu. Henni verður tíðrætt um lýðræði, mannréttindi og réttarríki á okkar viðsjárverðu tímum. Hún telur að rödd Íslands eigi að hljóma hátt og skýrt. Allir sem hitta hana í heimsóknum hennar utanlands hrífast af mælsku hennar, gáfum og persónutöfrum. Um það vitna fjöldi jákvæðra greina sem um hana birtast. Ég held að enginn íslenskur ráðamaður hafi fengið jafn lofsamlega umfjöllun erlendis, síðan Vigdís var. Ég sé skrifað að Katrín sé of umdeild til að verða forseti. Auðvitað er hún umdeild, hafandi verið forsætisráðherra í 7 ár á flóknum tímum, þó það nú væri. En Vigdís var umdeild þegar hún bauð sig fyrst fram og marði nauman sigur árið 1980. Ólafur Ragnar var líka mjög umdeildur. En bæði reyndust þau þjóð sinni vel sem forsetar. Sama verður sagt um Katrínu, ég er ekki nokkrum vafa um það. Við verðum öll hreykin af henni. Hún hefur allt til brunns að bera til að verða farsæll forseti. Höfundur er borgarfulltrúi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun