Skoðun

Leik­skóla­kennara á eftir­launum er of­boðið

Ásdís Ólafsdóttir skrifar

Á Íslandi ríkir algjört ráðaleysi. Hjá stjórnvöldum er stefnuleysi og hver höndin er upp á móti annarri þó ekkert þeirra vilji kannast við það.

Þess vegna er peningakerfið ónýtt, heilbrigðiskerfið ónýtt og menntakerfið ónýtt.

Það styttist í að áttunda árið líði án þess að fólk á eftirlaunum fái leiðréttingar á sínum kjörum.

Búið er að leggja í mikla vinnu til að ná fram leiðréttingum á kjörum Heldra fólks en allt strandar í fjármálaráðuneytinu.

Það er öfugsnúið að fólk á Gamansaldri geti ekki notið lífsins og vaknað áhyggjulaust að morgni.

Ég veit alveg að kjör þessa hóps eru misjöfn, flest okkar hafa borgað skatta og gjöld til samfélagsins.

Þess vegna eigum við öll rétt á sanngjarnri þjónustu en of stór hópur býr við skort og kvíðir næsta degi.

Ef til vill hefur hluti þess fólks það best sem borgar litla sem enga skatta eða gjöld, en þiggur þjónustu samfélagsins. Enda búa þau ekki við skerðingar.

Það gæti tekið í ef allt fólk á Íslandi 65 ára og eldra skilaði auðu í næstu Alþingiskosningum, sem vonandi styttist í. Þessi svik ganga ekki lengur.

Höfundur er leikskólakennari á eftirlaunum. 




Skoðun

Sjá meira


×