Rekstrarafkoma Sýnar ekki ásættanleg Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 17:47 Arðsemi Sýnar hf. hefur ekki verið ásættanleg undanfarin ár. Gert er ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á árinu eftir því sem skipulagsbreytingar ná fram að ganga. Vísir/Hanna Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2024. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi námu 5.934 milljónum króna og jukust um 1,3%. Mikill tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum sem voru umfram væntingar. Tekjurnar skiptast með eftirfarandi hætti: Fjölmiðlun 2.381 m.kr., hækkun um 10,0% milli ára (1F 2023: 2.165 m.kr.). Leiðrétt fyrir auknum tekjum vegna innkomu Já, er tekjuvöxtur á milli ára 3,6%. Internet 1.147 m.kr., hækkun um 3,4% milli ára (1F 2023: 1.109 m.kr.) Farsími 1.062 m.kr., lækkun um 11,5% milli ára (1F 2023: 1.200 m.kr.) Fastlína 106 m.kr., lækkun um 9,3% á milli ára (1F 2023: 116 m.kr.) Hýsingar- og rekstrarlausnir (Endor) 708 m.kr., hækkun um 0,8% á milli ára (1F 2023: 702 m.kr.) Vörusala 288 m.kr., lækkun um 12,5% á milli ára (1F 2023: 329 m.kr.) Aðrar tekjur 242 m.kr., hækkun um 1,5% á milli ára (1F 2023: 238 m.kr.) Tapið nam 153 milljónum en mikill vöxtur í auglýsingatekjum Sterkur tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum, en vöxturinn nam 22 prósentum, þar af 51 prósenti í auglýsingatekjum sjónvarps, og er vöxturinn umfram væntingar stjórnenda. Lækkun í farsímatekjum um 138 m.kr. skýrist einkum af lækkun í IoT tekjum. Viðsnúningur var í heimatengingum með rúmum 6% vöxt frá fyrra ári en einnig var öflugur vöxtur í tekjum af gestareiki (30%). Tap ársfjórðungsins nam 153 m.kr. (1F 2023: hagnaður 213 m.kr.) og eiginfjárhlutfall var 29,5%. Skipulagsbreytingar: Starfslok gerð við framkvæmdastjóra, deildir sameinaðar og stöðugildum fækkað um 20 á tímabilinu. Sparnaður á ársgrundvelli áætlaður um 380 m.kr., þegar breytingar koma fram að fullu á 4F 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. „Á fyrsta ársfjórðungi, var ég einstaklega ánægð með sterkan tekjuvöxt í auglýsingatekjum og einnig er ánægjulegt að sjá góðan viðsnúning í heimatengingum. Reikitekjur halda til viðbótar áfram að vaxa. Farsímatekjur lækka hins vegar frá sama tímabili í fyrra, líkt og greint var frá í nýlegri tilkynningu. Rekstrarafkoma félagsins er ekki ásættanleg en hins vegar er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar ná fram að ganga,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar hf. Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afkoma ársins undir áður útgefnu afkomubili EBIT afkoma ársins hjá Sýn, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnets, verður undir áður útgefnu afkomubili. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar. 13. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2024. Rekstrartekjur samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi námu 5.934 milljónum króna og jukust um 1,3%. Mikill tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum sem voru umfram væntingar. Tekjurnar skiptast með eftirfarandi hætti: Fjölmiðlun 2.381 m.kr., hækkun um 10,0% milli ára (1F 2023: 2.165 m.kr.). Leiðrétt fyrir auknum tekjum vegna innkomu Já, er tekjuvöxtur á milli ára 3,6%. Internet 1.147 m.kr., hækkun um 3,4% milli ára (1F 2023: 1.109 m.kr.) Farsími 1.062 m.kr., lækkun um 11,5% milli ára (1F 2023: 1.200 m.kr.) Fastlína 106 m.kr., lækkun um 9,3% á milli ára (1F 2023: 116 m.kr.) Hýsingar- og rekstrarlausnir (Endor) 708 m.kr., hækkun um 0,8% á milli ára (1F 2023: 702 m.kr.) Vörusala 288 m.kr., lækkun um 12,5% á milli ára (1F 2023: 329 m.kr.) Aðrar tekjur 242 m.kr., hækkun um 1,5% á milli ára (1F 2023: 238 m.kr.) Tapið nam 153 milljónum en mikill vöxtur í auglýsingatekjum Sterkur tekjuvöxtur var í auglýsingatekjum, en vöxturinn nam 22 prósentum, þar af 51 prósenti í auglýsingatekjum sjónvarps, og er vöxturinn umfram væntingar stjórnenda. Lækkun í farsímatekjum um 138 m.kr. skýrist einkum af lækkun í IoT tekjum. Viðsnúningur var í heimatengingum með rúmum 6% vöxt frá fyrra ári en einnig var öflugur vöxtur í tekjum af gestareiki (30%). Tap ársfjórðungsins nam 153 m.kr. (1F 2023: hagnaður 213 m.kr.) og eiginfjárhlutfall var 29,5%. Skipulagsbreytingar: Starfslok gerð við framkvæmdastjóra, deildir sameinaðar og stöðugildum fækkað um 20 á tímabilinu. Sparnaður á ársgrundvelli áætlaður um 380 m.kr., þegar breytingar koma fram að fullu á 4F 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. „Á fyrsta ársfjórðungi, var ég einstaklega ánægð með sterkan tekjuvöxt í auglýsingatekjum og einnig er ánægjulegt að sjá góðan viðsnúning í heimatengingum. Reikitekjur halda til viðbótar áfram að vaxa. Farsímatekjur lækka hins vegar frá sama tímabili í fyrra, líkt og greint var frá í nýlegri tilkynningu. Rekstrarafkoma félagsins er ekki ásættanleg en hins vegar er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar ná fram að ganga,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afkoma ársins undir áður útgefnu afkomubili EBIT afkoma ársins hjá Sýn, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnets, verður undir áður útgefnu afkomubili. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar. 13. febrúar 2024 18:00 Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
Afkoma ársins undir áður útgefnu afkomubili EBIT afkoma ársins hjá Sýn, fyrir utan hagnað vegna sölu stofnnets, verður undir áður útgefnu afkomubili. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun fyrirtækisins til Kauphallarinnar. 13. febrúar 2024 18:00