Af hverju kýs ég ekki Katrínu Jakobs Birgir Dýrfjörð skrifar 7. maí 2024 23:31 Meðal vina minna er dálæti mitt á Katrínu Jakobsdóttur vel þekkt. Ég hef ævinlega gengið undir högg fyrir hana þegar fólk hefur rakkað niður persónu hennar. Þó er langt frá því að ég hafi verið eða sé samþykkur pólitískum ákvörðunum hennar. Sem sagt, mér finnst Katrín Jakobsdóttir frábær persóna, - af hverju kýs ég hana þá ekki? Góða skýringu á því má finna í þekktum spakmælum. „Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert, og líka „Hver dregur dám af sínum sessunauti.“ Katrín er vissulega sterkur frambjóðandi, en ekki nógu sterk tel ég til að sleppa óskemmd frá þeirri vanhelgu sambúð, sem hún valdi sér við mykju-dreifarana, sem valsa að vild sinni og ausa úr sér á verndarsvæði Moggans. Blaðinu til skammar og ærlegum lesendum þess til ama. Með þeirri sambúð varð hún að mínu viti vanhæf sem forseti Íslendinga. Það er hennar ógæfa. Hennar bíða líklega sömu örlög og skjaldbökunnar sem ferjaði sporðdrekann á bakinu. Dýrmæt þekking Baldurs Sem betur fer fyrir okkur kjósendur þá er fleira gott fólk í boði en Katrín Jakobsdóttir. Sá frambjóðandi sem mér þykir vænlegastur er Baldur Þórhallsson. Í mín eyru er Baldri lýst þannig af þeim sem þekkja vel til hans, að hann sé drenglundaður og umhyggjusamur einstaklingur, afar vel greindur og með sérþekkingu, sem hentar vel forseta. Hann er sérmenntaður um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðtogar smáríkja gætu því, ef þannig ber til, leitað í smiðju forseta Íslands eftir þekkingu, og hollráðum um hagsmuni smáríkja. Samkynhneigð Allt eru þetta góðir kostir sem Baldur býr yfir. Þá er ótalinn sá þáttur í hans fari sem snertir fjölda fólks um allan heim. Sá þáttur varðar miklu fyrir fjölskyldur og fólk ,sem er niðurlægt, ofsótt og smánað og limlest, fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Allt það fólk, - hvar sem er í veröldinni, - mun finna styrk og fyrirmynd í Baldri þórhallssyni. Það getur þá sagt með stolti; forseti Íslands er líka samkynhneigður. Kosning Baldurs Þórhallssonar mun vekja mikla athygli. Hún segir við heiminn: Svona eru Íslendingar þeir virða friðhelgi og rétt allra til einkalífs, eins og stjórnarskrá þeirra boðar. Kosning hans eikur umburðarlyndi og styrkir stöðu jaðarsettra einstaklinga. Sú staðreynd ein og sér verður mér, og vonandi fleiri kjósendum, kærkomið tækifæri til að leggja ofsóttu fólki lið með þeim hætti, að kjósa Baldur sem forseta Íslands. Þannig geta Íslendingar orðið fyrirmynd um réttsýni og mannvirðingu og kærleika Höfundur er iðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Birgir Dýrfjörð Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Sjá meira
Meðal vina minna er dálæti mitt á Katrínu Jakobsdóttur vel þekkt. Ég hef ævinlega gengið undir högg fyrir hana þegar fólk hefur rakkað niður persónu hennar. Þó er langt frá því að ég hafi verið eða sé samþykkur pólitískum ákvörðunum hennar. Sem sagt, mér finnst Katrín Jakobsdóttir frábær persóna, - af hverju kýs ég hana þá ekki? Góða skýringu á því má finna í þekktum spakmælum. „Segðu mér hverjir vinir þínir eru, og ég skal segja þér hver þú ert, og líka „Hver dregur dám af sínum sessunauti.“ Katrín er vissulega sterkur frambjóðandi, en ekki nógu sterk tel ég til að sleppa óskemmd frá þeirri vanhelgu sambúð, sem hún valdi sér við mykju-dreifarana, sem valsa að vild sinni og ausa úr sér á verndarsvæði Moggans. Blaðinu til skammar og ærlegum lesendum þess til ama. Með þeirri sambúð varð hún að mínu viti vanhæf sem forseti Íslendinga. Það er hennar ógæfa. Hennar bíða líklega sömu örlög og skjaldbökunnar sem ferjaði sporðdrekann á bakinu. Dýrmæt þekking Baldurs Sem betur fer fyrir okkur kjósendur þá er fleira gott fólk í boði en Katrín Jakobsdóttir. Sá frambjóðandi sem mér þykir vænlegastur er Baldur Þórhallsson. Í mín eyru er Baldri lýst þannig af þeim sem þekkja vel til hans, að hann sé drenglundaður og umhyggjusamur einstaklingur, afar vel greindur og með sérþekkingu, sem hentar vel forseta. Hann er sérmenntaður um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðtogar smáríkja gætu því, ef þannig ber til, leitað í smiðju forseta Íslands eftir þekkingu, og hollráðum um hagsmuni smáríkja. Samkynhneigð Allt eru þetta góðir kostir sem Baldur býr yfir. Þá er ótalinn sá þáttur í hans fari sem snertir fjölda fólks um allan heim. Sá þáttur varðar miklu fyrir fjölskyldur og fólk ,sem er niðurlægt, ofsótt og smánað og limlest, fyrir það eitt að vera samkynhneigt. Allt það fólk, - hvar sem er í veröldinni, - mun finna styrk og fyrirmynd í Baldri þórhallssyni. Það getur þá sagt með stolti; forseti Íslands er líka samkynhneigður. Kosning Baldurs Þórhallssonar mun vekja mikla athygli. Hún segir við heiminn: Svona eru Íslendingar þeir virða friðhelgi og rétt allra til einkalífs, eins og stjórnarskrá þeirra boðar. Kosning hans eikur umburðarlyndi og styrkir stöðu jaðarsettra einstaklinga. Sú staðreynd ein og sér verður mér, og vonandi fleiri kjósendum, kærkomið tækifæri til að leggja ofsóttu fólki lið með þeim hætti, að kjósa Baldur sem forseta Íslands. Þannig geta Íslendingar orðið fyrirmynd um réttsýni og mannvirðingu og kærleika Höfundur er iðnaðarmaður